2008 var sérlega gott ár fyrir Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem telur nú metfjölda félaga. Klúbburinn stóð fyrir mjög blómlegu félagslífi; fjölbreyttum ferðum; skemmri og lengri ferðum innanlands og erlendis. Viðburðir í klúbbhúsinu voru líka fjölmargir og fjölbreyttir; myndakvöld, viðgerða-, ferðaundirbúnings-, teininga-, og vetrarbúnaðarnámskeið, konukvöld, kaffihúsakvöld og margt fleira. Hápunktur starfsemi ÍFHK '08 var samt án efa "Stóra Berlínarferðin" en 16 manna hópur hjólaði á 8 dögum frá Kaupmannahöfn til Berlínar og þriggja daga hjólaferðin um bakka Þjórsár.

hjólavísarFjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna hafa beitt sér fyrir því að hjólavísar yrðu málaðir á nokkrar götur til að auka þægindi og öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og nú eru þeir komnir á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnes. Við fögnum þeim ákaflega og vonum að þeim verði vel tekið.

Fyrir neðan eru tillögur og greinargerð sem LHM lagði fram á fundi með nefnd um heildar endurskoðun umferðarlaganna. Fyrsti undirbúningsfundurinn var haldinn um haustið 2007, síðan fóru ýmsar tillögur á milli á póstlista stjórnarinnar og að lokum var fundað um þetta í stjórninni og var samstaða um efnisatriði allra lagabreytingatillagnanna. Páll Guðjónsson skrifaði síðan inngangstextann.

 

Horft út um bílrúðuÉg tók bílpróf 17 ára gamall árið 1975.  Eftir það snerti ég ekki reiðhjól fyrr en ég keypti mér eitt slíkt árið 1986.  Í þessi 11 ár keyrði ég bara og keyrði.   Síðan hef ég verið nokkuð duglegur við að hjóla.  Í þau 22 ár sem liðin eru síðan ég uppgötvaði hjólið í annað sinn, hef ég ávallt haft bæði bíl og reiðhjól til umráða og hef nokkuð góðan samanburð á þessum gripum sem samgöngutækjum.  Ég hef búið í Reykjavíkurborg, í litlu sveitaþorpi úti á landi og ný bý ég á sveitabæ.  Reynsla mín er því töluverð!

DofriGóð tilfinning er titillinn á þessari færslu Dofra Hermannssonar á blogginu. Hann hefur verið duglegur að hjóla eins og lesa má og því bætum við honum á listann okkar yfir bloggsíður þar sem bloggað er um hjólamálefni ásamt öðru sem vert er að fylgjast með.

morgunbladidÞetta er yfirskriftin á ýtarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu 1. júní 2008. Þar er farið yfir stöðu hjólreiða hér á landi, stígar þræddir um höfuðborgarsvæðið og rýnt fram á veginn. Greinin er eftir Pétur Blöndal og er hin athyglisverðasta lesning fyrir hjólafólk. PG.

Reykjanesbraut úr Turninum Í dag var afar góð úttekt í Morgunblaðinu um hjólreiðastígana sem enn vantar meðfram stóru stofnæðunum, þrátt fyrir það að bæði ríkisvald og sveitarstjórnir hvetji almenning til hjólreiða og almennrar hreifingar. Við látum allan pistilinn fylgja. Páll Guðjónsson

 

Ekki þarf oft að fara um göngustíga Reykjavikur, eða annarra sveitarfélaga, til að komast að því að þar ríkja fremur tilviljanakenndar umferðarreglur. Erfitt er að framfylgja hefðbundnum umferðarreglum. Þar eru margs konar vegfarendur sem fara um á mjög mismunandi hraða:  Hundar, lausir og í bandi, göngufólk, hlauparar, skokkarar, börn, eldri borgarar, fólk með barnavagna, á línuskautum og á reiðhjólum. 

