- Details
- Ebenezer Þ. Böðvarsson
Í bílaumferð er hjólreiðafólk minnimáttar og kvartanir yfir tillitsleysi bílstjóra eru skiljanlegar. En á stígum snýst dæmið við. Þar er hjólreiðafólkið ógnandi í garð gangandi. Það hljómar frekt að hjólreiðafólk skuli kvarta jafnt yfir bílstjórum sem gangandi því vandamálið á stígum er oftar en ekki að við hjólum óskynsamlega miðað við aðstæður og gleymum tillitssemi.
Stígum deilum við með gamalmennum, barnafólki, hundafólki og hlaupurum með eyrnatappa. Við þurfum að sætta okkur við þennan veruleika, anda rólega og slaka á í návist þeirra.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Á háannatímum, þegar bílarnir silast áfram á hraða sem hæfir nautum í hnédjúpri mýri, skýst hjólreiðamaður á milli ökutækjanna, frjáls eins og fuglinn, og mætir fyrstur í vinnuna, og meira en sáttur við sig og sína.
Ég man enn hvaða lag var í útvarpinu, þegar ég var nautið, og sá hjólreiðamanninn renna sitt skeið og hverfa mér sjónum þar sem ég sat fastur á Bústaðaveginum um klukkan fjögur, orðinn of seinn á kvöldvakt. Einhver innri rödd sagði mér að þetta væri ekki eðlilegt. Og ennþá bilaðra var að horfa á tóm farþegasætin í öllum bílunum þar á meðal mínum. Þessi umferðarteppa hefði ekki þurft að eiga sér stað. Og upp úr því fór ég að hjóla. Nóg um það.
Það er engum blöðum um það að flétta að hjólreiðar eru í stórsókn um allan heim og er Ísland þar engin undantekning á þótt þróunin þyki ef til vill hægari hér á fróni. Þó fjölgar hjólreiðafólki hér stöðugt og sífellt fleiri velja sér reiðhjólið sem samgöngumáta, ferðamáta eða líkamsræktartæki. Án þess að telja mig vera að finna upp hjólið verð ég að viðurkenna að vera þeirrar skoðunar að í reiðhjólinu felist tækifæri til langrar framtíðar. Þessi einfalda uppfinning gæti verið ein af lausnunum við margþættum vanda sem steðjar að í nútíma samfélögum. Þar hef ég aðallega í huga þá lífsstílssjúkdóma sem hrjá sífellt fleiri og þá auknu mengun sem er afleiðing af vali flestra á samgöngumáta.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var ýmislegt merkilegt í Hjólhestinum sem kom úr í febrúar 1997 og deilt á opinbera aðila þegar framkvæmd og fyrirheit fóru lítt saman. Það var mikið horft til framtíðar, m.a. skrifaði Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna um reynsluna af fyrsta „bíllausa deginum“ í Reykjavík sem nú kemur í fyrsta skipti á netið ásamt öðru sem var á döfinni. Einnig gömul grein eftir undirritaðann sem fjallar um sjálfbærar samgöngur og önnur sem deilir á bílaást í blaði annars umhvefisvæns framboðs. Þessi umræða á jafn vel við í dag því miður.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í októbermánuði 1996 kom út þrettándi Hjólhesturinn í fullri stærð þó ekki væri það merkt á framhliðina. Stundum gleymast svona smáatriði. Á forsíðunni er Hjólhesturinn kominn á sólarströnd og syngur um að hann sé kominn í fríið, vetrarfríið, og tók með sér graskögglasnakk.
Innihaldið var mjög fjölbreitt og margt sem nú kemur á vefinn í fyrsta skipti á jafn vel við í dag og fyrir 16 árum. Má þar nefna erindi á Umferðarþingi þar sem fullyrt var að hjólrieðamenn væru hornreka í umferðarmálum. Augljós sönnun er sagan af því hvernig það kom til að hjólreiðar voru bannaðar á gangstéttum Laugavegar.
