Hjólhesturinn á forsíðunni horfði á bíla fasta í snjónum og glotti meðan hann lét sig dreyma um hjólaferð um hálendið. Ljósmyndin er líklega úr Hvítárvatnsferð sem var árleg á þeim tíma.

Það var ýmislegt fleira í blaðinu sem er vert að flétta svo sem umfjöllun um umræður á Alþingi um að allt væri í hershöndum á hálendinu og um furðufugla á furðulegum hjólum. Þetta blað var líklega sett upp af undirrituðum eins og næstu árgangar. Elvar og Rannveig gengu líka til liðs við ritnefndina og lagfærðu málfar og stafsetningu þó kannski hafi einhverjar greinar borist of seint fyrir yfirlestur í þetta skipti. Hér eru glefsur úr nokkrum greinum sem eru á vef klúbbsins:

 

Hvíla má bíla

Síðan var gerð viðhofskönnun hjá borgarbúum dagana á eftir. Hringt var í 600 íbúa á aldrinum 15 - 70 ára. 97% svarenda töldu jákvætt að halda hvíldardag bílsins. Raunveruleg þátttaka var samkvæmt svarendum 33% þó að sumir haldi því fram að mun minni þátttaka hafí verið. Greinilegt er af könnuninni að mikill meirihluti svarenda vill draga úr einkabílanotkun. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar: 50.8% vegna
umhverfisins, 39.9% vegna heilsunnar, 38.2% vegna kostnaðar við rekstur bílsins og svo 29.9% vegna kostnaðar sem þjóðfélagið ber af bílum.

Athyglisvert er að fólk setur umhverfið og heilsuna í fyrstu sæti og svo pyngjuna í annað sæti. Í könnuninni kom fram að til þess að fleiri hvíli bílinn þá þurfi að bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi (65.4%), fargjöld strætisvagna lækki (41.9%) og að ferðir strætisvagna verði tíðari (50.4%).
Lesið greinina alla
 

Nýtt á nafinu - febrúar 199

Það var ýmislegt á döfinni á þessum tíma og virtist svolítið þema í blaðinu að í stjórnmálum er eitt sagt og annað gert, ekki alltaf talað í takt við stefnumálin eða hlustað á óskir alminnings í könnunum eða á fundum:

Framkvæmdir í Reykjavík

Nú er borgarstjórinn í Reykjavík að hefja fundaferð um hverfi borgarinnar. Í síðustu fundaferð sótti ég nokkra fundi og það sem brann á fólki helst virtist vera umferð, of mikil umferð, of mikill umferðarhávaði, of mikil slysatíðni og ekki nógu mikið pláss fyrir fólk. Þarna verða kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum borgarinnar í einstökum hverfum og skipulag þeirra. Þér gefst þarna gullið tækifæri til að kynna þér þessi mál og tjá þig um þau við æðstu ráðamenn beint.

Snjómokstur og slysagildrur

Þátt fyrir að gatnamálastjórinn í Reykjavík hafi síðasta vetur gefið okkur munnlegt vilyrði fyrir því að gangstéttir við Miklubraut yrðu ruddar fyrir kl. 8 á morgnana og síðan stígurinn og Suðurlandsbraut, áður en farið yrði í aðrar leiðir, virðist það gleymt í ár. Tæpri viku eftir snjókomuna 4. og 5. feb. var enn ekki búið að ryðja gangstéttir við Miklubraut, hins vegar var búið að ryðja hér og þar, að því er virtist af handahófi. Svona vinnubrögð duga ekki fólki sem gengur eða hjólar tii vinnu eða skóla. Það er mjög mikilvægt að fólk láti heyra í sér ef það vill sjá breytingar. Þess vegna hvet ég fólk til að hringja og kvarta ef illa er rutt eða ef lagfæra þarf stíga og gangstéttir.

