- Details
- Haraldur Tryggvason
- Details
- Alda Jónsdóttir
Mikið hefur verið fjallað um breikkun Reykjanesbrautar og þar hefur komið fram það sjónarmið samgönguráðherra að banna jafnvel hjólreiðar á brautinni. Flestir eru sammála um að ekki sé hægt að hjóla í allri þeirri miklu og hröðu umferð sem líklega verður á Reykjanesbrautinni. Í hvassviðri er mjög erfitt að hjóla þegar rútur og aðrir stórir bílar þjóta fram hjá, rétt við hlið hjólreiðamannsins...
Lesið allan pistil Öldu Jóns sem birtist í MBL 26/5/2001 hér:
- Details
- Jakob Viðar Guðmundsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Alda Jóns og Haraldur Tryggva
Förin "Hjóla sveitafélögin saman" hófst kl.12 við Sundlaug Seltjarnarness. Þar var hjólalögreglan mætt til að fylgja hópnum sem lagði upp í ferðina að Fjölskyldugarðinum ásamt fulltrúum úr sveitastjórn Seltjarnarness. Lesið frásögn Haraldar Tryggva og skoðið myndirnar sem hann tók hér fyrir neðan.
Ég vil þakka klúbbfélögum fyrir frábæran stuðning við þetta verkefni "Hjólum sveitafélögin saman". Það var vaskur ÍFHK hópur sem var kjarninn í ferðinni og lét ekki veðrið aftra sér. Margir fóru alla leið og aðrir styttri spotta, meira að segja með börnin á tengihjólum eða í kerrum.
Ég verð að segja það að ég var virkilega stolt af ykkur öllum og gaman að vera í forsvari fyrir svo samheldinn hóp sem hjálpaðist að við að vinna úr því sem upp á kom. Hvort heldur það var að aðstoða í umferðinni eða fylgja fólki og hvetja áfram þegar vindhviðurnar feyktu því frekar afturábak en áfram.
Stoltur formaður ÍFHK, Alda Jóns
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Björn Finnsson
Hvernig reiðhjól hentar mér best?
Það vorar og veður batna, margir fara að huga að reiðhjólum sínum, pumpa í dekkin, þurrka rykið, smyrja og fara út að hjóla. Aðrir fara í hjólabúðirnar til að velja sér eða sínum ný reiðhjól. Kemur þá í ljós að mikill frumskógur er þar og erfitt að fóta sig á þeim stígum. Þá eru skoðanir manna afar skiptar á því hvers konar hjól henti hverjum. Grein þessari er ætlað að hjálpa þér við val á réttu reiðhjóli fyrir þig og þína notkun.
- Details
- Björn Finnsson
Um landið og borgina hafa verið lagðir vegir þar sem öll umferð landsmanna á að fara um. Víða eru síðan gangstéttir og stígar fyrir gangandi þar sem hjólreiðafólk má fara um sem gestir, að því tilskyldu að þeir trufli ekki umferð gangandi. Umferðin á götum borgarinnar getur verið hættuleg og illa er búið að umferð hjólandi þar sem götur eru oft þröngar og hraði mikill. Þar til hjólabrautir hafa verið lagðar verða ökumenn samt að deila götunum með hjólreiðafólki.
Það virðist stundum skorta skilning á þessu og stundum þar sem síst skildi eins og t.d. hjá Lögreglunni í Reykjavík eins og skjalfest er og lesa má um hér. Þetta er saga Sigurðar M. Grétarssonar sem var á heimleið dag einn, úr vinnu sinni þegar hann var stöðvaður af lögreglunni og síðar sent sektarboð fyrir það að hjóla á götunni og neita að hlýða tilmælum lögreglu um að fara af götunni. Vegfarendur eiga að hlýða tilmælum lögreglu í umferðinni en lögreglan verður líka að hafa gildar ástæður þegar hún gefur tilmæli til fólks um að breyta út frá umferðarlögum. Svo var ekki í þetta skipti sem sannast af því að þetta mál var látið niður falla eftir að Sigurður fundaði hjá lögreglustjóraembættinu með tveim fulltrúum frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum sér til aðstoðar.
