Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Details
Sesselja Traustadóttir
Sesselja Traustadóttir
22. apríl 2015

Sektir á meðal svartra svana

- með Sesselju Traustadóttur á VeloCity Global í Ástralíu 2014

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
08. mars 2015

Töfralækningin blasir við

Hjólreiðar, dans og jafnvel meira kynlíf getur verið áhrifaríkara en lyf þegar kemur að því að bæta heilsuna samkvæmt nýrri skýrslu frá the Academy of Medical Royal Colleges. Skýrsluhöfundar skora á lækna að benda á mikilvægi reglulegrar hreyfingar.

Meira …

Details
Ásbjörn Ólafsson
Ásbjörn Ólafsson
07. mars 2015

Samgöngustyrkur – hvað er það?

Í reglum í skattmati er launagreiðendum gert kleift að borga launþegum að hámarki kr. 7.000.- á mánuði vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að því gefnu að undirritaður sé formlegur samningur  um að launþegi nýti almenningssamgöngur eða vistvænan ferða­máta. Launþegum/stéttarfélögum er einnig heimilt að greiða allt að kr. 55.000.- fyrir heilsurækt skv. ákveðnum skilyrðum þar um. Þetta eru  þær upphæðir sem eru undanþegnar skatti en upphæðir umfram það teljast skattskyldar.

Meira …

Details
Sesselja Traustadóttir
Sesselja Traustadóttir
06. mars 2015

Hjólað um Ísland – nú eða farið í rútu!

Ferðamenn sem fara á reiðhjólum um landið hafa tekið fagnandi á móti kortinu Cycling Iceland. Það kom fyrst út árið 2013, þar sem reynt var að draga saman alla hjólaþjónustu landsins og síðan kom út virkilega skemmtilegt kort 2014, þar sem unnið var mun ítarlegra og sérhæfðara landskort með nauðsynlegum upplýsingum fyrir hjólandi ferðamann.

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
06. mars 2015

Upptökur af hjólaráðstefnum

Undanfarin fjögur ár hafa verið haldnar nokkrar afar metnaðarfullar hjólaráðstefnur sem LHM og Hjólafærni á Íslandi hafa staðið fyrir eða komið að. Margir erlendir gestir hafa heimsótt Ísland í tengslum við þessar ráðstefnur auk fjölda íslenskra fyrirlesara. Allt hefur þetta verið tekið upp og er hægt að horfa eða hlusta á þessa fyrirlestra á vef Landssamtaka hjólreiðamanna lhm.is

Meira …

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
06. mars 2015

Hjólað með Reykjavíkur­maraþoni

Félagar í Fjallahjólaklúbbnum hafa í mörg ár hjólað með í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst sem lið í fjáröflun klúbbsins.

Meira …

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
06. mars 2015

Breytingar á umferðarlögum

Frumvarp til breytinga á umferðarlögum  var lagt fram á Alþingi í haust. Í því voru m.a. lagðar til breytingar á skilgreiningum og reglum um svo kallaðar rafvespur eða rafskutlur, sem heita samkvæmt frumvarpinu „létt bifhjól í flokki 1”, það eru tæki sem ekki komast hraðar en 25 km/klst. (hér eftir kallaðar skutlur).

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
06. mars 2015

Hvaða farartæki er þetta?

Reiðhjól komu til landsins fyrir 125 árum og menn vita hvað er átt við þegar reiðhjól ber á góma. Nema á Alþingi því í umferðarlögum eru öll tækin hér fyrir ofan sett undir skilgreininguna reiðhjól.

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
06. mars 2015

Reiðhjól á Íslandi í 125 ár

„Fyrstu fregnir af notkun reiðhjóla á Íslandi birtust í tímaritinu Fjallkonunni árið 1887. Greinin fjallaði um hæfileika kvenna og að þær gætu jafnvel skarað fram úr karlmönnum. Þar var orðið hjólhestur notað í fyrsta sinn. Fyrstu reiðhjólin sem vitað er að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890“. „Reiðhjól voru fyrst í fárra eigu og þóttu nýstárleg mitt í hestaumferðinni.“

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
30. maí 2014

Skemmtileg skrúðreið

Ef þú labbar rólega milli staða ættir þú ekki að koma á áfangastað í svitakófi líkt og þú hefðir hlaupið alla leiðina. Það sama á við þegar farið er á milli staða á reiðhjóli, það þarf enginn að koma kófsveittur á áfangastað.

