Fjallahjóla- og gönguferð í Borgarfjörðinn og ofan í Víðgelmi 9.-10. nóvember 1991
Ég keypti mér fjallahjól í sumarlok til að fara á því í skólann. Þannig sá ég fram á að komast fljótar og betur ferða minna en með strætó. Hjólið átti að hafa hagnýtt gildi fyrir mig. Og það dugði. Ekkert var fjær þönkum mínum en að hjóla hlaðin pinklum í snjó víðs fjarri mannabyggðum.