Lesið greinina alla

 

Bílaást / bílahatur

Í þessu blaði birtum við glefsur úr framlagi Súsönnu Svavarsdóttur til íslenskrar kvennabaráttu sem birtist í því annars ágæta blaði: Vera „blað kvennabaráttu“. Einhverra hluta vegna virtist greinin - sem ekki var grín - algjörlega andstæð stefnuskrá Kennalistans sem gaf blaðið út:

Ég get ekki að því gert að velta því fyrir mér hvað hægt er að spara mikil ríkisútgjöld við það að konur, almennt, ækju um á Grand Cherokee Limited. Allur sá kostnaður sem er vegna vöðvabólgu og tognunar... og almenns slits á líkamanum. Það er eiginlega skammarlegt að það skuli vera 75% tollur á bíl sem er svo öruggur og lætur svo vel að stjórn -þ.e.a.s. er svo stöðugur og hefur svo gott viðbragð - að líklega myndi umferðaróhöppum fækka til verulegra muna. Þar mætti nú aldeilis spara líka.“

„Ekki lítið atriði er rafmagn í rúðum og rafstýrðir, upphitaðir hliðarspeglar. Það þarf ekki að mausast við það í alllanga hríð að skafa burtu snjó og frost. Það þýðir minni hætta á að ofkælast - sem hefur nú verið all stórt vandamál í heilsufari landsmanna þetta misseri. í heildina má segja að það væri stór sparaaður af því að fella alla tolla niður af þessum bíl til að spara í heilbrigðis- og tryggingarmálum... þó er ég ekki farin að tala um þá sem örkumlast vegna þess að þeir keyra á vegum og götum í alls konar dósum sem ekki ætti að fást leyfi fyrir við íslenskar aðstæður.“

„Halló! Þið stjórnvöld þarna úti í þokunni! Væri ekki ráð að fella niður tolla af þessum bíl sem er eina vitið í þessu landi. Þetta er ekki forstjórabíll til að glenna sig og monta á... heldur konubíll og mömmubíll og barnabíll.“
Lesið pistilinn allann

 

Sjálfbærar samgöngur

Undirrituðum fannst íslensk samgöngumál ekki þróast í rétta átt og tók saman þessa grein sem því miður á ekki minna erindi í dag en í febrúar 1997:

Það væri vonandi að íslenskir stjórnmálamenn hefðu jafn ábyrga framtíðarsýn en stæðu ekki í endalausri uppbyggingu vegakerfisins sem aftur kallar á aukna umferð eins og margsannað er.  Í könnun eftir hvíldardag bílsins í haust (1996) kom í ljós að mikill meirihluti Reykvíkinga vill draga úr einkabílanotkun en finnst vanta betri aðstöðu fyrir göngur og hjólreiðar og aukna þjónustu almenningsvagna.

Aukið frelsi fyrir suma getur þýtt minna frelsi fyrir aðra, svo sem þá sem ekki hafa aðgang að bílum. Sumir ókostir snerta okkur öll, börnin okkar geta ekki leikið sér úti vegna umferðarinnar, og frelsi okkar til að anda að okkur hreinu lofti og njóta kyrrðar er takmarkað.

1994 lýsti Konunglega umhverfismengunarnefndin sífellt aukinni umferð sem „trúlega mestu umhverfisvá sem Bretland stendur frammi fyrir.“ Hjólanetið gefur okkur tækifæri til að takast á við þessi og önnur mál fyrir upphaf nýs árþúsunds.

Hjólanetið mun takast á við sjálfbæra þróun með raunhæfum hætti. Það mun ýta undir öruggan samgöngumáta sem mengar ekki og eykur hreysti. Það mun höfða til barna og aldraðra, til einstaklinga og fjölskyldna, til hraustra og fatlaðra, til fólks óháð bakgrunni, stöðu og tekjum. Hjólreiðar og göngur er nokkuð sem næstum allir geta stundað, notið og haft hag af.

Samgönguráðuneytið spáir að miðað við núverandi þróun muni bílaumferðin tvöfaldast fyrir árið 2025, og dreifbýlisnefndin spáir þreföldun í dreifbýlisumferð. Það er almennt viðurkennt að þessi þróun er ekki sjálfbær með tilliti til heilsu, umhverfís, kostnaðar samfélagsins og áhrifa á efnahagslífið.

