Sesselja TraustadóttirÍ haust fengu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendar nokkrar spurningar um hjólatengdar framkvæmdir. Öll svöruðu erindinu nema Álftanesbær. Eiginleg svör bárust ekki frá Seltjarnarnesi en þar var hins vegar óskað eftir samstarfsfundi. Á honum var farið yfir mögulegar aðgerðir og hugmyndir um hjólavæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir hönd sveitarfélaganna svöruðu erindinu Pálmi Freyr Randversson hjá Reykjavíkurborg, Tómas Guðbert Gíslason hjá Mosfellsbæ, Eysteinn hjá Garðabæ, Steingrímur Hauksson hjá Kópavogi og Helga Stefánsdóttir hjá Hafnarfirði. Steinunn Árnadóttir og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn á Seltjarnarnesi með greinahöfundi og Árna Davíðssyni, formanni LHM. Hér eru öll svörin birt eins og þau bárust frá sveitarfélögunum.

Hjólum lagt við Bíó ParadísÞessi mynd var tekin síðasta dag tilraunaverkefnis með hjólamerkingar á Hverfisgötu. Það var margt jákvætt við þetta verkefni enda lýstu Landssamtök hjólreiðamanna yfir ánægu sinni með verkefnið. Það virðist þó alveg hafa farið frá hjá fréttamiðlunum sem fengu þá fréttatilkynningu fyrir utan Fréttablaðið sem birti hana.

Þvert á móti komu hinar furðulegustu fréttir í fjölda fréttamiðla sem opinberuðu í besta falli mikla fáfræði og fordóma fjölmiðla eða kraftmikinn áróður í þágu einkabílisma hjá ósjálfráða fjölmiðlum.

Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis.  Þegar hjólað er af stað er rétt að hafa í huga að fyrir reiðhjól gilda um margt sömu lögmál í umferðinni og fyrir bíla.

Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn.

Á umferðarþungum stofnbrautum með að- og fráreinum og miklum umferðarhraða gilda að hluta aðrar reglur. Um hjólreiðar á stofnbrautum er ekki fjallað í þessum pistli.

1. Stofnun hjólaráðs
Stofnaðu hjólaráð til að móta þá stefnu og þær hugmyndir sem fyrirtækið/stofnunin gæti unnið eftir og væru líklegar til árangurs.

Markmið ráðsins væri einnig að koma hugmyndunum í framkvæmd og það með vilja stjórnar. Myndun samgöngustefnu gæti verið hluti af aðgerðunum.

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en á vef Landssamtaka hjólreiðamanna eru nokkrar hugmyndir.Smellið hér.  

Hvað þarf að gera til að hjólreiðar verði raunhæfur kostur fyrir þig?
Við þekkjum það öll að vera föst í viðjum vanans og finna okkur ýmsar ástæður til að viðhalda þeim. En er hægt að hafa áhrif á þig? Viltu skipta um gír? Hvaða hindrar þig í að gera hjólreiðar að lífsstíl þínum?

Hjólað í vinnuna Hjólað í vinnuna fór fyrst af stað árið 2003. Landsmenn hafa tekið átakinu mjög vel og hefur þátttaka aukist um 1400% frá upphafi. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Fjölnir Björgvinsson Þó að 20. afmælisár Fjallahjólaklúbbsins hafi verið í fyrra og dagskrá klúbbsins verið  fjölbreyttari en nokkru sinni að því tilefni, er samt útlit fyrir að það herrans ár 2010 verði enn stærra og fjölbreyttara. Þar má nefna nokkrar ferskar nýjungar eins og matreiðslunámskeið fyrir ferðalanga á fjöllum (fyrir göngu- og hjólreiðafólk), fyrirlestur um næringu og nesti, ratleiki, gpsnámskeið og ýmiss konar kynningar frá fyrirtækjum eins og ferðaskrifstofum og útivistar- og hjólabúðum. Fastir liðir í dagskránni verða eins og fyrri ár: viðgerðanámskeiðin eftirsóttu í þremur þrepum, teiningarnámskeið, myndakvöld, bíókvöld, ferðaundirbúningsnámskeið o.m.fl.

