- Details
- Heimir H. Karlsson
- Details
- Björn Finnsson
Ferðanesti, tæki og tól
til ferðalaga hlaðið.
Því ferðbúið fjallahjól
í fyrsta sæti raðið.
- Details
- Björn Finnsson
Ekkert er betra en áreynsla og þor
er orka fótanna gefur.
Þú stígur á sveifar og stefnir, í vor
á staði sem landið vort hefur.
Þú skoðar og lifir í heilbrigðum heimi
handan við ómhvellt veraldar tóm.
Losnar við armæðu af argi og eimi
ánægju nýtur við óbyggða róm.
- Details
- Alda Jónsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
Nýlega fengum við ábendingu um að það sé ekki rétt að segja "nýtt á nafinu" eins og gert hefur verið í fréttabréfi klúbbsins í mörg ár og hér á heimasíðunni frá upphafi, eða að tala um naf yfir höfuð. Ekki vildi ég nú trúa því í fyrstu en við nánari eftirgrenslan var þetta staðfest af faðir Magnúsar Bergssonar sem ku vera með fróðari mönnum í íslensku málfari. Hann skrifaði:
- Details
- DV 4. Desember 1999
- Details
Þá er enn eitt sumarið liðið og mun það skilja eftir sig minningu um einstaka veðurblíðu, og því gott tækifæri fyrir landsmenn að breyta til betri vegar og nota annað farartæki en einkabílinn.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Heimir H. Karlsson
- Details
- Heimir H. Karlsson
- Details
- Details
- Alda Jónsdóttir
Rétt eftir Verslunnarmannahelgina nánar tiltekið fimmtudaginn 5. ágúst var haldinn stofnfundur norðurlandsdeildar ÍFHK í Kompaníinu og mætti þar fólk af báðum kynum og á öllum aldri. Var þetta ekki heðbundinn fundur heldur frekar umræðufundur og reyndi ég að miðla af reynslu okkar sunnanfólks og segja aðeins frá starfseminni í Reykjavík og einnig frá félaginu sem er 10 ára á þessu ári. Norðanfólk hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og komu upp margar hugmyndir bæði varðandi félagsstarfið og ferðir sem hægt væri að fara.
- Details
- Jóhann Leósson
- Details
- Páll Guðjónsson
Föstudagskvöldið var ekið í skálann í Jökulheimum þar sem hópurinn gisti. Laugardaginn ákvað hópurinn að fara upp að jöklinum og skoða sig um og eru flestar myndirnar teknar þar. Síðan var hjólað áleiðis í átt að Veiðivötnum en vegna rigningar var minna tekið af myndum þar og á sunnudeginum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skagfirska 8an er hjólakeppni í frábæru umhverfi. Hún er ekki haldin af klúbbnum en það er óhætt að segja að félagsmenn ÍFHK og einnig HFR fjölmenntu í keppnina og var fólk almennt mjög ánægt með keppnina. Ekki voru allir að keppa að titli heldur bara að taka þátt í ferðinni og hafa gaman af.
- Details
- Björn Finnsson
Er ? lífstíll þinn sem lokuð bók
og leiðinlega skrifuð.
Ættirðu að hrista af þér mók
aðra að fá þér betri bók,
búa í líkams haginn.
Á reiðhjóli þú réttir fót
reisir brjóst og herðar.
Hjarta þitt fær heilsubót
hreysti kemur undra skjót
Og allt mun betra verða.
Almenningur að því kemur
undraskjótt í hjóla hóp.
Hver sitt hjól af tækni temur
tilfinningar aðrar hemur
unnir sér við frelsis fíkn.
Það er gagnlegt og gaman að hjóla
og gefast betri sýn
spara sér bæði spor og sóla,
sprækur með yfirsýn.
Þú hærra í sæti ert settur
en sofandi bílstjóra grey
sem gerir þér gjarnan glettur
og gangandi fólki, vei.
En það má virða til vorkunnar slíkum
að varla út um bílglugga sést,
því ekur hann oft á láni og líkum
leiðsögutæki væru honum best.
Tillit þú þarft að taka
til hesta og gangandi manns
því tillit þér býðst til baka
bjóðir þú kurteisis dans.
Björn Finnsson
- Details
- Heimir H. Karlsson
- Details
- Björn Finnsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Fleiri greinar...
- Hvílum bílinn og hjólum af stað
- Börnin í umferðinni, og öryggi þeirra
- Fyrsta ferðalagið á reiðhjóli
- Reynslusaga úr umferðinni.
- Hvernig klekkja má á Kuldabola á eyrum og hnjám
- Svipmyndir úr Hvítasunnufjölskylduferðinni á Nesjavelli 22. 23. maí 1999
- Hjólað með handaflinu einu saman.
- Erindi Helga Hjörvar, borgarfulltrúa, á Hjólaþinginu 25. mars 1999.
- Hjólaþing 1999
- Nýja klúbbhúsið okkar Brekkustíg 2
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.