Snati minn er voða góður íslenskur fjárhundur. Hann er líka voða glaður
þegar hann fær að hreyfa sig nóg. En ég bý í Reykjavík og er oft með
samviskubit yfir því að hann fái ekki nóga hreyfingu – eins og margir
aðrir hundeigendur.... En Snati hjólar. Og það er stóra gleðin í lífi
hundsins; út að hjóla og taka almennilega á því.