- Details
- Björn Finnsson
Lífstíllinn
Er ? lífstíll þinn sem lokuð bók
og leiðinlega skrifuð.
Ættirðu að hrista af þér mók
aðra að fá þér betri bók,
búa í líkams haginn.
Á reiðhjóli þú réttir fót
reisir brjóst og herðar.
Hjarta þitt fær heilsubót
hreysti kemur undra skjót
Og allt mun betra verða.
Almenningur að því kemur
undraskjótt í hjóla hóp.
Hver sitt hjól af tækni temur
tilfinningar aðrar hemur
unnir sér við frelsis fíkn.
Það er gagnlegt og gaman að hjóla
og gefast betri sýn
spara sér bæði spor og sóla,
sprækur með yfirsýn.
Þú hærra í sæti ert settur
en sofandi bílstjóra grey
sem gerir þér gjarnan glettur
og gangandi fólki, vei.
En það má virða til vorkunnar slíkum
að varla út um bílglugga sést,
því ekur hann oft á láni og líkum
leiðsögutæki væru honum best.
Tillit þú þarft að taka
til hesta og gangandi manns
því tillit þér býðst til baka
bjóðir þú kurteisis dans.
Björn Finnsson