MosfellshringurUm 30 manns fóru Mosfellshringinn í gær. Mjög gott veður og kvöldsólin skartaði sínu fegursta. Kollur með ungana sína syntu með ströndinni rétt við stíginn. Nokkrir hestamenn viðruðu fáka sína og golfvellirnir sem við fórum framhjá voru vel nýttir enda veðrið til þess. Sökum veðurblíðu (og minniháttar bilana) dróst ferðin fram eftir kvöldi eða til um 22:30. Nokkrir garpar skáru sig úr hópnum í Mosfellsbæ og héldu áfram inn fyrir Úlfarsfellið og uppá Nesjavallaleið. Við hin fórum sömu leið til baka með fram sjónum.
Fjölnir