Eyrún og Fjölnir kynna vetrarhjólreiðar við PerlunaÞað var í fyrra vor sem hann Fjölnir vinur minn fór að hvetja mig í því að hjóla í vinnuna. Ég hélt hann væri galinn. Jú jú,ég átti fínt ca 10 ára gamalt, ónotað hjól í geymslunni, en að hjóla og það alla leiðina í vinnuna, það var óhugsandi.

Nýjasta útgáfa af þessu kennsluefni er að finna á vefnum hjólreiðar.is ásamt miklu af gagnlegu efni fyrir þá sem eru að tileinka sér reiðhjólið sem samgöngutæki: http://hjolreidar.is/samgonguhjolreidar-greinar/samgognuhjolreidar

 


 

Samgönguhjólreiðar – kynning John Franklin

Ráðhús Reykjavíkur. 22. september 2007

Inngangur

Tilgangur þessarar kynningar er að gefa gagnlegar ráðleggingar um hvernig best sé að nota reiðhjól sem samgöngutæki (e: vehicular cycling).

Ath. Þessi samantekt á kröfum og stefnumálum Landssamtaka hjólreiðamanna var uppfærð og útvíkkuð á Ársþingi LHM í febrúar 2010. Lesið stefnumálin hér .


Þann 17. janúar 2008 stóðu Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fyrir opnu málþingi með öllum stærstu samtökum hjólreiðamanna og þar var samþykktur fullur stuðningur við þær kröfur sem LHM hafði sent Alþingi um að hjólreiðafólki verði ekki bannað að nota forgangsakreinar eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir.

Fjölnir á NesjavöllumFerðalög eru og hafa verið mín helsta ástríða allt frá því ég man eftir mér. Tjaldútilegur og jeppaferðir með styttri eða lengri gönguferðum yfir sumartímann hefur átt stóran þátt í að móta mig á barns og unglings árunum. Ég ferðaðist með ömmu og afa, mömmu og pabba, og frændsystkinum úr stórfjölskyldunni og naut hverrar stundar. Það er því nokkuð skrítið finnst mér hvað ég uppgötvaði hjólið seint. Ég hef samt átt hjól síðan ég man eftir mér. Ég hjólaði allra minna ferða á Akranesi þar sem ég ólst upp, en einhvern vegin datt mér aldrei í hug að ferðast á því.

Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði Fjallahjólaklúbbinn að kviknaði á perunni. Ég hafði reyndar séð útlendinga hjóla um landið, en ég vorkenndi þeim af því ég hélt þeir væru svo fátækir að þeir hefðu ekki efni á bílaleigubíl eins og allir hinir. Seinna komst ég að því að mörg hver þessara alvöru hjóla með búnaði kosta á við bíl. Ástæðan fyrir því að hjóla frekar en að aka bíl eða mótorhjóli er tengingin við náttúruna og umhverfið sem maður fær með því að fara hægar yfir. Takmark ferðalaga er jú upplifunin sem maður lifir á leiðinni og/eða staðnum sem maður fer á en ekki fjölda kílómetra sem maður fór yfir ekki satt?

ForgangsakreinÞversagnir í öryggismálum hjólafólks

Ekki er allt sem sýnist í öryggismálum hjólafólks. Það sem virðist góðar hugmyndir hefur oft þveröfug áhrif í raunveruleikanum. Það er mikilvægt þegar reynt er að auka öryggi og efla hjólreiðar að ekki séu endurtekin mistök annarra þjóða þar sem illa hannaðar hjólabrautir og hjólareinar hafa reynst auka slysahættu en ekki draga úr henni. Hjálmaskylda hefur allsstaðar minnkað hjólreiðar án nokkurs árangurs í slysatölum enda koma hjálmar ekki í veg fyrir árekstra meðan kennsla í samgönguhjólreiðum kennir fólki að forða slysum og gefur fólki skilning á því hvernig best er að staðsetja sig umferðinni. Allt of mikið af umræðunni um hjólreiðar fjallar um hættur og öryggismál þegar raunin er sú að þær eru alls ekkert hættulegar heldur þvert á móti það sem líklegast er til að lengja lífið og bæta heilsufarið. Hjólreiðar eru hollari, ódýrari, öruggari og umhverfisvænni en flestir aðrir fararmátar.

