- Details
- Björn Finnsson
Hjólalögreglur
Heilsubót með hjól við fót
hjartað skjótar herðir,
endurmótar innra rót
eflir fljótar ferðir.
Bætir kjörin, býður fjör
með börnin úti að hjóla.
Fögur tjörnin, fugl og stör,
frískleg för um holt og hóla.
Þegar ég var úti að hjóla í dag sá ég tvo svartklædda karla á ferð um bæinn á hjólum, við frekari athugun kom í ljós að hér voru á ferð lögregluþjónar á nýjum fjallahjólum sem lögregluembættið hefur fjárfest í.
Voru karlar þessir hressir í bragði en hefðu mátt vera betur búnir til hjólreiða til dæmis klæddir fyrir slíkt. Voru þessir knáu knapar á hringferð um aðal útivistarsvæði borgarinnar. Vil ég óska lögregluembættinu til hamingju með hjólalögguna.
Knáir voru knapar svartir.
komnir á hjóla vakt
lögðu í ferðir býsna bjartir
báðir voru í takt.
Hjólalöggan hjálmum búin
hjálpar fólki á ferð.
Annars væri öfugsnúin
öll sú vinnugerð.
Vísur þessar urðu til við sjón þessa.
Kveðja
Bjössi.