- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Hjólreiðamenn hafa lengi barist fyrir aukinni og bættri aðstöðu hvort sem er til útivistariðkunar eða til samgangna. Rök eða skýring yfirvalda á því að ekkert eða lítið sé gert, er oftar en ekki að það hjóli svo fáir á Íslandi og þá helst bara útlendingar. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) ákváðu að gera lauslega athugun á því hversu margir hjóli í raun og veru með því að telja hjólreiðamenn annars vegar á nokkrum gatnamótum milli klukkan 7 og 9 að morgni og hins vegar á einum gatnamótum yfir heilan dag. Stefnt er að því að halda þessari athugun áfram svo nákvæmara mat fáist.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Jói Leós.
- Details
- Björn Finnsson
Félagslíkaminn er nú á hröðu vaxtaskeiði unglingssins og má segja að þar springi margt út. Félögum fjölgar, ferðir blómstra, viðgerðaraðstaðan með öllum góðu verkfærunum laðar að sér félagsmenn til umhirðu hjólanna. Nýstækkuð setustofan býður sífellt fleiri velkomna í hlýlegan faðm sinn með umræðum, kaffisopa, myndum, myndböndum, frásögnum, leiðbeiningum, blöðum og skipulagi lífs og ferða.
- Details
- Árni Þór Sigurðsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslandsvinurinn góði Ulf Hoffmann sendi okkur grein sem hann skrifaði og birtist í nýjasta hefti RadZeit þar sem fjallað er um klúbbinn, landið og manninn sem er jafn frægur og Björk, Magnús Bergsson. Einnig kemur hjólaferð Mick Jagger á Ísafirði við sögu og fl.
- Details
- Jóhann Leósson
- Details
- Alda Jónsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður að teljast til stórtíðinda fyrir hjólreiðafólk að nú lyggur fyrir Alþingi tillaga um að hjólreiðastígar komist inn á vegalög, sjá nánar hér. Einnig liggur fyrir tilllaga til þingsályktunar um skipan nefndar um hönnun og merkingar hjólreiðabrauta, sjá nánar hér fyrir neðan.
Í greinargerðunum segir meðal annars:
"Löngu tímabært er að gefa meiri gaum að umferð hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda í samgöngumálum á Íslandi. Sú umferð er hluti af eðlilegri útivist og íþróttaiðkun, veitir holla hreyfingu og fellur afar vel að nútímaviðhorfum til umhverfismála enda fylgir henni hvorki hávaði né mengun af öðrum toga. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að betri þjónusta við þessa tegund umferðar leiði til þess að landsmenn tileinki sér hana í auknum mæli.
Frumvarp þetta er lagt fram til að veita mikilvægum göngu- og hjólreiðastígum eðlilegan sess í vegakerfi landsins."
Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessarra mála á næstunni og virkilega spennandi að sjá þennan velvilja í okkar garð og af orðalagi greinargerðanna að dæma, erum við sem höfum beitt okkur fyrir málefnalegri umræðu og öflugri kynningarstarfsemi að uppskera árangur af mikilli vinnu undanfarinna ára.
Páll Guðjónsson
- Details
- Alda Jónsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
Nýlega fengum við ábendingu um að það sé ekki rétt að segja "nýtt á nafinu" eins og gert hefur verið í fréttabréfi klúbbsins í mörg ár og hér á heimasíðunni frá upphafi, eða að tala um naf yfir höfuð. Ekki vildi ég nú trúa því í fyrstu en við nánari eftirgrenslan var þetta staðfest af faðir Magnúsar Bergssonar sem ku vera með fróðari mönnum í íslensku málfari. Hann skrifaði:
- Details
- DV 4. Desember 1999
- Details
Þá er enn eitt sumarið liðið og mun það skilja eftir sig minningu um einstaka veðurblíðu, og því gott tækifæri fyrir landsmenn að breyta til betri vegar og nota annað farartæki en einkabílinn.
- Details
- Heimir H. Karlsson
- Details
- Alda Jónsdóttir
Rétt eftir Verslunnarmannahelgina nánar tiltekið fimmtudaginn 5. ágúst var haldinn stofnfundur norðurlandsdeildar ÍFHK í Kompaníinu og mætti þar fólk af báðum kynum og á öllum aldri. Var þetta ekki heðbundinn fundur heldur frekar umræðufundur og reyndi ég að miðla af reynslu okkar sunnanfólks og segja aðeins frá starfseminni í Reykjavík og einnig frá félaginu sem er 10 ára á þessu ári. Norðanfólk hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og komu upp margar hugmyndir bæði varðandi félagsstarfið og ferðir sem hægt væri að fara.