Sveitafélögin hjóluð saman
Förin "Hjóla sveitafélögin saman" hófst kl.12 við Sundlaug Seltjarnarness. Þar var hjólalögreglan mætt til að fylgja hópnum sem lagði upp í ferðina að Fjölskyldugarðinum ásamt fulltrúum úr sveitastjórn Seltjarnarness. Veðrið var ekki sem best 6°C, 10.m/s kaldi og rigning.

Nr1.20.5.01-c.jpg Nr.4_I.S.G_20.501-c.jpg

 

   Þegar hópurinn var kominn að gatnamótum Mýrargötu og Ægisgötu slóst borgarstjóri inn í hópinn og hjólaði með sem leið lá í Fjölskyldugarðinn þar sem boðið var upp á veitingar.

Nr.3___20.5.01-c.jpg

   Þegar var komið í Engihjallann í Kópavogi hafði  bæst í vindinn og helltust einhverjir úr lestinni. Komu fulltrúar bæjarstjórnar og slógust með í för eftir að fólk hafði þegið veitingar.

Nr.5___20.5.01-c.jpg

   Þessi mynd er tekin við mörk Garðabæjar. Í verslunarkjarnanum á Garðatorgi tóku fulltrúar úr bæjarstjórn á móti hópnum, einn fulltrúanna úr bæjarstjórn flutti nokkur orð og sagði að þetta væri gott framlag til að bæta samgöngur fyrir hjólreiðafólk. Þarna stækkaði hópurinn sem hjólaði síðan til Hafnafjarðar. Við Fjarðarkaup komu fulltrúar bæjarins í fylkinguna og hjólað var að Skátaheimilinu við Víðistaðatún þar sem boðið var upp á kaffi og kleinur.


   Þar tók Alda Jónsdóttir til máls og þakkaði fyrir hönd klúbbsins og fulltrúar frá Hafnafirði tóku líka til máls og lofuðu þetta framtak. Þá hafði hópurinn verið að hjóla í 4 tíma með stoppum í íslenskri vorblíðu :-)

   Með kveðju: Halli Tryggva. Myndir HT.
   20/05/2001

Nr.7__20.5.01-c.jpg

Nr.8___20.5.01-c.jpg

 

   Aðdragandinn:

   Umhverfisdagar sveitafélaganna
  
Nú um helgina verða "Umhverfisdagar sveitafélaganna" Það var leitað til Íslenska fjallahjólaklúbbsins um skipulagningu og framkvæmd á að "Hjóla sveitafélögin saman" sunnudaginn 20.maí. Jakob sem er í kvöldferðunum með Bjössa Finns skipulagði leiðina sem ekki var auðvelt vegna samgönguörðugleika.
   Hjólað verður á neðangreinda staði þar sem boðið verður upp á hressingu í boði sveitafélags á viðkomandi stað og takið eftir því að gert er ráð fyrir stoppi og tíminn sem gefin er upp miðast við að lagt verði af stað aftur á þeim tíma.
   Lagt af stað frá Sundlaug Seltjarnaness kl. 12:00 (Forseti bæjarstjórnar Inga Hersteinsdóttir fylgir úr hlaði efir lúðrablástur og fjör)
   Fjölskyldugarður í Laugardal kl.13:30 (Hittum Ingibjörgu Sólrúnu eða fulltrúa hennar) 
   Engihjalli Kópavogi. kl. 14:30 (hittum Sigurð Geirdal)
   Garðatorg Garðabæ. Kl. 15:30 Fjarðarkaup 15.45 (fulltrúi frá Garðabæ )
   Endað við Víðistaðatún Hafnarfirði kl. 16:00.
   Fólk ætti að hafa nægan tíma til að koma inn í hjólahópinn á þessum stöðum, einnig er hægt að koma inn hvar sem er og fólk hjólar þá vegalengd sem hentar því .Halldór Garðarsson hjá Blue Biking sem mun sjá um fylgdarbíl, varahluti s.s. slöngur og dekk. Hann mun líka geta útvegað hjól undir þá "pólitíkusa" sem ekki eiga hjól. og taka þau börn upp sem gæfust upp eða hjól sem biluðu
Hjóluð verður sama leið til baka en án þess að stoppa.kl c.a 16:15 -16:30

  Boðskapurinn er að fólk noti annað en einkabílinn til að komast á milli staða og dagskrárliða helgarinnar. Einnig er þetta ábending um hvað erfitt er að komast á milli sveitafélaga og þarft að benda pólitíkusum á það og óska eftir úrbótum.
   Nú ætlum við að hvetja sem flesta úr okkar röðum að drífa sig og sitt fólk út að hjóla til að við getum sýnt fram á aðstöðuleysið í okkar málum. Einnig vantar fólk til að vera í starfsmannajökkunum okkar og aðstoða þá sem þarf.
   Þið sem það getið hjálpað til, sendið mér tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
   Sjáumst
   Alda Jóns , Maggi B og Jakob í undirbúningsnefnd
17/5/2001

ssh20mai-c.gif
Leiðin

© ÍFHK
Ljósmyndir: Haraldur Tryggvason