- Details
- Páll Guðjónsson
Enn er setið við skannan með fornritin og gamalt efni fært inn í tölvuöld. 12. Hjólhesturinn kom út í maí 1996, annað blað þeirrar ritnefndar og prentað í 1000 eintökum. Við vorum að prófa okkur áfram í því að nota ljósmyndir með misjöfnum árangri. Gísli Jónsson sá um umbrotið og skilaði flottu verki eins og áður. Sumt efnið fór á vef klúbbsins strax og hann opnaði en annað er nú að komast á vefinn í fyrsta skipti, s.s. leiðarinn, fréttapunktarnir, fyrsta ferðasagan og teiknimyndasagan um þróun tegundarinnar Homo cyclosis.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var mikill kraftur í ritnefnd Hjólhestsins í ársbyrjun 1996 sem í febrúar það ár gaf út stærsta blaðið fram til þess eða 32 bls. Efnið var sérlega fjölbreitt og meðal annars minnst á þörfina á betri snjóruðning, fleiri hjólastígum og hneykslast á kaupmönnum við Laugaveg sem vildu banna hjólreiðar eftir gangstéttum þar.
Já þetta hljómar sumt eins og rispuð plata því nú 16 árum seinna er enn hjakkað í sömu förunum á mörgum sviðum en þó eru yngri ráðamenn farnir að þoka málum í rétta átt þó reynslan verði að sýna hversu miklu þau koma í verk. Amk. eru enn ekki komnir aðskildir hjólastígar meðfram helstu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins né eru áform um að gefa hjólreiðamönnum sambærilegan rétt á stígum með blandaðri umferð og þeir hafa á akbrautum í drögum að nýjum umferðarlögum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú höldum við áfram að draga fram gamla Hjólhesta og rifja upp sögu klúbbsins sem nú er 22 ára gamall. Eins og áður hefur verið rifjað upp var 1995 öflugt ár í útgáfu Hjólhestsins og blöðin þau stærstu fram að því. Desemberblaðið var 28 síður. Blaðið hafði verið sett upp með ritvinnsluforritum þess tíma, prentuð út þar sem höfundar komust í prentara, oft gamaldags nálaprentara, stækkað og minnkað í ljósritunarvélum, dálkarnir klipptir niður og límdir á sína staði ásamt teikningum.
Nýtt fólk var komið í ritnefnd þegar þetta blað var gefið út með mikinn metnað til að bæta blaðið, m.a. Páll Guðjónsson, undirritaður, sem stýrði útgáfunni og hélt því áfram nokkur næstu ár. Gísli Jónsson sá um uppsetninguna og Jón Örn sá um teikningar sem fyrr og fleiri lögðu hönd á plóg.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í tilefni þess að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem hjálmanotkun er leidd í lög fyrir 14 ára og yngri og ráðherra gefin opin heimild til að útvíkka ákvæðið fyrir fullorðna án samþykkis Alþingis er við hæfi að kynna stefnu ECF gagnvart slíkri löggjöf.
Efnislega er þetta líka afstaða Landssamtaka hjólreiðamanna.
Stefna evrópusamtaka hjólreiðamanna, the European Cyclists’ Federation (ECF) gagnvart reiðhjólahjálmum og löggjöf um þá.
Hjólreiðamenn lifa lengra og heilbrigðara lífi; alvarleg höfuðmeiðsl eru sjaldgæf og gögn sem mæla með hjálmanotkun og lögboðinni hjálmaskyldu orka tvímælis. Helstu áhrif hjálmaskyldu hafa ekki verið aukið öryggi hjólreiðamanna heldur að fæla fólk frá hjólreiðum, og grafið undan heilsufarslegum ávinningi hjólreiða og öðrum kostum sem þeim fylgja. Því skorum við á þingmenn að 1) einbeita sér að gamalreyndum aðferðum sem hvetja til hjólreiða og velferðar hjólreiðamanna; 2) viðurkenna að kostir hjólreiða vega margfalt þyngra en áhætta; 3) forðast að hvetja til eða skylda notkun reiðhjólahjálma án traustra sannana um að slíkt sé gagnlegra og hagkvæmara en aðrar öryggisráðstafanir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Tillaga Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins rifjuð upp
Árið 1981 eða fyrir 30 árum starfaði Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins
hér og lagði meðal annars fram hugmynd að aðalhjólreiðastígakerfi fyrir
allt höfuðborgarsvæðið sem vert er að rifja upp. Þar var aðal áherslan
á að bjóða fólki vandaðan valkost við að hjóla í þungri umferðinni á
stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins með víðtæku stígakerfi. Af hverju
þessar leiðir eru ekki komnar 30 árum seinna og af hverju skipulagsvinna
hvers sveitafélags á höfðuborgarsvæðinu í dag tekur lítið tillit til
hinna skil ég ekki. Það eru jafnvel lagðir stígar að næsta sveitafélagi
sem enda bara þar ef næsta sveitafélagi hentar ekki að láta leiðina
halda áfram.
