- Details
- Jón Örn Bergsson
Þegar maður hyggur á ferðalög er margs að gæta, finna þarf til búnaðinn, fóðrið og fötin og raða svo eftir settum reglum á hjólið. Fyrir það fólk sem er að huga að sinni fyrstu ferð á fjallahjóli ( nú eða gamla Möve) eru hér nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.
- Details
- Kristján Heiðar J.
- Details
- Jón Örn Bergs.
- Details
- Pétur Magnússon
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin og hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi og ekki síður hættulegum björnum í norður Ameríku.
- Details
- Þýtt úr Bicycling
"Það er fullt af konum sem hjóla af alvöru og þær þurfa góð hjól." sagði Georgena Terry og sló hnefanum í borðið þegar konur fóru að sækja hana heim og kvarta yfir hjólum sem pössuðu illa og meiddu. Hún stóð við orð sín og hóf framleiðslu á hjólum sérsniðnum þörfum kvenna. "Fertug kona með hnakk sem meiðir vill ekki tala um það við 16 ára afgreiðslustrák, og hann vill ekkert heyra um slíkt."
- Details
- Páll Guðjónsson
„Hvað,.ert þú enn að hjóla i þessu veðri. Um miðjan vetur?“ „Já já. Það er ekkert að þessu veðri. Ég fór meira að segja í útilegu um síðustu helgi.“ „Nei. heyrðu. Þetta eru nú öfgar. Að ferðast á hjóli í janúar. Varstu ekki alveg að drepast úr kulda? Voruð þið ekki alltaf að fljúga á hausinn? Ekki tjaldaðir þú líka?“
- Details
- Guðbjörg Halldórsdóttir
Gleðilegt ár gott fólk!
Það má með sanni segja að það sem af er þessu ári hafi verið okkur hjólafólki í vil. Færðin öll með liprasta móti þó að örlitla snjóföl hafi fest á götum fyrir nokkru, stóð það stutt yfir. Á tíðum hefur verið hálfgerð hitamolla, þá er bara að fækka fötum. skella sér í sumarskónna og hækka í útvarpinu svo maður heyri ekki eins hvininn í nagladekkjunum þegar þau snúast um auðar götur borgarinnar. Bitnar þetta ástand á beim sem vilja snjóinn til að geta stundað vetrarsportin. en það er nú yfirleitt ekki á allt kosið í þessum efnum frekar en öðrum og sjaldan hef ég nú vitað alla ánægða með sitt hlutskipti. Þó er nú svo að í fjöllunum hefur fest þó nokkurn snjó þannig að hægt er að stunda skíða og snjóbrettaiðkun sem er feyki gott sport með hjólaíþróttinni.
- Details
- Hjólhesturinn
Framkvæmdir í Reykjavík
Eitthvað vafðist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkið borgaði nýju göngu og hjólabrúna yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaður en Ingibjörg Sólrún útskýrði það í grein til Morgunblaðsins 22.des 1995. „Vegagerð ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki.
- Details
- Jón Örn Bergsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin. Hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Gísli Guðmundsson
Einu sinni var ung stúlka er Rauðhjálma hét. Hún átti ýturfagran Bell hjálm með skyggni, rauðan á litin. Einu sinni bað mamma hennar hana að fara með mat til ömmu sinnar og hlúa að henni, en amma hennar bjó á tjaldsvæði í skóginum
- Details
- Jón Örn Bergsson
Það hefur lengi verið vitað að Ísland er kjörland hjólreiðamannsins; meðalbrekkur og meðalfjöll, meðallangt milli sjoppa, meðalgróðursnautt landslag og að meðaltali mjög magnað veðurfar. Okkur meðaljóninum finnst það allavega. En víst eru margir aðrir góðir staðir og lönd sem eru rakin dæmi um paradís hjólreiðamannsins.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er að ýmsu að huga þegar spáð er í kaup á nýju reiðhjóli en stundum gleymist aðalatriðið, að stellið sé af réttri stærð fyrir þig og að þú sitir í réttri stellingu á því.
- Details
- Páll Guðjónsson
Veðurstofa Íslands varaði við hættu vegna sjávargangs frá Reykjarnesi allt vestur á Vestfirði þann 21. febrúar síðastliðinn (1996). Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist þá brotnaði sjóvarnargarður í Reykjavík, þó nokkrar skemmdir urðu á bryggju og hafnargarði Reykhólahafnar og sjór flæddi yfir veginn í Gilsfjarðarbotni á þriggja kílómetra kafla og skemmdist vegurinn eitthvað enda mun sjódýptin á veginum hafa verið um einn metri.
- Details
- Guðbjörg Halldórsdóttir
Svona getur nú verið gaman!
Opinská lýsing ungrar konu af sinni fyrstu ferð með ÍFHK.
Helgina 8. - 10. september 1995 fór ég í mína fyrstu ferð með ÍFHK. Ferðinni var heitið um svokallaða Krakatindaleið, sem liggur að hluta til á Fjallabaksleið Syðri, hjólað skildi frá Landmannalaugum niður á Hellu í tveimur áföngum. Á laugardagsnótt var ætlunin að gista í svokölluðum Dalakofa sem er í einkaeign og klúbburinn hefur fengið að láni gegn vægu gjaldi.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú er liðið enn eitt gæfuríkt sumar fyrir hjólafólk. Aldrei hefur sést annar eins fjöldi manns hjólandi um götur borgarinnar og þetta sumar og ekki var það til að draga úr áhuganum þegar borgin tók sig til og byrjaði að rífa niður helstu farartálmana við Miklubraut, Suðurlandsbraut og víðar. Endapunkturinn i ár verður svo þegar nýja göngu- og hjólabrúin yfir Kringlumýrarbraut verður opnuð, sem verður vonandi um svipað leyti og þetta blað kemur út. Þá opnast mjög skemmtileg leið sem gerir manni kleift að hjóla vestan af Ægissíðu og allt upp í Breiðholt eða Árbæ án þess að þurfa að kljást við bílaumferðina eða þau óhreinindi sem henni fylgir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það má segja að á þessu ári höfum við hjólreiðamenn horft á byltingu í samgöngumálum okkar þar sem vaskar sveitir manna frá bænum hafa farið um margar af helstu leiðum okkar, brotið þar kanta og fjarlægt steypueyjar af gatnamótum sem gerðu ekkert annað en að hindra umferð fólks. Í staðinn komu fallegar hellulagnir og góðir flágar. Fyrir vikið hrökklast færri út í stórhættulegt bílahafið á götunum eftir að hafa gefist upp á hindrunarstökki yfir farartálma sem ómældum upphæðum hefur verið sóað í uppbyggingu á.
Fleiri greinar...
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.