- Details
- Sesselja Traustadóttir
Í slopp með rannsóknarspjald, skrúfjárn í annarri og pumpuna í hinni, hefur Dr. Bæk birst meðal Íslendinga frá því á vordögum 2008. Hugmyndin var fengin að láni frá vinum vorum Bretum og Doktorinn fæddist á Umhverfisráðstefnu sem haldin var í Perlunni á Degi Umhverfisins þá um vorið.
- Details
- Sesselja Traustadóttir
Það voru stoltir starfsmenn og nemendur Fossvogsskóla sem komu á sviðið í Iðnó á Hjólum til framtíðar 2012 og tóku á móti viðurkenningu úr hendi Borgarstjóra; Hjólaskálin 2012 fyrir afburða eflingu hjólreiða í daglegu lífi og starfi skólans.
Fossvogsskóli býr að langri hefð fyrir öflugri hjólamenningu. Það hafa skipst á skin og skúrir í gegnum árin og þrátt fyrir erfiða hjólatengda atburði, hefur aldrei verið fallið frá því að nemendur séu ævinlega velkomnir á hjóli í skólann. Í mörg ár hefur viðmið skólans verið að nemendur í 1. bekk, séu hvattir til að koma á hjóli í skólann fyrsta vorið sitt í skólanum.
- Details
- Sesselja Traustadóttir
Skólahjólakeppni nemenda og starfsmanna í framhaldsskólum á Íslandi er fastur liður í Evrópsku samgönguvikunni 16. – 22. september:
Það er komið að því; framhaldsskólar á Íslandi eru farnir að keppa sín á milli í Hjólað í skólann! Fyrsta keppnin fór fram í Evrópsku samgönguvikunni 2012, smá í sniðum þar sem áhersla var lögð á að nemendur kæmu á hjóli í skólann einn dag vikunnar og hver skóli sendi inn hjólamynd. Verðlaun í boði Landlæknis voru 50.000 kr. til hjólaframkvæmda við skólann og féllu þau í hlut Framhaldsskólans á Húsavík.
- Details
- Árni Árnason
Það var um sumarið 2011 sem ég byrjaði að hjóla. Hafði náttúrulega hjólað sem barn og unglingur en ekkert síðan á háskólaárunum. En sem ég var að taka til í bílskúrnum varð á vegi mínum hjólgarmur sem ég hafði bjargað í hús fyrir dóttur mína og hafði staðið úti og ryðgað í heilan vetur. Ég pumpaði lofti í dekkin og fór að hjóla um næstu götur í Garðabænum. Þetta var ótrúlega gaman en ég fann fljótt að mig vantaði betra hjól. Nú varð ekki aftur snúið. Ég keypti mér þokkalegt hybrid hjól og fór að hjóla sífellt lengri vegalengdir og það lá beint við að hjóla í vinnuna. Ég hafði hugleitt að taka þátt í átakinu „hjólað í vinnuna“ en ekki lagt í það; að hjóla alla leið úr Garðabæ var ekki á hvers manns færi - hélt ég. En nú fór ég að hjóla þessa 7 kílómetra á hverjum degi og þetta reyndist ekki vera neitt mál – fyrir karl sem er að nálgast sextugt, hvað þá fyrir þá sem yngri eru!
- Details
- Sverrir Jóhannesson
Fyrir nokkrum árum fór ég að velta því fyrir mér hvort mögulegt væri að gera hjólreiðar að alvöru samgöngumáta á milli Garðabæjar og Reykjavíkur. Í mínum huga voru það bara brjálaðir menn eða íþróttahetjur sem létu sér detta í hug að fara þessa leið á reiðhjóli, hvað þá á hverjum degi og jafnvel líka yfir vetrartímann. Ég veit ekki í hvaða flokk hjólreiðamanna ég flokkast en núna fer ég þessa leið á reiðhjóli nánast daglega án þess að finnast ég vera brjálaður eða íþróttahetja. Það hefur komið mér á óvart að þetta skuli vera hægt og að maður geti jafnvel haft gaman af þessu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólastígar eiga sér ekki langa sögu á Íslandi. Í raun má sega að sú saga sé ekki hafin því ekki eru þeir komnir í umferðarlög enn.
Fyrsti eiginlegi hjólastígurinn er líklega stuttur aðskildur hjólastígur á Laugavegi sem er ágætur svo langt sem hann nær, en er ekki einu sinni á milli tveggja gatnamóta. Löngu seinna komu hjólastígar í Lönguhlíð sunnan Hringbrautar. Þeir þóttu hin mesta furðusmíð þar sem tekið var tillit til flestra annarra en hjólandi sem vildu einsleita beina og greiða leið líkt og fyrir var á akgreininni sem fór undir þetta. Enda var ekki lagt upp í þessar framkvæmdir til að að mæta þörfum hjólandi, heldur til að hægja á bifreiðum.
- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Sumir draumar geta ræst ef heppni og vilji eru fyrir hendi. Einn af draumum mínum var að kynnast landshluta þeim sem ber nafnið Vesturland. Reyndar langar mig að kynnast landinu öllu, en Vesturland var efst á óskalistanum af eftirfarandi ástæðu: Ég er Sunnlendingur að ætt og uppruna og hef til margra ára stundað atvinnu á sunnlenska hálendinu. Nú er ég nýbúi á Vestfjörðum og hef komið mér þar vel fyrir. Líf mitt hefur að mestu farið fram á Suðurlandi og á Vestfjörðum, það eru mín heimasvæði en þar á milli liggur Vesturland.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólhesturinn 7. árg. 3. tbl. okt. 1998
Það var óvissuástand í klúbbnum þegar Hjólhesturinn kom út í október 1998. Klúbburinn var við það að missa húsnæðið sitt og gekk illa að finna nýtt. Ýmsar hugmyndir voru á lofti, m.a. bygging 1200 m2 fjölnotahúsnæðis nálægt Öskjuhlíðinni sem líklega endaði undir boltafélag þegar það var byggt. Einnig var kjallarinn í Tónabæ skoðaður þar sem 365 starfar nú. Stjórnin auglýsti eftir húsnæði og gekk svo langt að lofa að „vera þægur leigjandi, stunda ekki svæsnar svallveislur né heldur hafa gæludýr“ !
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólhesturinn 7. árg. 2. tbl. júní 1998
Forsíðuna prýddi fyrsta forsíðustúlka Hjólhestsins hún Guðrún Ólafsdóttir á fullbúnu ferðahjóli. Önnur merk kona prýddi forsíðu Vikunnar á sama tíma eða Vigdís Finnbogadóttir og laumuðum við þeirri mynd í blaðið líka.
Í blaðinu var fjallað um hugmyndir Norðmanna um að takmarka umferð í miðborg Osló þegar loftmengun færi yfir hættustig, t.d. með tilliti til hvort bílnúmerið endi á oddatölu eða sléttri. Nú fimmtán árum seinna hefur þessi sama hugmynd ratað inn frumvarp til nýrra umferðarlaga.
Einnig var fjallað um breska rannsókn sem leiddi í ljós að ökufantar væru lélegir elskhugar og að meðal bretinn eyddi einu og hálfu ári af lífi sínu fastur í umferðinni.
Við birtum líka fleygar setningar úr tjónaskýrslum, hér eru nokkrar klassískar:
- Details
- Páll Guðjónsson
Fyrir 15 árum kom út 1. tbl. 7 árg. af Hjólhestinum. Að venju var hann sneisafullur af fróðleik fréttum og ferðasögum. Hér sést það í fyrsta skipti í lit enda var það í fyrsta skipti sem blaðið var unnið með litmyndum og hefur verið varðveitt í sinni upprunalegu mynd. Liturinn hvarf um leið og blaðið var prentað enda höfðum við ekki efni á slíku.
Félagsgjaldið var 1500 kr sem væri yfir 3000 kr framreiknað i dag en það er þó aðeins litlar 2000 kr. í dag.
Alda Jóns, þáverandi formaður, skrifaði ferðasöguna um fjölskylduferð um Kjöl.
Við fjölluðum um ýmiskonar sérhönnuð hjól fyrir fatlaða í máli og myndum. enda er útivist fyrir alla.
Magnús Bergs gaf góð ráð við val á hjólum og tengivögnum.
Jón Örn Bergs fjallaði um umferðarofbeldi og margt fleira athyglisvert var í blaðinu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var margt fróðlegt í sextánda Hjólhestinum sem kom út í október 1997.
Forsíðuna prýddi hress hópur í ferð með klúbbnum frá Hvítárvatni sem bar Hjólhestinn á höndum sér.
Jón Örn Bergsson teiknaði allar forsíður Hjólhestsins fram að þessu ásamt flestum öðrum teikningum í blöðunum en þetta var í síðasta skipti sem teiknimyndafígúran skrýddi forsíðu fréttablaðsins. Við vorum farin að nota ljósmyndir í blaðinu sem var óhugsandi með þeirri prenttækni sem við notuðum fyrstu árin. Hjólhesturinn lifir samt enn í merki blaðsins og aldrei að vita hvenær hann stekkur fram á sjónarsviðið aftur.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var um margt fjallað í Hjólhestinum, fréttablaði ÍFHK, sem kom út í maí 1997. Ekki þóttu yfirvöld standa sig í snjómokstri þann veturinn. Guðrún Þorláksdóttir upplifði sig annars flokks þegar hún ætlaði að leggja gamla hjólgarminum og fá sér almennilegt hjól en var sagt að slíkt væri bara ekki í boði fyrir konur. Við sýndum teygjuæfingar fyrir hjólreiðamenn, fjölluðum um loftgæði og vorum með ýtarlega grein um undirbúning fyrir ferðalög á reiðhjóli.
Hjólhesturinn sjálfur baðaði sig fyrir framan Hjálparfoss í Þjórsárdal og óskaði fólki gleðilegs ferðasumars.
