Laugardagsmorguninn 20. maí rann upp með sólskini og hlýju veðri. Um klukkan 9:00 voru fjórir herramenn mættir galvaskir til ferðar frá Árbæjarsafni í fyrstu af 5 dagferðum klúbbssins í sumar.

Skagfirska 8an er hjólakeppni í frábæru umhverfi.  Hún er ekki haldin af klúbbnum en það er óhætt að segja að félagsmenn ÍFHK og einnig HFR fjölmenntu í keppnina og var fólk almennt mjög ánægt með keppnina.  Ekki voru allir að keppa að titli heldur bara að taka þátt í ferðinni og hafa gaman af.

SwiftyNú í sumar ætlar Darren Swift að heimsækja Ísland og hjóla meðal annars Kjalveg og áfram alla leið til Raufarhafnar.  Ferðin er ekki aðeins honum til ánægu heldur hefur hann verið að safna áheitum og ætlunin er að safna pening fyrir góðgerðarstarfsemi Hearing Dogs for Deaf People, sem starfar í Loewknor,Oxon, Bretlandi.