Á samgönguviku 2007 kom hingað einn helsti sérfræðingur um þessi mál í Bretlandi og víðar, John Franklin. Bók hans er notuð sem kennsluefni fyrir þjálfun í miklu átaki þar og víðar með það markmið að auka notkun reiðhjóla til samgangna fólks á öllum aldri. Hann hélt meðal annars fyrirlestur um þversagnir í öryggismálum hjólafólks og vitnaði í ótal rannsóknir og slysatölur máli sínu til stuðning. Íslensk stjórnvöld gætu lært mikið af honum og sparað sér dýr mistök sem eru augljós okkur sem raunverulega notum hjól.

Við fengum leyfi til að þýða þennan fyrirlestur og mælum með að allir lesi hann.

Hjólaaðstaðan í París París er með hjólavænustu borgum heims. Þar eru yfirvöld ekkert hikandi við að gefa hjólum og almenningssamgöngum forgang í gatnakerfinu. Ýmislegt er gert til að auðvelda fólki að hjóla um borgina, hjólabrautir, hjólareinar, hjólavísar á götum, forgangsakreinar með almenningsvögnum og núna í sumar var ráðist í stórkostlegt verkefni með 10 ára samningi um almennings leiguhjól sem kostar lítið sem ekkert að nota. Ég var á ferð um París 2002 og tók þá þessar myndir af aðstöðunni þar.

Hjólarein í Reykjavík Til samanburðar fylgja með nokkrar nýjar myndir frá Reykjavík í tilefni laga sem liggja fyrir alþingi um að banna hjólreiðafólki að nota forgangsakreinar þvert á markmið ríkisstjórnarinnar um að skipulega verði unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja.

Vinstri umferð

Einhverjum kann að þykja þetta undarleg spurning því allir vita að það er hægri umferð á Íslandi. En í stígakerfinu í Reykjavík eru víða línur á stígum sem eflaust eru vel meintar og ætlað að auka öryggi en hafa þver öfug áhrif. Í stað þess að nota sömu umferðarreglur alls staðar er fólk sett í þær aðstæður á stígum Reykjavíkur að brjóta helstu grunnreglur umferðarinnar. Ef ekið væri á vinstri vegarhelming myndi það augljóslega valda stór hættu í umferðinni. Ef bílar færu yfir óbrotnar línur myndi það augljóslega valda stór hættu. Ef það væri vinstri umferð vestan Krinlumýrarbrautar en hægri umferð austan myndi það rugla fólk í rýminu. Ef til viðbótar víxlaðist þetta eftir því hvort leiðin lægi í austur eða vestur myndi það rugla fólk enn fremur, en þetta er raunin á stígum Reykjavíkurborgar. Af hverju er verið að hafa fyrir því að neyða hjólafólk á stígum Reykjavíkur til að þverbrjóta þessar grunnreglur?  stíg vantar

Á samgönguviku Reykjavíkurborgar september 2007 kom erlendur sérfræðingur, John Franklin, og flutti erindi sem fjölluðu meðal annars um þetta atriði. Hann vitnaði í tölur um slysatíðni sem voru fjórfalt hærri meðal hjólafólks í löndum þar sem svona var ruglað með almennar umferðarreglur á stígum miðað við lönd sem létu svona línur eiga sig og allir notuðu sömu umferðarreglur alltaf.

Í þessar myndsyrpu reyni ég að hjóla eftir svokallaðri leið tvö í stígakerfinu, leið sem á að liggja hringinn í kringum Reykjavík vestan Elliðaár, en eins og í ljós kom voru menn ansi fljótir á sér að teikna leiðir á kortið, nokkrum árum á undan áætlun.

