Eitt er það starf sem ég sinni af hendi fyrir klúbbinn sem er hvað minnst sýnilegt og það er að leiðbeina erlendum hjólreiðamönnum sem eru á leið til landsins. Ég hef safnað saman öllum helstu upplýsingum sem þeir þurfa á enska hluta vefsins, sem reyndar er meira heimsóttur en íslenski hlutinn. Þó að maður reyni að hafa þetta eins tæmandi og hægt er hefur fólk alltaf nokkrar sér spurningar sem þarf að svara og getur það verið ansi tímafrekt á stundum. Oft fáum við stutt þakkarskeyti til baka með þökk fyrir hjálpina, einstaka maður setur upp síðu á vefinn um ferðina eins og sjá má hér neðst og nokkrar af þeim síðum sem vísað er til á ensku síðunum.
Susan Venberg hafði fyrst samband fyrir meira en ári og var þá að skipuleggja ferðina sem hún fór í sumar. Það virðist nokkuð algengt að fólk sé að skipuleggja íslandsferðir eitt til tvö ár fram í tímann. Hún spurði um gas á prímusinn sinn og hvort mý væri mikið vandamál og lét fljóta með í síðasta skeytinu að hún kæmi með samanbrjótanlegt Bike Friday fjallahjól sem er pakkað ofaní nokkurskonar ferðatösku sem breytist síðan í trailer og ætlaði yfir Sprengisand. Reyndar vissi hún að trailerinn myndi lyggja of lágt fyrir þessa leið og því er hún með bögglabera eins og sjá má á myndinni að ofan. Einn ferðafélagi hennar var reyndar með Bob trailer eins og sjá má af myndunum sem hún deilir með okkur. Eins og sést á skeytinu sem hún sendi okkur eftir ferðina þá kíkti hún í klúbbhúsið og átti ánægulega stund þar og fékk nokkur góð ráð til viðbótar.
Því miður hitti ég hana ekki sjálfur en það hefði lokað skemmtilegum hring, því 1990 ferðaðist ég frá Reykjavík um evrópu og til miðausturlanda og Egyptalands í trukk og kynntist þar m.a. ungum breta sem ég hef haldið samband við síðan. Hann hélt ferðinni áfram gegnum Pakistan, Indland, Nepal inn í Kína og til baka í gegnum Rússland. Seinna fór hann og hjólaði um Bandaríkin og hitti þessa ágætu Susan og ferðuðust þau að hluta saman um Bandaríkin. Hún er því reynd í ferðamennsku og gaman að heyra að ferðin gekk vandræðalaust fyrir sig. Hjólið kann að líta ómerkilega út við fyrstu sýn er er í raun rándýrt og vandað. Samanbrjótanleg hjól henta t.d. mjög vel þeim sem vilja eiga auðvelt með að taka hjólið með sér í lestir eða önnur almenningsfarartæki. PG.
Thanks for your advice re touring in Iceland. I made it to your clubhouse the Thurday before our trip began and enjoyed talking with some of your club members. My friends and I took a southern route through Selfoss (they turned us away from our intended route through Pingvellir because of the 1000 year festival), Gullfoss, and Landmannalaugar, then north on the Sprengisandur route to Godafoss and Myvatn. I had no trouble with the Bike Friday mountain bike but I will use wider tires next time. We were fortunate with dry weather and only two days of headwinds. I expect to return someday to ride the Kjolur route and see other areas.
The company that develops my film also posts it on the web, so if you want to see or use any of my photos, check them out.
Susan Wenberg Tucson, AZ