Meira …

Details
Ómar Smári Kristinsson
Ómar Smári Kristinsson
26. maí 2014

Hörmungatúrismi

Hörmungatúrismi er útbreiddari en margur kynni að halda. Fjöldi fólks fær mikið út úr því að skoða gamla pyntingaklefa, vígvelli og staði sem hafa orðið illa úti í allskyns hamförum. Íslendingar kynntust þessu eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000 og eitthvað var um að fólk gerði sér ferð í draugahverfin nýju eftir efnahagshrun. Það sem fyrst og fremst verður illa úti á Íslandi er jafnframt það sem flestir kjósa að skoða, þ.e. náttúra landsins. Sá fjöldi fólks sem skoðar Kárahnjúka í dag er margfaldur á við fjöldann sem þangað fór áður en staðnum var rústað. Framkvæmdin var að sjálfsögðu mikil kynning og nýjir vegir gerðu svæðið aðgengilegt almenningi en hörmungatúrismi er það engu að síður.

Meira …

Details
Filippía Þ. Guðbrandsdóttir
Filippía Þ. Guðbrandsdóttir
24. maí 2014

Hjólið varð mitt haldreipi

Sameiginleg saga mín og reiðhjólsins er ekki ýkja löng. Ég er nýlega skriðin í sextugt og er stolt af því. Fyrsti hjólatúrinn var á  reiðhjóli bróður míns þegar ég var 7 ára. Ég stalst til þess og það var í fyrsta og jafnframt síðasta sinn, því á alltof stóru DBS strákahjóli  var ég tilneydd að hjóla “undir slá”. Hver veit nú hvað það er í dag .. !

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
07. apríl 2014

Ekki bara fjallahjól

Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli 5. júlí 1989 og hefur því starfað í aldarfjórðung á þessu ári. Stofnendur og félagsmenn ÍFHK voru um margt frumkvöðlar í ferðamennsku á reiðhjólum við íslenskar aðstæður. Fjallahjólin voru ný á þessum tíma og auðvelduðu bæði ferðir um fjöll og firnindi en líka ferðir í borgum því á þessum tíma voru flágar sjaldséðir á gangstéttum. Það var því kannski eðlilegt að kenna hinn nýstofnaða klúbb við það farartæki enda varð fjallahjólið fljótlega allsráðandi á markaðinum hérlendis. Af og til hefur komið til tals að breyta nafninu en ávallt verið ákveðið að halda í þetta gamalgróna og þekkta nafn. Sögu klúbbsins má lesa á vef klúbbsins og raunar  líka sögu hjólreiða á Íslandi frá upphafi.

Meira …

Details
Hrönn Harðardóttir
Hrönn Harðardóttir
07. apríl 2014

Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins

Kíktu með í ferð með okkur

Ég ætlaði varla að þora að mæta í mína fyrstu þriðjudagskvöldferð.  Ég hélt að allir í Fjallahjólaklúbbnum hlytu að vera í þrusuformi, á eðalhjólum og spandexklæddir frá toppi til táar.  Verandi miðaldra, gigtveik, allt of þung kona, á ódýru byggingavöruverslunarhjóli hafði ég áhyggjur af því að ég ætti ekkert erindi í þennan félagsskap.  Ég byrjaði að hjóla af því ég var ekki göngufær lengur sökum ofþyngdar.  Framundan var utanlandsferð með gönguklúbbnum mínum og ég var ekki í neinu formi til að taka þátt.  Ég setti  mér það markmið um vorið  að koma mér í betra form með því að synda daglega og hjóla til vinnu svo ég þyrfti ekki að hanga ein á barnum á meðan göngufélagar mínir spændu sprækir upp um fjöll og firnindi.  Þetta heppnaðist ljómandi vel, ég var allt önnur manneskja um haustið og plumaði mig vel í gönguferðinni,  svo ég ákvað að taka dæmið lengra og hjóla um veturinn og komast í enn betra form.  Ég rakst á Fjallahjólaklúbbinn á netinu og heillaðist af starfseminni, sérstaklega því að allt starf er þar unnið í sjálfboðavinnu.