Vantar stíg Í sumar ákvað ég að skoða nýja hjólastíginn í álverið, enda um frábært framtak að ræða þar. Ég veit hvernig á að keyra þangað framhjá Smáranum og IKEA svo ég reyndi að finna hjólastíga sömu leið enda hefur mikið verið kynnt net öruggra hjóla og göngustíga um allt höfuðborgarsvæðið.

Malarstígur aðalleiðin í Hafnarfjörð Ég myndaði það sem bar fyrir augun á leiðinni og það væri gaman að fá komment við textann og myndirnar.

En það er skemmst frá því að segja að það eru ekki neinar leiðir við sumar helstu umferðaræðarnar og það sem var merkt á kortum er víða stórhættulegt og engum bjóðandi. 

 

 

 

 

Er ekki mjög hollt að hjóla? Jú, um það eru flestir sammála. En hversu hollt? Er ekki líka hættulegt að hjóla, óvarinn eins og maður er, ólíkt fólki inni í bílum umlukið velprófuðum bílskeljum, auk líknarbelgja og bílbelta? 

 

Það er ástæða til að athuga þessi mál nánar. Hér verður ekki sagt frá neinum endanlegum sannleika, en vitnað í rannsóknir sem benda sterklega til þess að hjólreiðar eru mun hollari en margan grunar og hættan í umferðinni er mun minni en talið var.

Á síðari árum hefur umræðan um offitu farið vaxandi. Tæplega líður sú vika að ekki sé minnst á vandann. Hreyfingarleysi veldur offitu, á að giska nokkurn veginn jafnfætis við breytt mataræði. Margir sérfræðingar halda því fram að offita og hreyfingarleysi muni verða jafn alvarleg heilsuvandamál innan tíðar og reykingar eru nú, ef ekkert er að gert.

gönguvélin Stiklað á stóru í hjólasögunni eftir Sólver H. Sólversson Guðbjargarson
Hver hefði getað ímyndað sér skriðuna sem þýski baróninn Karl von Drais hrundi af stað!

Drais hafði fundið upp gönguvélina 1817 sem fékk viðurnefnið hóbbý hesturinn og leit út eins og tvíhjól nú til dags en þrátt fyrir að vanta fótstig var hægt að ná töluverðum hraða á góðu undirlagi.

   Á GÖTUNNI ERUM VIÐ SÝNILEG
   Það var eftir tvö alvarleg umferðarslys á gangstéttum borgarinnar að mér varð ljóst að ég varð að breyta ferðavenjum mínum. Það gekk ekki upp að þeytast um á 30 km hraða eftir stígum sem vart eru hannaðar fyrir 5 km hraða.
   Á stígunum var og er fullt af fólki, hundum, skiltum, kröppum beygjum, staurum, innkeyrslum og inngöngum húsa, ruslatunnum, blindhornum, skurðum, skyndilegum mishæðum, slám, strætisvagnaskýlum, köntum, bílum og glerbrotum.
   Svo þegar þvera átti akveg þá tróðu ökumenn á rétti mínum eins og ég væri ekki til ... eða á ég nokkurn rétt á þessum stað?

post5w.jpg... Lazy-Boy hjólreiðamannsins

Í flestum borgum Evrópu eru menn farnir að sjá að einkabílavæðingin hefur gengið sér til húðar því að hún hefur eyðilagt alla vistvæna þróun í borgum. Víða hafa borgaryfirvöld því gripið til þess ráðs að reyna sporna við þeirri þróun. Þannig hafa t.d. yfirvöld sums staðar gripið til sérstakrar skattlagningar stórra bíla eða lagt á vegtolla í sum borgarhverfi, lokað fyrir umferð bíla og bætt almenningssamgöngur.

Samhliða því hafa flestar borgir lagt sýnilegar og nothæfar hjólreiðabrautir til að lokka sem flesta til að fara allra ferða sinna á reiðhjóli.  En reiðhjól eins og við þekkjum þau henta ekki öllum. Mörgum finnst óþægilegt að ferðast á þeim og hafa því ekki treyst sér til að nota þau nema að takmörkuðu leyti.  Ástæður geta verið margar, t.d. nára- eða bakverkur.