Nesjavellir 2008 Við vorum að setja inn fleiri myndir úr vel heppnaðri ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta eru myndir sem Magnús Bergsson tók. Það er skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttan búnað fólk er farið að nota. Magnús sjálfur er á "recumbent" hjóli þar sem hann situr í þægilegu sæti bak við vindskel og nýtur þess hve mikið minni vindmótstaða erí svona fararskjóta miðað við venjuleg hjól. Einnig eru nokkrir í ferðinni með svokallaða Bob vagna í eftirdragi. Þeir eru frábær valkostur við bogglabera með töskum að því leitinu til að maður finnur varla fyrir þeim þegar hjólað er. Klúbburinn á einn slíkan sem við leigjum út. Skoðið myndir Magnúsar hér .