Ég tók bílpróf 17 ára gamall árið 1975. Eftir það snerti ég ekki reiðhjól fyrr en ég keypti mér eitt slíkt árið 1986. Í þessi 11 ár keyrði ég bara og keyrði. Síðan hef ég verið nokkuð duglegur við að hjóla. Í þau 22 ár sem liðin eru síðan ég uppgötvaði hjólið í annað sinn, hef ég ávallt haft bæði bíl og reiðhjól til umráða og hef nokkuð góðan samanburð á þessum gripum sem samgöngutækjum. Ég hef búið í Reykjavíkurborg, í litlu sveitaþorpi úti á landi og ný bý ég á sveitabæ. Reynsla mín er því töluverð!