Meira …

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
07. apríl 2014

Velo-City ráðstefnan 2013

Velo-city ráðstefnurnar eru haldnar af Hjólreiðasamtökum Evrópu, ECF, sem Landssamtök hjólreiðamanna eru aðili að. Þetta eru stærstu hjólaráðstefnur sem haldnar eru í heiminum  árlega til skiptis í Evrópu eða í annarri heimsálfu. Þegar hún er utan Evrópu er hún kölluð Velo-city global. Þær borgir sem vilja standa framarlega í hjólreiðum og vera hip og kúl keppast um að fá ráðstefnuna til sín.

Meira …

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
31. mars 2014

Hlutdeild hjólreiða

Hjólreiðar hafa aukist mikið undanfarin ár eins og menn hafa orðið varir við en mikilvægt er að upplýsingar séu til um breytingar á vali fólks á ferðamátum og að hægt sé að bera saman upplýsingar milli tímabila. Ýmiskonar gögnum hefur verið safnað um ferðamáta fólks svo sem skoðanakannanir, ferðavenjukannanir og talningar. Allar þessar upplýsingar staðfesta breytingar á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu þó þær séu gerðar með ýmsum hætti og gefi mismunandi upplýsingar. Það sem gefur besta mynd af aukningu hjólreiða eru skoðanakannanir sem Reykjavíkurborg hefur látið gera í um 10 ár í okt. - des. Hér eru niðurstöður úr þeim teknar saman.

Meira …

Details
Vefstjóri
Vefstjóri
10. október 2013

Enn eru ónýttir möguleikar í ferðaþjónustunni

Enn eru ónýttir möguleikar í ferðaþjónustunni var yfirskrift fróðlegrar samantekar í Bændablaðinu 19. september síðastliðinn þar sem Íslenski fjallahjólaklúbburinn kom meðal annars við sögu og rætt var við Geir Harðarson ritara ÍFHK.

Meira …

Details
Sesselja Traustadóttir
Sesselja Traustadóttir
28. July 2013

Hjólaþjónusta um allt land á nýju korti

Nú er hafin frí dreifing á kortinu „Cycling Iceland 2013 with route map of public transport around Iceland“. Á kortinu eru nánast allar upplýsingar um reiðhjólatengda þjónustu. Viðar á Húsavík og Þorsteinn á Króknum; þeir og urmull annarra landsmanna reyndust liðtækir í hjólaviðgerðum þegar farið var að rýna í hjólakjörin allt í kringum landið.

Meira …

Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
23. apríl 2013

Þrjár hjólaráðstefnur á tveim árum

Hjólað til framtíðar var yfirskrift þriðju ráðstefnunnar um málefni hjólandi vegfarenda á síðustu tveim árum. Áherslan var á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi.

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Ísland, hét málþing haldið var í febrúar 2012. Það var liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi og fjallaði um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku á Íslandi, hver staðan er og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri.

Meira …

Details
Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
23. apríl 2013

Aðild að LHM

LHM hefur frá stofnun unnið mikið starf til eflingar hjólreiða ásamt öðrum hjólreiðafélögum. Við viljum gjarnan fá áhugasama einstaklinga og félög til liðs við okkur til að efla hjólreiðar á Íslandi.

Félög og einstaklingar geta sótt um aðild að samtökunum með því að senda bréf á póstfang samtakanna eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einstaklingar geta einnig fylla út umsóknarform frá vef LHM. Nánari upplýsingar eru á vef samtakanna www.LHM.is: Aðild að LHM.

Fleiri greinar...

  1. Fröken Reykjavík hjólar
  2. Dr. Bæk sem vorboðinn ljúfi
  3. Hjólaskálin í Fossvogsskóla 2012
  4. Hjólað í skólann
  5. EFLA & hjólreiðar - Árni

Síða 4 af 13

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10

Fjallahjólaklúbburinn
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691

Vafrakökur og persónuvernd

Vefur unninn af Hugríki.is.