- Details
- Páll Guðjónsson
Veðurstofa Íslands varaði við hættu vegna sjávargangs frá Reykjarnesi allt vestur á Vestfirði þann 21. febrúar síðastliðinn (1996). Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist þá brotnaði sjóvarnargarður í Reykjavík, þó nokkrar skemmdir urðu á bryggju og hafnargarði Reykhólahafnar og sjór flæddi yfir veginn í Gilsfjarðarbotni á þriggja kílómetra kafla og skemmdist vegurinn eitthvað enda mun sjódýptin á veginum hafa verið um einn metri.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú er liðið enn eitt gæfuríkt sumar fyrir hjólafólk. Aldrei hefur sést annar eins fjöldi manns hjólandi um götur borgarinnar og þetta sumar og ekki var það til að draga úr áhuganum þegar borgin tók sig til og byrjaði að rífa niður helstu farartálmana við Miklubraut, Suðurlandsbraut og víðar. Endapunkturinn i ár verður svo þegar nýja göngu- og hjólabrúin yfir Kringlumýrarbraut verður opnuð, sem verður vonandi um svipað leyti og þetta blað kemur út. Þá opnast mjög skemmtileg leið sem gerir manni kleift að hjóla vestan af Ægissíðu og allt upp í Breiðholt eða Árbæ án þess að þurfa að kljást við bílaumferðina eða þau óhreinindi sem henni fylgir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það má segja að á þessu ári höfum við hjólreiðamenn horft á byltingu í samgöngumálum okkar þar sem vaskar sveitir manna frá bænum hafa farið um margar af helstu leiðum okkar, brotið þar kanta og fjarlægt steypueyjar af gatnamótum sem gerðu ekkert annað en að hindra umferð fólks. Í staðinn komu fallegar hellulagnir og góðir flágar. Fyrir vikið hrökklast færri út í stórhættulegt bílahafið á götunum eftir að hafa gefist upp á hindrunarstökki yfir farartálma sem ómældum upphæðum hefur verið sóað í uppbyggingu á.
- Details
Haustið 1993 afhenti klúbburinn fulltrúum borgarinnar undirskriftalista um bætta aðstöðu til handa hjólreiðamönnum. Um svipað leiti sendi klúbburinn bréf til Dómsmálaráðuneytisins um að bæta við í umferðamerkjaflóruna merki sem varar bílstjóra við hjólandi umferð. Fljótlega upp úr áramótunum var stofnuð hjólanefnd innan borgarkerfisins sem átti að skila af sér tillögum um úrbætur fyrir kosningar. Fengu hagsmunasamtök fatlaðra og Fjallahjólaklúbburinn að koma með sínar tillögur.
- Details
- Óskar Dýrmundur Ólafsson
Þann 23. nóvember síðastliðinn markaði hjólahreyfíngin sér tímamót. Haldinn var stofnfundur að heildarsamtökum fyrir hjólreiðamenn á Íslandi sem 80 manns sóttu. Samtökin eru stofnuð til þess að styðja við bakið á þeim hjólafélögum sem fyrir eru og hvetja til stofnunar nýrra félaga sem öll hafa það sameiginlega markmið: að efla hjólreiðar á Íslandi.
- Details
- Guðrún Ólafsdóttir
Versla í matinn? Hjóla með börnin? Komast í vinnuna án þess að vera sveitt og illa lyktandi allan daginn? Ferðast? Komast klakklaust í gegnum daginn án þess að verða undir bíl? Kljást við veðrið?
Já, hvernig er þetta hægt á reiðhjóli? Þeir sem nota reiðhjól dags daglega eru oft spurðir hvernig þeir fara að, hvernig þeir komist leiða sinna í flestum veðrum o.s.frv. Það er allt hægt ef viljinn til að breyta er fyrir hendi. Það sem þarf er hugarfarsbreyting og jákvæðni.
- Details
- Sonja Richter
Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hafa uppgötvað hjólreiðar. Það eru til staðir á Íslandi sem eru til fyrirmyndar fyrir hjólandi og gangandi umferð. Víðidalurinn er einn af þessum stöðum. Allar aðstæður þar eru til fyrirmyndar. Göngustígarnir eru tvískiptir, annar helmingurinn fyrir hraða umferð og hinn fyrir hæga umferð. Þótt að landsmenn séu ekki allir búnir að uppgötva til hvers þetta strik er eiginlega þá er þetta spor í rétta átt. Það er meira að segja sér hestastígur. Hrifningin snarminnkaði hins vegar þegar ég komst í kast við hestamennina þar í fyrsta sinn. Hingað til hef ég ekkert haft á móti hestamönnum. Ég þekki meira að segja persónulega nokkra hestamenn og þeir eru ekkert verri en gengur og gerist.
- Details
- María Dögg Hjörleifsdóttir
Við sem hjólum að staðaldri þekkjum öll þá fordóma sem fylgja hjólreiðum. Hver þekkir t.d ekki setningar eins og: "Ertu alveg brjáluð/aður að hjóla í þessu veðri", eða: "Á ég ekki bara að skutla þér".
Fólk sem segir svona lagað veit greinilega ekki af hverju það er að missa. Það er einmitt tilgangurinn með þessari grein, að sýna fram á þessi undraverðu áhrif sem hjólreiðar hafa á líkamann og grufla aðeins í matarræðinu.
- Details
Að undanförnu hafa fjölmiðlar keppst um að kynna kostnaðarsamar
framkvæmdir varðandi stofnbrautir í borginni. Þar er um að ræða
breikkun Vesturlandsvegar og Miklubrautar, einnig mislæg gatnamót við
Höfðabakka og Kringlumýri.
Sífellt er verið að gera umhverfi okkar ónáttúrulegra með meira malbiki
og steinsteypu. Þessar framkvæmdir eru einungis til þess fallnar að
auka hraða, slysahættu, hávaða og þar með fyrringu. Þessi umfjöllun í
fjölmiðlum hefur verið afskaplega einhliða og virðist sem svo að ekki
sé það spurning hvort af þessum mannvirkjahryllingi verður heldur
hvenær af honum verður.