Það er auðveldara en margur heldur að setja nýja gírskipta á hjólið sitt.  Hér er skipt um grip gírskipta (grip shift).

Kona nokkur þurfti að láta skipta um gírskipta á hjólinu sínu og fyrir valinu varð grip gírskiptir (grip shift).  Ástæðan er slitgigt sem konan glímir við, en það er orðið erfitt að skipta með venjulegum þumla skiptum.  Í þessu myndbandi eys Árni Davíðsson úr viskubrunni sínum á meðan hann setur nýju gírskiptana á hjólið.