Panoramic-view-of-the-Torri.jpg

Fullbókað er í hjólaferð til Skotlands 27. ágúst til 5. sept. 2004. Hjólað verður um hin margrómuðu Skosku hálönd 50 - 65 km dagleiðir í allskonar landslagi með farangurinn á hjólinu.

Gist verður meðal annars í vita og draugakastala. Skoðið nokkrar myndirog kort af leiðinni hér og ferðaáætlunina hér. Verð er á bilinu 40-50.000 kr (flug, gisting, lestaferðir)
   Kveðja
   Darri og Alda Jóns, félagar í ÍFHK

 

Sumarið '99 var ég á bílaferðalagi um Þýskaland og að heimsækja gamla vini. Þá sá ég Móseldalinn í fyrsta skipti og eyddi einum degi þarna og heillaðist gersamlega. Ég var staðráðinn í því að koma þarna aftur og gefa mér enn meiri tíma til að skoða allt sem svæðið hefur uppá að bjóða.

  Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var 7. nóvember. Að venju fór hann vel fram. Alda, Sólver og Sigurður sitja áfram í stjórn og tveir nýjir koma inn Óli "litli" og Guðlaugur Stefán Egilsson. 
   Umræður spunnust um ýmis mál og var sátt um störf síðustu stjórnar og að halda áfram á svipaðri braut. Alltaf má þó gera betur og helst að það vanti baráttufólk inn í starfið til að auka drifkraftinn. Fólk getur skráð sig í nefndir með því að hafa samband við Öldu formann eða senda póst á netfang klúbbsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eftir að hafa verið á myndasýningu hjá Magga Bergs í klúbbhúsinu og séð og heyrt um Arnarvatnsheiðina var eins og einhver innri auðnalöngun vaknaði og mig langaði að fara alein í smá krefjandi ferð og treysta bara á sjálfa mig. Ég er vön að ferðast með fjölskyldunni, vinum og klúbbnum í allskonar ferðum en hafði aldrei farið neitt ein nema skjótast á Laugarvatn í sumarbústað.  

 

Jæja krúttin mín nú kemur sagan um drenginn sem ákvað að fara í hjólreiðaferð með Íslenska fjallahjólaklúbbnum til Úlfljótsvatns sumarið 1999. Drengurinn pakkaði öllu niður í tösku á föstudagskvöld og gerði allt klárt. Á laugardagsmorgun var fengið sér í gogginn og hjólað af stað með viðkomu í vinnunni þar sem drengurinn þurfti að klippa nokkra hausa áður en lagt var í hann. Jæja allt tók þetta nú enda og steig drengurinn á bak og lagði af stað áleiðis að Árbæjarsafni þar sem allir ætluðu að hittast og leggja á ráðin hvernig við ættum að hjóla þetta og niðurstaðan var að við áttum að fara áfram. Fjölmenni var í ferðinni og lögðum við af stað í lögreglufylgd út úr bænum vegna þess að það var mikið af börnum með í för bæði á hjólum og í aftanívögnum svo það varð að fara varlega í allri bílaumferðinni.