Þessi pistill fjallar um hjólreiðar. Þeir sem eru nú þegar búnir að
átta sig á gagni þessa fararmáta þurfa ekki að lesa lengra. Þið hin sem
rákuð augun í þennan pistil og hafið ekki enn uppgötvað það – lesið
áfram...
Mín hjólasaga nær ekki langt aftur, tja... svona u.þ.b. átta ár aftur í tímann. Hún hófst þegar góður vinur bauð okkur hjónum í hjólatúr ásamt fleirum ... svona helgarferð. Ætlunin var að fara hringinn umhverfis Skorradalsvatn.