- Details
- Björn Finnsson
Haf til vetrar hjólahest
hertum nöglum búinn,
Heilsubótar hjartagest,
hamingjunni knúinn.
Klæði góð í kulda og trekk,
keðju hreina og smurða,
til varnar fyrir veðurtrekk
vatni og frosti élja.
Af luktum skærum ljómi skært,
lýsi stíga ferðum.
Bjöllur hljómi bjart og tært,
bremsur aldrei skerðum.
Í teinagliti tindrar ljós
tign á myrku kveldi.
Hjólreiðamaður hrímguð rós
hræddur í bílaveldi.
Ástand lífsin ætíð best
eftir hjólaferðir,
Gefur sálum manna mest
metur þeirra gerðir.
Vetrarsól er vakin stund
vaskra hjólagarpa.
Léttir mönnum leiða lund,
lífssins hljómi harpa.
Hverjum manni mest um vert
mætti og gleði halda,
í myrkri eigi magni skert
mannlíf hjóla falda.
Björn Finnsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Helgi og Lára
Við hjónin byrjuðum okkar hjóla-þróunarsögu fyrir 2 árum síðan þegar húsbóndinn fékk þokkalegt hjól. Síðan þegar frúin fékk hjól ári síðar voru á því táklemmur. Þeim var hinsvegar kippt snarlega af eftir fyrsta hjólreiðatúrinn. Þar sem hún var nær fallin í götuna á öðru hverju horni sem þurfti að stoppa á. Þar með voru táklemmur stimplaðar sem stórhættulegur hlutur sem fyrir löngu hefði átt að vera bannaður.
- Details
- Jói Leós.
- Details
- Björn Finnsson
Félagslíkaminn er nú á hröðu vaxtaskeiði unglingssins og má segja að þar springi margt út. Félögum fjölgar, ferðir blómstra, viðgerðaraðstaðan með öllum góðu verkfærunum laðar að sér félagsmenn til umhirðu hjólanna. Nýstækkuð setustofan býður sífellt fleiri velkomna í hlýlegan faðm sinn með umræðum, kaffisopa, myndum, myndböndum, frásögnum, leiðbeiningum, blöðum og skipulagi lífs og ferða.
- Details
- Árni Þór Sigurðsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Ólafur Jóhannes Stefánson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Björn Finnsson
Heilsubót með hjól við fót
hjartað skjótar herðir,
endurmótar innra rót
eflir fljótar ferðir.
Bætir kjörin, býður fjör
með börnin úti að hjóla.
Fögur tjörnin, fugl og stör,
frískleg för um holt og hóla.
Þegar ég var úti að hjóla í dag sá ég tvo svartklædda karla á ferð um bæinn á hjólum, við frekari athugun kom í ljós að hér voru á ferð lögregluþjónar á nýjum fjallahjólum sem lögregluembættið hefur fjárfest í.
Voru karlar þessir hressir í bragði en hefðu mátt vera betur búnir til hjólreiða til dæmis klæddir fyrir slíkt. Voru þessir knáu knapar á hringferð um aðal útivistarsvæði borgarinnar. Vil ég óska lögregluembættinu til hamingju með hjólalögguna.
Knáir voru knapar svartir.
komnir á hjóla vakt
lögðu í ferðir býsna bjartir
báðir voru í takt.
Hjólalöggan hjálmum búin
hjálpar fólki á ferð.
Annars væri öfugsnúin
öll sú vinnugerð.
Vísur þessar urðu til við sjón þessa.
Kveðja
Bjössi.
- Details
- Lára
Ég var búin að ákveða að fara ekki í þessa ferð, en þegar nær dró helginni og ég sá hversu góð spáin var, undirstakk ég systir mína að hafa litlu stelpuna og bróðir minn að sækja mig ef ég gæfist upp. Veðurblíðuna á laugardagsmorgninum stóðst ég auðvitað ekki, og ákvað að skella mér með manninum vitandi að blessaður gsm síminn virkaði og bróðir minn með kveikt á sínum. Það var mjög vel tekið á móti okkur á planinu (þó við værum í síðasta falli). Drifum við í því að græja okkur og leggja af stað.
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslandsvinurinn góði Ulf Hoffmann sendi okkur grein sem hann skrifaði og birtist í nýjasta hefti RadZeit þar sem fjallað er um klúbbinn, landið og manninn sem er jafn frægur og Björk, Magnús Bergsson. Einnig kemur hjólaferð Mick Jagger á Ísafirði við sögu og fl.
- Details
- Jóhann Leósson
- Details
- Alda Jónsdóttir
- Details
- Björn Finnsson
Laugardagsmorguninn 20. maí rann upp með sólskini og hlýju veðri. Um klukkan 9:00 voru fjórir herramenn mættir galvaskir til ferðar frá Árbæjarsafni í fyrstu af 5 dagferðum klúbbssins í sumar.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður að teljast til stórtíðinda fyrir hjólreiðafólk að nú lyggur fyrir Alþingi tillaga um að hjólreiðastígar komist inn á vegalög, sjá nánar hér. Einnig liggur fyrir tilllaga til þingsályktunar um skipan nefndar um hönnun og merkingar hjólreiðabrauta, sjá nánar hér fyrir neðan.
Í greinargerðunum segir meðal annars:
"Löngu tímabært er að gefa meiri gaum að umferð hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda í samgöngumálum á Íslandi. Sú umferð er hluti af eðlilegri útivist og íþróttaiðkun, veitir holla hreyfingu og fellur afar vel að nútímaviðhorfum til umhverfismála enda fylgir henni hvorki hávaði né mengun af öðrum toga. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að betri þjónusta við þessa tegund umferðar leiði til þess að landsmenn tileinki sér hana í auknum mæli.
Frumvarp þetta er lagt fram til að veita mikilvægum göngu- og hjólreiðastígum eðlilegan sess í vegakerfi landsins."
Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessarra mála á næstunni og virkilega spennandi að sjá þennan velvilja í okkar garð og af orðalagi greinargerðanna að dæma, erum við sem höfum beitt okkur fyrir málefnalegri umræðu og öflugri kynningarstarfsemi að uppskera árangur af mikilli vinnu undanfarinna ára.
Páll Guðjónsson
- Details
- Jóhann Leósson
Fleiri greinar...
- Á hjólinu í langferð
- Til ferðar
- Á fjöllum
- Vetrarhjólreiðar
- Nýtt á nafinu - Nýtt á nöfinni eða bara Á döfinni
- Umferðarmannvirki og umferðarkerfið: Hvernig spörum við með því að eyða?
- Hvað verður um fögur fyrirheit?
- Svipmyndir frá uppskeruhátíðinni nóvember 1999
- Það er gaman að hjóla á veturna
- Hjólum í skólann og vinnuna
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.