Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt verk.  Pizzurnar eru í boði Fjallahjólaklúbbsins.  Gott ef fólk merkir mætingu við þennan viðburð, svo við getum áætlað magn af pizzum.

Ef einhver vill fá sér heilnæma útivist með því að bera út 10-20 umslög væri það vel þegið. Bera þarf út á tímabilinu 14. mars til mánaðarmóta. 10 umslög útborin af okkar félagsmönnum spara klúbbnum 3700 krónur. 100 útborin umslög eru litlar 37 þúsund krónur. Dekkar pizzuveisluna og vel það! Við áætlum að vera búin að þessu kl 20:30, það verður líka kaffi, te og bakkelsi í boði fram eftir kvöldi.