Malmö er sem kunnugt er í Suður-Svíþjóð í héraðinu Skáni. Borgin hefur lengi verið fræg fyrir mikla hlutdeild hjólreiða í umferð borgarinnar. Kannski hefur nálægðin við Kaupmannahöfn handan Eyrarsundsins þar eitthvað að segja  en sennilega hafa sögulegar ástæður líka einhver áhrif en borgin er gömul iðnaðarborg og reiðhjólið var gjarnan samgöngumáti verkafólks á 20 öld. Borgaryfirvöld Malmö virðast í gegnum tíðina hafa haft meiri skilning á hjólreiðum en í flestum öðrum borgum.

Ýmislegt gott í frumvarpinu

Unnið hefur verið að endurskoðun umferðarlaga undanfarinn áratug og er endurskoðað frumvarp til umferðarlaga nú fyrir Alþingi og í afgreiðslu hjá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Undirritaður hefur ásamt fleirum í laganefnd Landssamtaka hjólreiðamanna allan þennan áratug sent inn athugasemdir og ábendingar. Fulltrúar hjólreiðamanna fengu hinsvegar ekki að koma að borðinu þegar upphafleg endurskoðun fór fram.

Stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu er orðið þétt og samanhangandi. Nú er hægt að komast frá Mosfellsbæ í norðri að Hafnarfirði í suðri og frá Seltjarnarnesi í vestri að Norðlingaholti í austri eingöngu á stígum. Samanhangandi stígakerfi sem gerir hjólandi og gangandi vegfarendum kleift að komast milli staða án þess að deila stofnbrautum með hraðri umferð bíla hefur verið eitt helsta hagsmunamál Landssamtaka hjólreiðamanna frá upphafi.

Hefur þú upplifað að bíða eftir grænu ljósi í heila eilífð þegar þú hjólar á götunni og kemur að umferðarljósum?

Í samstarfi við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni verið með verkefni þar sem hægt er að koma með ábendingar um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Það er margsannað að starfsmenn sem hjóla til vinnu mæta ferskari, þeir eru hraustari, taka færri veikinda daga og þeir taka ekki síðasta lausa bílastæðið. Það er því til margs að vinna fyrir bæði starfsmenn og atvinnuveitendur að vel sé gert við þá sem hjóla og að hvetja fleiri til að prófa það. Hér eru nokkrir punktar.

„Á ég að skella mér í ferð með Fjallahjólaklúbbnum?  Það væri nú gaman að hjóla Nesjavellina.  Hef ekki komið þangað síðan ég var smápolli í bíltúr með pabba og mömmu.  Hjól?  Nei, ég hef nú ekki hjólað eftir fermingu en fékk gjafabréf frá vinnufélögunum í hjólreiðaverslun.  Kannski leynileg ábending um að nú þurfi að bæta líkamsástandið.  Stjáni á lagernum fékk rakspíra og undirhanda svitalyktareyði í jólavinaleiknum.  Það ætti að segja honum eitthvað karlanganum.“

Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1963 og ólst upp í Hvassaleiti þar til hann kláraði menntaskóla og fór í nám til Bandaríkjanna. Hann hefur á þessu ári hjólað í hálfa öld.

Margir eru haldnir söfnunaráráttu og hún tekur á sig margar myndir. Ein birtingarmynd hennar er sú tegund túrisma þegar  fólk safnar stöðum; 100 hæstu toppar landsins, fjöldi landa í heiminum, austasta og vestasta hitt og þetta og svo framvegis. Ég verð víst að játa að ég tilheyri þessum hópi fólks. Samt er það yfirlýst trú mín að ferðalög snúist um upplifanir fremur en tölfræði eða landakortaútfyllingar. Mín söfnunarhneigð tengist teiknaraeðlinu í mér. 

„Fárviðri. Ofsarok og rigning. Sást ekki í skip á ytri höfn fyrir sjódrifi. Ég fór af stað kl. rúmlega sjö á hjóli. Nokkuð mikill stormur var og er ég bremsaði þá ætlaði vindur að feykja mér af veginum. Setti mig tvisvar af hjólinu en það kom ekki að sök.“ Þannig lýsir Sveinn Mósesson ferð sinni til vinnu í dagbók þann 15. janúar 1942 en hann varð að taka daginn snemma því leiðin lá frá austanverðum Digraneshálsi til Reykjavíkur og því um langan veg að fara og veðrið sjaldan fyrirstaða.

Nytjahjól er samheiti fyrir það sem á ensku er kallað cargobike, rickshaw, delivery bike, delivery tricycle – sumir kalla þau hreinlega Christianiuhjól, sem er aðeins eitt vörumerki af mörgum þeirra sem framleiða nytjahjól.

Einn af kostunum við að hjóla á Íslandi er sá að eiga ekki á hættu að vera drepinn og étinn af villidýrum. Það er einna helst að flugur éti hjólreiðamenn en hjólreiðamenn éta örugglega enn meira af flugum. Meira að segja pödduvandamálið er minna hér en í flestum öðrum löndum heims.

