- Details
- Páll Guðjónsson
Eins og áður hefur komið fram í Hjólhestinum er nú verið að byggja upp net hjólreiða- og göngustíga um Bretland sem mun innan 8 ára spanna 10000 km og liggja innan 3. km frá heimilum 20. milljóna Breta. Eftirfarandi er að mestu bein þýðing á kynningarefni Sustrans (Sustainable Trans-port) sem stendur að uppbyggingu hjólanetsins (National Cycle Network) með stuðningi Millenium (árþúsund) nefndarinnar, lottópeninga, samtaka bifreiðaeigenda auk fjölda annarra. Það væri vonandi að íslenskir stjórnmálamenn hefðu jafn ábyrga framtíðarsýn en stæðu ekki í endalausri uppbyggingu vegakerfisins sem aftur kallar á aukna umferð eins og margsannað er. í könnun eftir hvíldardag bílsins í haust kom í ljós að mikill meirihluti Reykvíkinga vill draga úr einkabílanotkun en finnst vanta betri aðstöðu fyrir göngur og hjólreiðar og aukna þjónustu almenningsvagna.
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftirfarandi eru glefsur úr framlagi Súsönnu Svavarsdóttur til íslenskrar kvennabaráttu sem birtist í því annars ágæta blaði: Vera „blað kvennabaráttu“, mars 1996 sem gefið er út af Samtökum um kvennalista.
- Details
- Óskar Dýrmundur Ólafsson
Eins og alþjóð er kunnugt þá hleypti Reykjavíkurborg af stað árlegum hvíldardegi bílsins 22. ágúst síðastliðinn. Dagurinn var fjármagnaður að hluta til með styrk frá evrópsku samtökunum „Car free cities“ (bíllausar borgir) og á móti lagði Reykjavíkurborg það til sem uppá vantaði. Fyrirtæki og stofnanir tóku svo þátt í að kynna daginn með kostun á auglýsingum. Markmiðið með hvíldardeginum var fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umferðar á umhverfið, heilsu fólks og efnahag þjóðfélagsins og einstaklingsins.
- Details
- Ritnefnd
- Details
- Guðmundur Bogason
Margir ráku upp stór augu hérna um árið þegar tveir lögreglumenn Júlíus Óli og Björn Gíslason birtust einn sumardaginn 1994 á reiðhjólum í miðborg Reykjavíkur í lögreglubúning, með hvíta reiðhjólahjálma og hliðartöskur á hjólunum sem í voru nauðsynlegur búnaður til starfans.
- Details
- Óskar Dýrmundur Ólafsson
Mikilvægi þess að við getum séð fyrir okkur hvernig við viljum lifa
okkar lífi í framtíðinni er mikið í ljósi þeirra öru breytinga sem við
búum við nú á þröskuldi 21. aldarinnar. Þegar hugsað er um framtíðina þá
er hentugt að notast við það sem hugsuðir hafa skýrt "Utopiu" eða
fyrirmyndarsamfélagið. Ganga sumir svo langt að segja að án "Utopiu" þá
verði hið mannlega og lífvænlega undir í baráttunni við innantóma
tæknidýrkun í nafni framfara [Paul Goodman, anarkisti og rithöfundur].
- Details
- Bicycling
Veist þú hvernig tilfinning það er að hjóla kasólétt þegar framendi hnakksins stingst í magann? Hefur þú hjólað með lærin 45 gráður út í loftið? Eða horft á púlsmælinn sýna afslöppuð 120 slög á mínútu þegar þú stendur á öndinni eins og áttræður astmasjúklingur að bera hjólið upp úr kjallaranum? Þetta eru bara nokkur atriði sem þú myndir venjast ef þú, eins og ég, heldur áfram að hjóla löngu eftir að aðrar óléttar konur eru hættar að fara í gönguferðir.
- Details
- Magnús Bergsson
Svona umferðarþing eins og var haldið 9. og 10. maí 1996 eiga sér ekki langa sögu en þau eru haldin þriðja hvert ár. Hingað til hefur þetta verið samkoma ýmissa aðila er tilheyra eða tengjast að einhverju leiti bílanotkun, bílaumferð og eða allri vélknúinni umferð. Það varð þó breyting á að þessu sinni því hjólreiðafólk fékk veður af þessu þingi í tíma og með tilkomu Landssamtaka hjólreiðamanna þótti tilvalið að koma með sjónarhorn þeirra í ræðupúlt. Var því Guðbjörg Halldórsdóttir fengin sem frummælandi frá Landssamtökunum. Frá Fjallahjólaklúbbnum mættu Magnús Bergsson og Haraldur Tryggvason.
- Details
- Guðbjörg Halldórsdóttir
Hér er erindið sem Guðbjörg Halldórsdóttir flutti á umferðaþinginu 10. maí 1996:
- Details
- Ritnefnd
- Details
- Gísli Jónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
"Umhverfismengun er alheimsvandamál sem lætur engan ósnortinn. Við vitum að gróðurhúsaáhrifin eru staðreynd en ekki hugarórar umhverfisspámanna um endalok jarðar. Barátta mannsins gegn eigin mengun er hafin. Hér á landi erum við farin að verða vör við mengunina og hver og einn hlýtur að spyrja sig: Hvað er hægt að leggja af mörkum til að draga úr þeirri ógn sem mengun er í lífríki jarðar."
- Details
- Jón Örn Bergs.
- Details
- Pétur Magnússon
- Details
- Guðbjörg Halldórsdóttir
Gleðilegt ár gott fólk!
Það má með sanni segja að það sem af er þessu ári hafi verið okkur hjólafólki í vil. Færðin öll með liprasta móti þó að örlitla snjóföl hafi fest á götum fyrir nokkru, stóð það stutt yfir. Á tíðum hefur verið hálfgerð hitamolla, þá er bara að fækka fötum. skella sér í sumarskónna og hækka í útvarpinu svo maður heyri ekki eins hvininn í nagladekkjunum þegar þau snúast um auðar götur borgarinnar. Bitnar þetta ástand á beim sem vilja snjóinn til að geta stundað vetrarsportin. en það er nú yfirleitt ekki á allt kosið í þessum efnum frekar en öðrum og sjaldan hef ég nú vitað alla ánægða með sitt hlutskipti. Þó er nú svo að í fjöllunum hefur fest þó nokkurn snjó þannig að hægt er að stunda skíða og snjóbrettaiðkun sem er feyki gott sport með hjólaíþróttinni.
- Details
- Hjólhesturinn
Framkvæmdir í Reykjavík
Eitthvað vafðist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkið borgaði nýju göngu og hjólabrúna yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaður en Ingibjörg Sólrún útskýrði það í grein til Morgunblaðsins 22.des 1995. „Vegagerð ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki.
- Details
- Jón Örn Bergsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Gísli Guðmundsson
Einu sinni var ung stúlka er Rauðhjálma hét. Hún átti ýturfagran Bell hjálm með skyggni, rauðan á litin. Einu sinni bað mamma hennar hana að fara með mat til ömmu sinnar og hlúa að henni, en amma hennar bjó á tjaldsvæði í skóginum