Þetta gerðist einsog sprenging. Allt í einu er Ísafjörður einn heitasti staður landsins fyrir fólk sem rennir sér niður fjöll á reiðhjólum. Hvernig stendur á því? Það þarf aðallega tvennt til. Annars vegar er það rétta landslagið. Það er til staðar í fjalllendinu uppaf Skutulsfirði, þar sem höfuðstaður Vestfjarða er. Þar er allskonar halli á brekkunum og vegir og slóðar liggja uppá heiðar. Hins vegar þarf rétta fólkið til að koma auga á möguleikana í landslaginu og gera eitthvað í málunum. Þetta fólk er líka til. Það þurfti samt eitthvað til að koma skriðunni af stað. Það eru mörg ár síðan einhver gaur byrjaði að mynda braut neðst í Hnífunum og kom sér þar upp nokkrum stökkpöllum. 

Vorið 2014 keypti ég mér nýtt reiðhjól og hafði þá ekki átt hjól í rúman áratug. Hjólið sem varð fyrir valinu var frá ástralska reiðhjólaframleiðandanum Reid sem gerir reiðhjól í klassískum götuhjólastíl. Nokkru síðar spurði konan mín mig hvort ég hefði ekki áhuga á Tweed Ride. „Tweed Ride?“ spurði ég „Hvað er það?“ Hún sagði mér það og ég varð mjög spenntur, fannst þetta virkilega áhugavert og langaði að prófa. Var Tweed Ride þá á dagskrá strax helgina eftir. Ég var því miður upptekinn í vinnu þessa helgi og gat ekki tekið þátt.

Vindur er oft nefnd sem ástæða þess að fólk hjólar ekki meira en það gerir. Að sönnu getur stundum verið vindasamt á Íslandi og það getur verið sviptivindasamt á sumum þjóðvegum í grennd við fjöll. En er vindur eins mikil hindrun fyrir hólreiðar og menn ímynda sér? Hvað geta veðurmælingar sagt okkur um vind á Íslandi og hvernig er hann í samanburði við hjólaborgina Kaupmannahöfn?

Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig á að skipta um sveifarlegu. Verkfærin sem þarf að nota eru sérhæfð og þau er að finna á verkstæði Fjallahjólaklúbbsins sem er opið öllum félagsmönnum.

Margir eru að velja sér reiðhjól þessa dagana og svo vilja krakkarnir stækka eitthvað á milli ára og þá þarf að huga að ýmsu. Hér sýnir Árni okkur hvað þarf að hafa í huga þegar stellið er stillt.

Á vorin er ekki úr vegi að yfirfara reiðhjól fjölskyldunnar og athuga hvort þau séu í lagi.  Árni Davíðsson sýnir okkur hvað þarf að athuga áður en fákunum er hleypt út.

Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig skipt er um hefðbundna bremsupúða og þeir stilltir til. Ef rifflurnar á púðunum eru orðnar grunnar eða horfnar þá er kominn tími á endurnýja.

Ég á fleiri en eitt áhugamál. Dag einn er ég gekk inn í þýska myndasagnabúð blasti við mér bók sem sameinaði tvö þeirra: Teiknimyndasögur og hjólreiðar. Þetta var LukkuLákabók eftir þýskan höfund og teiknara – hliðarafurð af hinni einu og sönnu LukkuLákaseríu. Þetta var vel gerð bók með góðum söguþræði og myndum. Líkt og í „alvöru“ bókunum var tekið fyrir ákveðið þema í sögu Norður Ameríku. Hér var það frumtýpan af keðjuhjólinu sem hetjan þurfti að komast á í gegnum hættur vestursins til vesturstrandarinnar. Þar hlaut það hylli almennings en Léttfeti, reiðhestur LukkuLáka, var ekki eins hrifinn.

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM)[1] eru hagsmunasamtök sem hafa að markmiði að efla hjólreiðar á Íslandi sem heilsusamlegan lífsmáta og sem samgöngumáta. Þau eru ekki rekin i hagnaðarskyni. Helstu hjólreiðafélög landsins eiga aðild að LHM. Samtökin eru þó ekki aðeins málsvari félagsmanna hinna ýmsu hjólreiðafélaga heldur eru þau jafnframt málsvari allra sem hjóla á Íslandi. LHM er aðildarfélag að European Cyclists’ Federation, sem eru heildarsamtök fyrir hjólreiðafélög til samgangna og ferðalaga í Evrópu. LHM hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012 fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi.

Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarinna ára hefur þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni aldrei verið brýnni. Hugmyndin að sáttmála hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra kviknaði kjölfar kynningar Maríu Agnar Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og Svavars Svavarssonar ökukennara um gagnkvæman skilning á ráðstefnu Hjólafærni og LHM, Hjólað til framtíðar, sem haldin var á Seltjarnarnesi í september 2018.

Mér finnst gaman að ferðast. Mér finnst gaman að sjá hvernig sjónarhornin breytast eftir því hvernig ég færist til. Hvað birtist á bak við næsta fjall, hvert rennur þessi lækur, hvernig tengjast þessir ásar og hálsar? Gluggasæti í lest (ef það er ekki of mikið af trjám) eða í flugvél (ef það er ekki of mikið af einsleitum skýjum) eru mínir staðir. Ég skil ekki hina týpuna; fólkið sem dregur fyrir gluggann eða skoðar eitthvað á blaðsíðum eða skjám, meðan stórbrotið eða spennandi útsýni líður hjá. Þá hugsa ég með mér: Veslings fólkið, ætli því finnist nokkuð gaman að hjóla? Fólk er svo lengi að koma sér frá einum áfangastað til hins næsta þegar hjólað er. Það er erfitt og hættulegt að lesa blöð og skoða snjallsíma meðan hjólað er. Auðvitað er líka fullt af spennandi efni á blaðsíðum og snjallsímum – heilu heimarnir. Og maður er fljótur að hendast heimanna á milli á blaðsíðum og skjám. Og maður er fljótur að ferðast heimshorna á milli í flugvél.

Malmö er sem kunnugt er í Suður-Svíþjóð í héraðinu Skáni. Borgin hefur lengi verið fræg fyrir mikla hlutdeild hjólreiða í umferð borgarinnar. Kannski hefur nálægðin við Kaupmannahöfn handan Eyrarsundsins þar eitthvað að segja  en sennilega hafa sögulegar ástæður líka einhver áhrif en borgin er gömul iðnaðarborg og reiðhjólið var gjarnan samgöngumáti verkafólks á 20 öld. Borgaryfirvöld Malmö virðast í gegnum tíðina hafa haft meiri skilning á hjólreiðum en í flestum öðrum borgum.

Ýmislegt gott í frumvarpinu

Unnið hefur verið að endurskoðun umferðarlaga undanfarinn áratug og er endurskoðað frumvarp til umferðarlaga nú fyrir Alþingi og í afgreiðslu hjá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Undirritaður hefur ásamt fleirum í laganefnd Landssamtaka hjólreiðamanna allan þennan áratug sent inn athugasemdir og ábendingar. Fulltrúar hjólreiðamanna fengu hinsvegar ekki að koma að borðinu þegar upphafleg endurskoðun fór fram.

Stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu er orðið þétt og samanhangandi. Nú er hægt að komast frá Mosfellsbæ í norðri að Hafnarfirði í suðri og frá Seltjarnarnesi í vestri að Norðlingaholti í austri eingöngu á stígum. Samanhangandi stígakerfi sem gerir hjólandi og gangandi vegfarendum kleift að komast milli staða án þess að deila stofnbrautum með hraðri umferð bíla hefur verið eitt helsta hagsmunamál Landssamtaka hjólreiðamanna frá upphafi.

Hefur þú upplifað að bíða eftir grænu ljósi í heila eilífð þegar þú hjólar á götunni og kemur að umferðarljósum?

Í samstarfi við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni verið með verkefni þar sem hægt er að koma með ábendingar um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Það er margsannað að starfsmenn sem hjóla til vinnu mæta ferskari, þeir eru hraustari, taka færri veikinda daga og þeir taka ekki síðasta lausa bílastæðið. Það er því til margs að vinna fyrir bæði starfsmenn og atvinnuveitendur að vel sé gert við þá sem hjóla og að hvetja fleiri til að prófa það. Hér eru nokkrir punktar.

„Á ég að skella mér í ferð með Fjallahjólaklúbbnum?  Það væri nú gaman að hjóla Nesjavellina.  Hef ekki komið þangað síðan ég var smápolli í bíltúr með pabba og mömmu.  Hjól?  Nei, ég hef nú ekki hjólað eftir fermingu en fékk gjafabréf frá vinnufélögunum í hjólreiðaverslun.  Kannski leynileg ábending um að nú þurfi að bæta líkamsástandið.  Stjáni á lagernum fékk rakspíra og undirhanda svitalyktareyði í jólavinaleiknum.  Það ætti að segja honum eitthvað karlanganum.“

Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1963 og ólst upp í Hvassaleiti þar til hann kláraði menntaskóla og fór í nám til Bandaríkjanna. Hann hefur á þessu ári hjólað í hálfa öld.

Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar  fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér.