Nú þegar skammdegið er skollið á er ekki úr vegi að rifja upp myndir frá liðnu sumri. Ég fór í einstaklega vel heppnaða helgarferð á Þingvelli um Gamla Þingvallaveginn og þaðan um Leggjarbrjót niður í Brynjudal.

Ég fékk frábært veður báða dagana eins og myndirnar bera með sér og þær hreinlega halda í mér lífinu fram til næsta sumars þessa dagana.

Fyrir þá sem vilja takast aðeins á við fáfarnari slóða og vegi er vel hægt að mæla með þessari leið. Hinsvegar mæli ég frekar með því að menn fari Leggjarbrjót alveg niður í botn þar sem það reyndist frekar erfitt að brjótast í gegnum kjarrið niður í Brynjudal.