- Details
- Fréttablaðið
Það færist sífellt meir í vöxt að Íslendingar hjóli stóran hluta ársins, sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Einn þeirra er Fjölnir Björgvinsson, nýkjörinn formaður Fjallahjólaklúbbsins, sem keypti fyrsta alvöruhjólið sitt fyrir tíu árum. Hann hefur notað hjólið sem aðalsamgöngutæki á þessu tímabili enda eru hjólreiðar að hans sögn góður kostur til að sameina útiveru, hreyfingu og sparnað.
- Details
- Vefstjóri
Starfsárið hófst á því að ég var kjörinn formaður, hér um bil öllum óþekktur og fjarstaddur á aðalfundi, en með ágætis meðmæli frá Örlygi - svo það var nokkur áhætta tekin. Árið leið svo ‘venju samkvæmt’ og í raun hefði ég getað lesið skírslu formanns frá í fyrra án þess að nokkur hefði tekið eftir neinu.
- Details
- Erla Þórdís Traustadóttir
Ég var talin svolítið spes þegar ég flutti til Íslands 16 ára gömul. Ég hjólaði allra minna ferða og gerði vinum mínum lífið „leitt“ því bíllinn var þeirra eini valkostur og því „urðu“ þeir að sækja mig. Ekki var í boði að hjóla niður Laugaveginn(„rúnta“) og fara í bíó á hjóli :) Ég var einfaldlega ekki jafn töff og þau að eignast bíl á 17 ára afmæli mínu, enda vissu foreldrar mínir auðvitað langt á undan mér og mörgum öðrum að hljólið er sjálfsagður ferðamáti (sérstaklega innan bæjarmarka).
- Details
- Páll Guðjónsson
Meðal helstu markmiða bæði Fjallahjólaklúbbsins og LHM er að auka reiðhjólanotkun og standa fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi og hefur það verið gert með stæl. Tvö síðustu ár gáfum við út hjólreiðabæklinga í samtals 24.000 eintökum sem dreift var samhliða Hjólað í vinnuna keppninni og verður restinni dreift á þessu ári. Þar var áherslan á að ná til þeirra sem voru að prófa í fyrsta skipti að hjóla reglulega til vinnu, auka öryggi þeirra með fræðslu um tækni samgönguhjólreiða og kveða niður sumar af þeim mýtum sem tengdar eru hjólreiðum og fæla suma frá þeim, einnig var fjallað um ótal kosti hjólreiða.
- Details
- Ursula Zuehlke og Jens Kristinn Gíslason
Hjólið er eins manns/einnar konu faratæki – eða hvað? Þó hjólakona uppgvötvi að hún eigi von á barni, er engin ástæða til að hætta að hjóla. Margar skoðanir eru á því hversu lengi óléttar konur megi hjóla, en einnig að það sé í fínu lagi að hjóla alla meðgönguna. Algengt ráð er að konur breyti lífsmynstri ekki mikið að óþörfu á meðgöngu, þ.e. vanar hjólakonur ættu að halda áfram að hjóla, en óvanar ættu að bíða fram yfir fæðingu með að byrja. Það fer ekki bara eftir viðhorfi, heldur einnig eftir gerð og stillingum hjólsins; ágætt er að hækka stýrið og á síðustum vikum meðgöngu gæti verið þægilegt að hjólið sé með dömusniði svo að líkamsstaðan sé upprétt og maginn komist vel fyrir. Besti mælikvarðinn er hvernig tilvonandi mömmu líður á hjólinu sínu. Ávinningurinn af hollri hreyfingu er mikill, bæði fyrir móður og barn, og hættan á að detta er einnig til staðar á leiðinni út á bílastæði.
- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Hvað eiga veikindi og áhugamál sameiginlegt? Bakteríur. Hér er saga af hjólabakteríu. Hún helltist yfir undirritaðan þegar hann var orðinn rúmlega fertugur. Allflestir kannast við að fá kvef af og til um ævina. Svo kemur skaðræðis lungnabólga einhvern tímann. Þannig er minni hjólabakteríu háttað. Auðvitað andskotaðist ég þvers og kruss um sveitina, sem krakki, loksins þegar mér tókst að læra að hjóla. Seinna meir, sem námsmaður í flatri þýskri borg með reiðhjólamenningu, gaus upp áhugi á reiðhjólinu og kostum þess. Hann varð eftir í Þýskalandi. Nú loksins er „lungnabólgan“ komin.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þessi bók er eins og skrifuð með mig í huga. Ég ferðast iðulega þannig að ég finn mér 20-80 km hringleið, kem mér á áfangastað á bíl með hjólið aftan á, og hjóla svo í hring, aftur að bílnum eða í náttstað, tek jafnvel annan hring ef stutt er liðið á daginn.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólreiðar eru eitt árangursríkasta og hagkvæmasta tæki sem völ er á til að bæta lýðheilsu, draga úr offitu, hjartasjúkdómum, streitu, þunglyndi og mengun. Því ætti að efla og hlúa að hjólreiðum. En getur verið að stjórnvöld séu að kæfa þær með óþarfa boðum og bönnum og fjársvelti til málaflokksins?