Lesið alla söguna. PG
- Details
- Björn Finnsson
- Details
- Jón Örn Bergsson
- Details
- Björn Finnsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
Framljós – nýtt frá Cateye
Þá er enn einn veturinn genginn í garð og um leið tími ljósanna. Úrvalið á íslenska markaðnum hefur lítið breyst frá fyrri árum, hvað þá frá úrvali síðasta árs. Trek er þó komið með ný díóðuljós og Hjólhestinum barst í hendur glæný ljós frá Cateye. Örninn er umboðsaðili beggja framleiðenda.
Þegar þetta er ritað þá var verðið á ljósunum ekki komið né heldur var hægt að lesa um þau á heimasíðu Cateye. En það er nokkuð spennandi að vera með þeim fyrstu að skoða ljós sem eiga líklega eftir að vera á markaðnum næstu 2-4 árin. Hér eru á ferðinni smáspennuljós sem flest ganga á 2,6 – 3,0 voltum fyrir utan eitt sem gengur á 5,4 - 6,0 voltum. Þetta eru því ódýrustu ljósin frá Cateye og má gera ráð fyrir því að verðið sé í öllum tilvikum undir 3500 kr. Cateye er þegar farin að hefja framleiðslu þessara ljósa úr gagnsæju plasti sem nýtir ljósið mun betur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort það verði til þess að ljósið skíni beint í augu hjólreiðamanns með tilheyrandi truflun.
- Details
Dekk, gjarðir og fatnaður
Síðasti vetur (1999) var óvenju snjóþungur. Borgaryfirvöld hreinsuðu snjó af akvegum og bílastæðum nótt sem nýtan dag. Annað fékk að sitja á hakanum, þar á meðal stofnstígakerfið. Það væri afskaplega notalegt ef R-listinn stæði við sín fögru fyrirheit um að auka veg hjólandi og gangandi í borginni, líka á veturna. En borgin hirti hreinlega ekkert um að ryðja snjó af göngustígum nema þá ómarkvisst á afmörkuðum stöðum sem ekki dugði til samgangna.. Það er eins og D-listinn hafi aldrei farið frá eða félagarnir Einkabíllinn og Andsk… séu búnir að hrifsa til sín öll völd. Vegna þessa varð undirritaður að hugsa hlutina upp á nýtt og deila ferðalögum sínum með akandi umferð á skeindum götum borgarinnar. Ekki dugði að hringja og kvarta enda er ég ekki bíleigandi. Ekki dugði heldur að nota nagladekkin sem höfðu verið undir hjólinu seinustu 5 vetur og enst einstaklega vel, Nokian 1,9” Mount and Ground 160 nagla. Það þurfti dekk með betra snjómynstri sem gæfi kost á að hjóla um akvegi borgarinnar með sem mestu öryggi. Sem betur fer var Nokian (www.nokian.com/bike) komin með ný dekk á markaðinn sem uppfylltu óskir mínar 2,1” Extreme 296 nagla. Það þurfti aðeins að skipta um dekk að framan til að auka öryggið til mikilla muna.
- Details
- Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Hjólreiðamenn hafa lengi barist fyrir aukinni og bættri aðstöðu hvort sem er til útivistariðkunar eða til samgangna. Rök eða skýring yfirvalda á því að ekkert eða lítið sé gert, er oftar en ekki að það hjóli svo fáir á Íslandi og þá helst bara útlendingar. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) ákváðu að gera lauslega athugun á því hversu margir hjóli í raun og veru með því að telja hjólreiðamenn annars vegar á nokkrum gatnamótum milli klukkan 7 og 9 að morgni og hins vegar á einum gatnamótum yfir heilan dag. Stefnt er að því að halda þessari athugun áfram svo nákvæmara mat fáist.
- Details
- Björn Finnsson
Velkomin á vetrarslóð,
vegferð hjólamanna.
Rík af sælu, andlitsrjóð
eftir hjólreið sanna.
Fleiri greinar...
- Vetrarhjólandinn
- Hefur nokkuð verið gert í uppbygginu stofnbrautakerfis fyrir hjólafólk?
- Táklemmur
- Að hjóla til vinnu
- Félagslíkaminn
- Bíla má hvíla - á morgun
- Umgengni verkataka um göngu og hjólastíga
- Frumleg hjólastæði
- Yfir kaldan Sprengisand á Bike Friday samanbrjótanlegu fjallahjóli
- Reykjavíkurmaraþon 2000 - Svipmyndir
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.