Margir sjá framtíð samgöngumála snúast um sjálfkeyrandi bíla en persónulega myndi mér ekki líða vel á götunum innan um þessi tölvustýrðu apparöt enda hef ég ekki enn rekist á tölvu sem ekki gerir mistök eða bara eitthvað allt annað en hún á að gera, svona stöku sinnum amk. Einnig er verið að prófa að senda vörur til viðskiptavina með drónum. Ekki líst mér á þau háværu tól svífandi um og auka enn á umferðarniðinn.

Fimmtudaginn 30 mars verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að brekkustíg 2. Í boði eru auðveldar ferðir, erfiðar ferðir og allt þar á milli. Komdu og sjáðu hvort við höfum ekki eitthvað á prjónunum sem heillar þig. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15.

Árið 2011 varð verkefnið Hjólreiðar.is til í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna undir stjórn Páls Guðjónssonar. Bæði félögin eiga sér mikla sögu eins og sést á heimasíðum beggja og bæði hafa þau að markmiði að efla hjólreiðar. Hjólreiðar.is snýst um það markmið: að reyna að „selja“ hjólreiðar og taka saman á einn stað hnitmiðaðar upplýsingar fyrir þá sem eru að byrja eða eru bara forvitnir.

Lítil vinna virðist í gangi við breytingar á reglugerð um umferðarmerki þrátt fyrir aðkallandi þörf á að bæta þau og vegmerkingar vegna aukinna hjólreiða. Verkefnið var áður á verksviði Vegagerðarinnar en virðist hafa færst yfir á verksvið Samgöngustofu þegar lögum um þessar stofnanir var breytt 2012. Margskonar nýjar merkingar á yfirborði vega (og stíga) vantar en sumar eru þegar  í notkun hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum. Til dæmis má nefna línur sem afmarka hjólareinar og hjólastíga, örvar sem sýna hjólastefnu, hjólamerki, göngumerki, hjólavísamerki o.fl. Þá vantar ýmis umferðarmerki á skiltum. Til dæmis má nefna skilti sem sýna hjólarein, leið út úr botngötu, stefnuörvar fyrir hjólastíg, nýja vegvísa fyrir reiðhjól og myndræn undirmerki fyrir reiðhjól og önnur ökutæki. Velta má fyrir sér hvort heppilegt sé að skilgreina sérstaka hjólabraut yfir akbraut þar sem umferð hjólandi hefur forgang eins og á gangbraut. Til þess þarf þó einnig lagabreytingu.

Félagsmenn ÍFHK fengu sent með Hjólhestinum Hjólabingó leikinn sem er ætlað að hvetja þá sem ekki hjóla til að prófa það, fræðast um kosti reglulegra hjólreiða og vonandi komast upp á lagið með að nýta sér þennan góða valkost.

Á Velo-City ráðstefnunni 2015 hafði ég tækifæri til að skoða hvernig borgaryfirvöld í Nantes telja hjólandi og gangandi vegfarendur, í kynningarferð á vegum fyrirtækisins Eco-Counter, sem framleiðir tæki og hugbúnað til að telja hjólandi og gangandi umferð. Teljurum er komið fyrir á helstu leiðum inn í miðborgina og í miðborginni sjálfri. Talningin er sjálfvirk og aðgengileg borgaryfirvöldum í rauntíma því teljararnir eru nettengdir. Örfáir þeirra eru tengdir skjá sem sýnir talninguna í rauntíma á talningarstaðnum.

Gerum góða hluti enn betur

Umferðin er okkar allra og  þannig er það allt lífið. Þegar maður fylgist með fuglabjörgum eða horfir á síldartorfur, er alveg magnað að sjá hvernig allir komist um án þess að lenda nokkurn tíma saman. Best væri að það sama ætti við í mannheimum. Öll dýrin í skóginum væru vinir; full virðing og tillitssemi. Oftast er það líka þannig þegar við hreyfum okkur fyrir eigin orku en svo er eitthvað sem gerist hjá  mörgum okkar, ef einhver verkfæri bætast við sem koma okkur hraðar áfram. Fjölbreyttni í umferðinni kallar á samvinnu og ef hún er góð sköpum við í leiðinni aukið umferðaröryggi fyrir alla. 

Hjólað óháð aldri  - fáum vind í vangann
Hjólafærni á Íslandi – Cykling uden alder

Við mamma gengum saman á fjöll og fórum á skíði við hvert tækifæri. En eftir að hnéð sveik hana og hún þurfti að hætta sjálfstæðri búsetu, hefur dregið mjög úr sameiginlegri útivist okkar mæðgna. Hún elskar að komast í bíltúr, sem er auðvelt að bjóða og ég var hálft í hvoru búin að gleyma því hvað vindur í vanga og roði í kinnar væru henni líka mikilvæg upplifun.

Það var í Rangárvallasýslu sem hjólaferill minn hófst með harmkvælum. Eldri bróðir minn píndi mig til að læra á þetta fjárans apparat sem var ákaflega valt þegar ég sat á því. Þetta hafðist að lokum og kom sér vel síðar meir, þegar ég var við nám í marflatri þýskri borg sem státaði af hjólreiðamenningu. Með tímanum fékk ég svo hjólabakteríu sem grasserar mestan hluta ársins á vestfirskum fjallaslóðum og snjósköflum.