Loftmengun fer oft yfir viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðismálastofiiunarinnar (World Health Organization) í mörgum breskum borgum. Sjötta hvert barn þjáist af astma. Skipti yfir í hjólreiðar myndu minnka eitraðan útblástur bíla sem eiga sinn þátt í loftmengun þannig að öll þjóðin bæri hag af.

Víðtæk könnun árið 1992 leiddi í ljós að yfir 80% þjóðarinnar, í öllum aldursflokkum, hreyfir sig ekki nóg. Fagmenn eru sammála um það að hjólreiðar og ganga er ákjósanleg þjálfun. Hvoru tveggja draga úr hættu á hjartasjúkdómum, háum blóðþrýstingi, streitu, offitu og vinna gegn mörgum öðrum sjúkdómum. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum er slysahættan lítil, nema í tengslum við bílaumferð. Þeir sem hjóla til vinnu eru jafn hraustir og menn 10 árum yngri sem ekki hjóla til vinnu. The British Medical Association mælir eindregið með hjólreiðum af heilsufarsástæðum. Árin sem bætast við ævina í formi betri heilsu vegna hjólreiða eru tuttugufalt fleiri en þau sem tapast vegna umferðarslysa, þrátt fyrir háa slysatíðni í umferðinni. Hjólreiðar og göngur hafa annan stóran kost, þær falla vel inn í daglegt líf fólks. Hjólanetið mun því verða stór þáttur í bættri heilsu almennings.

Það bitnar verst á börnum þegar umferðin er hættuleg. Hjólreiðar og göngur barna hafa stórminnkað síðustu 20 ár og nú hjóla aðeins 3% barna í skóla, samanborið við 60% í Hollandi. Hættulegar umferðargötur loka börn hvert frá öðru og frá félagslífi og stuðla þannig að lífsstíl hreyfingarleysis og sjónvarpsgláps þar sem foreldrarnir taka sess einkabílstjóra.
Lesið allan pistilinn: Sjálfbærar samgöngur

 

Á orminum langa austur á land

Formáli: Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir keyptu tveggja manna hjól af tegundinni TREK T-100 árið 1993. Þau hafa lagt land undir fót, hjólað nokkrum sinnum austur í Grímsnes, til Akureyrar og vítt og breitt um Reykjavík og nágrannabyggðir. Þá tóku þau Orminn langa, eins og hjólið er kallað, eitt sinn með sér austur á firði og síðastliðið sumar fóru þau á Orminum vestan af Seltjarnarnesi austur á Stöðvarfjörð, um 670 km leið. Þau Arnþór og Elín eru á fimmtugs aldri og telja að fólki sem er á ömmu og afa-aldrinum leyfist að gista hjá bændum þegar farnar eru langferðir á hjólum. Því njóta þau lúxus-hjólreiða að sumarlagi.

Lesið alla ferðasöguna: Á orminum langa austur á land

Horft fram á veginn

Við Jökulsárlón
 

Tengivagnar fyrir reiðhjól

Magnús Berg fjallaði um tengivagna og tengihjól sem þóttu mikil nýjung.

Lesið greinina

með tengihjól

 

Austfjarðaferð 1995

Þá var loksins komið að því að láta einn af fjölmörgum draumum rætast.

Tilhugsunin að setjast á hjólið fullhlaðið, tilbúin að takast á við næstum hvaða ævintýri sem á vegi manns yrði var hreint ótrúleg. Ég, María Dögg Hjörleifsdóttir og dyggur ferðafélagi minn Karl G. Gíslason höfðum verið að skipuleggja ferð austur á bóginn. Þar ætluðum við að dúlla okkur í rúmlega hálfan mánuð. Við lögðum af stað 10. júní 1995 frá Reykjavík kl.14.00 með rútu á Hvolsvöll. Veðrið var þungbúið í Reykjavík en á Hvolsvelli var rjómablíða, ekki slæm byrjun það.

Lesið alla söguna: Austfjarðaferð 1995

Blaðið má skoða í upphaflegri mynd hér

Páll Guðjónsson