Startið í Lillehammer Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri, Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú, auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20 km í beit og var alveg að...

Hópur í óvissuferð ÍFHK Það var fríður og föngulegur hópur hjólreiðafólks sem lagði af stað frá Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum um kl. 19, þriðjudaginn 4 ágúst.  Ekkert okkar vissi hvert förinni var heitið, en við vonuðum að Garðar forystugarpur myndi leiða okkur á vit óvissu og ævintýra.  Veðurspáin var rigning, nema hvað og mátti sjá suma svartsýna stoppa hér og þar og klæða sig í regnbuxur.  En veðurguðirnir voru með okkur, það ýrði úr loftinu, rétt mátulega mikið til að gróðurinn ilmaði einstaklega vel.

Gerti van HalÞað var árið 1997. Eftir svakalegar gönguferðir um afskektustu svæði skosku hálandanna og finnska Lapplands vildi ég komast að því hvort hjólreiðaferðir væru líka eitthvað fyrir mig. Á ferðaskrifstofu fyrir ævintýraferðir komst ég yfir amatörískan hjólreiðabækling frá Íslandi. Þar las ég um ferðir um hin ósnortnu víðerni hálendisins. Ævintýri! Ótruflaður í vikulöngu ferðalagi í gegnum hrikalegt og einmanalegt landslag, þetta var áfangastaðurinn minn.

Horace Dall - Fyrsta hjólaferðin yfir Sprengisand 1933 Árið 1933 fór Horace Edward Stafford Dall fyrstur allra yfir auðnir Sprengisands á farartæki með hjólum. Farartækið var Raleigh þriggja gíra reiðhjól með lokaðri keðjuhlíf. Það var mánuði seinna sem fyrst var farið yfir sprengisand á mótordrifnu farartæki. Ben Searle segir söguna.

Magnús og Gísli 1989 Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli 5. júlí 1989 og er því orðinn 20 ára. Það hefur margt breyst frá upphafsárum klúbbsins, t.d. öll tækni og þekking tengd reiðhjólunum og jákvæð viðhorf til þeirra sem hjóla. Hvað varðar náttúruna þá hefur mikið breyst á stórum svæðum, vegna virkjana m.a. Ekki eru allir heldur á því að auðveldara aðgengi að hálendinu sé til bóta. Í tilefni dagsins eru hér nokkrar myndir af þeim félögum Magnúsi Bergssyni og Gísla Haraldssyni í ferðinni sem gat af sér klúbbinn okkar.

Sessý og Hildur ÍFHK skipulagði ferð frá Kaupmannahöfn til Berlínar sumarið 2008. Þessi leið var merkt árið 2000 þegar þessar borgir voru menningarborgir Evrópu. Skipuleggjendur voru Sesselja Traustadóttir og Kjartan Guðnason og voru þau einnig fararstjórar í ferðinni. Þegar Sesselja samstarfskona mín talaði um ferðina í vinnunni stóðst ég ekki mátið, gekk í klúbbinn og skráði mig í ferðina. Ekki var ég alveg viss um að ég gæti þetta í hópi íslenskra fjallahjólagarpa sem eiga flóknari hjólaferilskrá en ég.  Ég lét mig samt hafa það – ég kæmi þá bara síðust í næturstað og þættist hafa tafist við að skoða umhverfið á leiðinni.

NesjavallaferðÞessi pistill fjallar um hjólreiðar.  Þeir sem eru nú þegar búnir að átta sig á gagni þessa fararmáta þurfa ekki að lesa lengra. Þið hin sem rákuð augun í þennan pistil og hafið ekki enn uppgötvað það – lesið áfram...

Mín hjólasaga nær ekki langt aftur, tja... svona u.þ.b. átta ár aftur í tímann. Hún hófst þegar góður vinur bauð okkur hjónum í hjólatúr ásamt fleirum ... svona helgarferð. Ætlunin var að fara hringinn umhverfis Skorradalsvatn. 

tjarnarspretturinn 2008 Það var mikil hjólahátíð á Samgönguvikunni þann 20. sept. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Landssamtök hjólreiðamanna og fleiri aðstoðuðu við hjólalestir sem löguð af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og mættust síðan allar í Nauthólsvík. Þaðan var síðan hjólað í stórri hjólalest að Ráðhúsinu þar sem við tók fjölbreytt dagskrá sem Hjólareiðafélag Reykjavíkur átti stóran þátt í. Á vef þeirra hfr.is má lesa meira um keppnirnar og skoða fjölda mynda frá viðburðunum en hér eru myndir sem Páll Guðjónsson tók við Tjörnina. Á síðustu myndinni er verið að afhenda nýtt stígakort Reykjavíkur sem minnir meðal annars á það mikilvæga atriði að reglulegar hjólreiðar lengja lífið !

Þriðjudagsferð Farinn var hringur um Elliðavatn í þriðjudagskvöldferðinni í gær. Um daginn var veðrið ekki með besta móti, en eins og svo oft áður lygndi með kvöldinu og stytti upp. Við fengum meira að segja kvöldsól. Mikið fuglalíf er á svæðinu og sáum við meðal annars; himbrima og svana parið með ungana sem hefur verið umtalað í fréttum undanfarið. Ungarnir voru reyndar ekki nema 3 en feitir og pattaralegir.

Við vorum góður hópur sem áttum mjög góða stund við Heiðmörkina í gærkvöldi. Stopp var gert á mörgum stöðum til að njóta kyrrðarinnar, svo dagskráin teygðist aðeins. Lauk því ferðinni ekki fyrr en rétt rúmlega 10.

Ferðanefndin.

Hjólað í MosfellsbæFleiri myndir úr Mosfellsbæjar hringnum, þessar myndir voru teknar af Einari Val. Skellið ykkur með í þriðjudagskvöldferð með okkur. Þær eru yfirleitt auðveldar og henta því öllum vel.