- Details
- Páll Guðjónsson
Áhrif aukinna hjólreiða á bætta lýðheilsu, í baráttunni við offitu,
hjartasjúkdóma, streitu, þunglyndi, mengun og ótal önnur atriði eru með
því mesta sem völ er á og því ætti að hlúa að hjólreiðum og efla en ekki
kæfa þær með óþörfum boðum og bönnum. Það þarf að höfða til þeirra sem
eru líklegir til að skipta um ferðamáta, fremur en þeirra sem nú þegar
hjóla.
Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga eru ný boð og bönn lögð á
hjólreiðamenn. Við erum við ekki að fjalla um þær góðu og gildu
umferðarreglur sem þar eru heldur óþarfar íþyngjandi reglur um klæðaburð
og leiðaval. Til stendur að setja í lög í fyrsta skipti að fólki verði
bannað að hjóla nema það sé með öryggishjálm á höfði. Þó ákvæðið gildi
aðeins um þá sem eru undir 15 ára aldri er líka opnað fyrir ráðherra að
útvíkka þessar reglur til allra aldurshópa og setja svipaðar reglur um
skyldunotkun á nánast hverju sem kalla má „öryggisbúnað“ s.s.
endurskinsvestum á hjólreiðamenn, hestamenn og gangandi vegfarendur.
- Details
- Sverrir Bollason
Væri ekki frábært ef allt höfuðborgarsvæðið væri samtengt með neti
hjólastíga, hjólareina og blandaðra gatna? Væri ekki líka unaður að geta
hjólað í fríið um landið vítt og breitt á öruggum vegum? Svona draumum
þarf að koma á blað til að þeir geti ræst. Undanfarið hef ég verið að
skoða hvernig svona hugmyndir er best fyrir komið á blaði.
Í Reykjavík er í gildi hjólreiðaáætlun sem samþykkt var fyrir rúmu ári
síðan. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið jafn meðvituð skref í átt að
gerð betra umhverfis fyrir hjólreiðafólk.
- Details
- Harpa Stefánsdóttir
Skoðun á borgarlandslaginu út frá sjónarhorni hjólreiðamannsins.
Að
hvetja til aukinna samgönguhjólreiða er flókið fyrirbæri og margt þarf
að koma til. Í borg eins og Reykjavík, þar sem hlutfall hjólandi er
lágt í samanburði við aðra ferðamáta er mikilvægt að sýnilegar
hjólaleiðir liggi frá íbúðahverfum að vinnustöðum og öðrum
áfangastöðum, um umhverfi sem hentar og virkar hvetjandi til hjólreiða.
Einkum þarf að hafa í huga að umhverfi hjólaleiða laði að þann hóp sem
líklegastur er til að skipta um farartæki, hjóla oftar í stað þess að
keyra á einkabíl. Undirrituð vinnur um þessar mundir að doktorsverkefni
í borgarskipulagi við háskólann að Ási í Noregi. Viðfangsefnið er að
skoða hvernig mismunandi borgarrými hvetja eða letja fólk til
samgönguhjólreiða í bílmiðuðu umhverfi. Reykjavík er aðalviðfangsefnið
en unnar verða samanburðarrannsóknir við aðrar borgir, einkum í
Skandinavíu. Fundið verður gott og vont hjólreiðaumhverfi sem hægt er að
draga lærdóm af. En verkefnið fjallar ekki bara um samgönguhjólreiðar.
Heldur er það ekki síst skoðun á gæðum borgarlandslagsins, bílmiðuðu og
dreyfðu umhverfi í samanburði við aðlaðandi borgarrými, út frá
sjónarhorni hjólreiðamannsins og ferðahraða hans.
„Hvað ætlar þú að gera í sumar ?“
„Heyrðu, ég fer á hjólaráðstefnu. það verður gaman. “
„Heh, þið hjólið þá í hringi í nokkra daga og reynið að tala saman?“
„Það líka, en annars er þetta nokkuð hefðbundin fagráðstefna, og hæfilega stór í sniðum.“
- Details
Síðastliðið skólaár tók greinarhöfundur ársleyfi úr hefðbundinni kennslu við grunnskóla til þess að hjólavæða Ísland í nafni Hjólafærni á Íslandi (HFÍ). HFÍ er fræðasetur um hjólreiðar og hefur að markmiði að miðla fræðslu og þekkingu um allt er að reiðhjólum lýtur til þeirra er þess óska.
