Þessi maður sagði mér þegar hann heimsótti klúbbhúsið fyrir nokkrum árum að hann hefði þá hjólað um 15000 km á Íslandi og farið um flesta vegaslóða landsins. Þetta gerir hann með fullklyfjað hjól enda er hann á ferðalögum sínum að taka myndir og safna gögnum sem hann notar þegar hann skrifar ferðahandbækur.
Hann skrifaði einu ferðahandbókina sem til er á erlendum tungumálum, Island per Rad, eða Ísland á hjóli. Bókin er á þýsku og flestir hjólreiðamenn sem koma til Íslands eru einmitt frá þýskumælandi löndum og hélt Ulf að um 90% þeirra hefði bók sína til viðmiðunar á ferðum sínum hér. Bókin er til í bókasafni klúbbsins og hefur einnig verið seld t.d. í Mál og Menningu.
Þessi grein barst okkur sem tvær myndir af opnunum og læt ég ógert að vinna þær frekar en ef einhver hefði áhuga á að þýða greinina úr þýsku á íslensku þá væri gaman að birta það hér á vefnum.
Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri upplausn.