Magnús og Gísli 1989 Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli 5. júlí 1989 og er því orðinn 20 ára. Það hefur margt breyst frá upphafsárum klúbbsins, t.d. öll tækni og þekking tengd reiðhjólunum og jákvæð viðhorf til þeirra sem hjóla. Hvað varðar náttúruna þá hefur mikið breyst á stórum svæðum, vegna virkjana m.a. Ekki eru allir heldur á því að auðveldara aðgengi að hálendinu sé til bóta. Í tilefni dagsins eru hér nokkrar myndir af þeim félögum Magnúsi Bergssyni og Gísla Haraldssyni í ferðinni sem gat af sér klúbbinn okkar.