- Details
- Árni Davíðsson
Fyrir nokkru tók verkfræðistofan Mannvit(1) og Fjölbraut í Ármúla(2) upp svo kallaða samgöngustyrki. Tilefnið var að það vantaði bílastæði fyrir þessa vinnustaði og stóðu þeir frammi fyrir því að útvega þau með ærnum tilkostnaði eða að ná tökum á eftirspurninni eftir bílastæðum. Þau völdu seinni leiðina, gerðu samgöngusamning við þá starfsmenn sem það vildu og fengu þeir þá samgöngustyrk sem nam u.þ.b. einu árskorti í strætó (40.000 kr.) ef þeir komu ekki á bíl í vinnuna. Þessar greiðslur voru metin sem hlunnindi og skattlögð(3) samkvæmt því eins og venjulegar launatekjur þótt tilefni greiðslanna væri að fyrirtækin voru með þeim að spara sér kostnað við að útvega bílastæði fyrir starfsmenn sína. Bílastæði eru hins vegar ekki metin sem hlunnindi og eru því ekki skattlögð þótt andvirði þeirra sé hærra en þessir samgöngustyrkir. Til dæmis fær starfsmaður á ónefndum vinnustað greitt um 68.000 kr. á ári fyrir bílastæði í grennd við vinnustað sinn en er ekki skattlagður fyrir það (4). Bílastæði eru eðli sínu hlunnindi því ekki hafa allir starfsmenn aðgang að bílastæði og þau eru líka misjöfn að gæðum og verði.
Snati minn er voða góður íslenskur fjárhundur. Hann er líka voða glaður þegar hann fær að hreyfa sig nóg. En ég bý í Reykjavík og er oft með samviskubit yfir því að hann fái ekki nóga hreyfingu – eins og margir aðrir hundeigendur.... En Snati hjólar. Og það er stóra gleðin í lífi hundsins; út að hjóla og taka almennilega á því.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skálafell, hjólreiðavangur á heimsmælikvarða var yfirskrift metnaðarfullrar greinargerðar sem Ormur Arnarson, Árni Guðmundur Guðmundsson og David Robertson tóku saman. Þar kynntu þeir tillögur að nýjum útivistar- og afþreyingarvangi fyrir fjallahjólreiðamenn í Skálafelli, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ásamt aðbúnaði í skíðabrekkum og stígum/slóðum sem liggja frá því. Þessar leiðir tengjast stígakerfi höfuðborgarsvæðisins, útivistarsvæðinu í Heiðmörk, niður í Kjós og til Hvalfjarðar, um Mosfellsheiði og síðast en ekki síst til Þingvalla.
- Details
Sífellt bætast áhugaverð og falleg reiðhjól í hóp þeirra fararskjóta sem renna eftir götum borgarinnar, eigendum sínum til gagns og gamans. Nýjasta hjólið í þessum flokki kom frá Hollandi í sumar sem leið og tekur hvorki fleiri né færri en fjóra í sæti. Þetta er gæðagripur í eigu Olgu Hrafnsdóttur, sem undanfarin 9 ár hefur búið í Haag með fjölskyldu sinni, eiginmanni og þrem dætrum, Sölku, Emblu og Mirru. Elsta dóttirin, Salka sem er 6 ára hjólar óhikað á hjólinu með móðurinni og systur hennar láta fara vel um sig á meðan.
Í haust fengu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendar nokkrar spurningar um hjólatengdar framkvæmdir. Öll svöruðu erindinu nema Álftanesbær. Eiginleg svör bárust ekki frá Seltjarnarnesi en þar var hins vegar óskað eftir samstarfsfundi. Á honum var farið yfir mögulegar aðgerðir og hugmyndir um hjólavæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir hönd sveitarfélaganna svöruðu erindinu Pálmi Freyr Randversson hjá Reykjavíkurborg, Tómas Guðbert Gíslason hjá Mosfellsbæ, Eysteinn hjá Garðabæ, Steingrímur Hauksson hjá Kópavogi og Helga Stefánsdóttir hjá Hafnarfirði. Steinunn Árnadóttir og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn á Seltjarnarnesi með greinahöfundi og Árna Davíðssyni, formanni LHM. Hér eru öll svörin birt eins og þau bárust frá sveitarfélögunum.