Verkefni fyrir sveitarfélög þéttbýlistaða

Mikið hefur verið rætt um að stjórnvöld eigi að fara í mannfrekar framkvæmdir. Margar hugmyndir eru fremur galnar og munu oft og tíðum kalla á enn ferkari útgjöld samfélagsins í framtíðinni. Hins vegar eru einnig til mjög arðbærar framkvæmdir. Það sem að samgöngum snýr er að breyta hönnun samgöngukerfisins til samræmis við það sem gerist hjá nágrannalöndunum svo hægt verði að koma á jafnræði milli allra samgönguhátta.

0101-forsida2w.jpg Svona leit fyrsta forsíða Hjólhestsins út 1992. Undanfarið höfum við verið að skanna inn elstu blöðin og gera aðgengileg á vef klúbbsins . Það vekur athygli að þó margt hafi breyst þá er líka svo margt sem ekkert hefur breyst. Greinin Varnarbarátta hjólreiðamanna – skýrum kröfum allt frá 1993 ekki sinnt sýnir að baráttumálin eru enn þau sömu og má lesa marga kjarnyrta pistla í elstu árgöngum Hjólhestsins eftir t.d. Magnús Bergs sem enn berst fyrir úrbótum eins og lesa má í greininni Arðbærar mannfrekar framkvæmdir . Eins var í þessu fyrsta blaði ferðasaga frá Landmannalaugum rétt eins og í þessu blaði.

Páll Guðjónsson Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur áratugum saman barist fyrir bættum aðstæðum til hjólreiða og undanfarin ár hefur sú barátta færst undir hatt Landssamtaka hjólreiðamannanna í samvinnu við hin stóru hjólafélögin.
Á þessum vettfang er unnið mikið og gott starf og árangurinn víða sýnilegur, þó oft hafi þetta því miður verið varnarbarátta við að halda í okkar réttindi og að berjast gegn óskynsamlegum aðgerðum yfirvalda.

Morten Lange Heldur þú að umhverfismál hafi eitthvað með hjólreiðar að gera? Hjólar þú vegna þess að það er svakalega „grænt”?  Kannanir hafa sýnt að flestir sem  hjóla hafa aðrar ástæður fyrir því að hjóla en einhver gildi. Menn hjóla oft vegna þess að er ágætis leið til að halda sér í þokkalegu formi, vegna þess að það er gaman, veitir frelsi og  lætur manni liða vel. Og stundum vegna þess að hjólreiðar eru, miðað við aðstæður, skásti kosturinn til að koma sér á milli staða fyrir einn eða fleiri á heimilinu. Nýlega hefur verið endurvakning í hjólamenningu sem undirstrikar að hjólreiðar eru svalar (Cycle-chic)

bílahjálmur Hjólamenning er margskonar enda spannar áhugasvið hjólreiðafólks jafn vítt svið og annars fólks. Fjallahjólaklúbburinn er alls ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á fjallahjólum og því að hjóla á slíkum hjólum. Hann rúmar öll svið og hefur verið drifkrafturinn í hagsmunagæslunni sem nú er unnin innan Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem ÍFHK er stærsta aðildarfélagið.

Páll Guðjónsson Eftirfarandi er úrdráttur og samantekt úr athugasemdum Landssamtaka hjólreiðamanna, LHM, við drög að nýjum umferðarlögum. Andstöðu við skyldunotkun hjálma má ekki túlka sem andstöðu við notkun hjálma. LHM er alls ekki á móti notkun hlífðarhjálma, flest notum við þá, a.m.k. við vissar aðstæður. Við erum heldur ekki á móti fræðslu um hjálma. Við viljum að fólki sé frjálst að hjóla með hvern þann hlífðarbúnað sem það kýs.

 

Morten LangeÞegar bent er á hjólreiðar sem lausn í samgöngumálum koma margir með mótbárur á þá leið að ekki sé raunhæft að „allir hjóli“.  Ef hins vegar er horft til hreyfingarleysis Íslendinga og lausna í samgöngumálum má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið, að ekki sé raunhæft að "allir" séu á bíl.  Yfirvöld gera samt ráð fyrir því. En lausnin er í raun aldrei einn og einfaldur, heldur samansafn af leiðum. Þetta snýst allt um áherslur.
Sérstaða hjólreiða til samgangna er að þær eru jákvæðar á svo marga vegu og leysa mörg af vandamálum samtímans.  Margt bendir einnig til þess að hjólreiðar hefðu verið miklu vinsælli til samgangna ef áherslurnar hefðu verið aðrar eins og t.d. í Danmörku og Hollandi.

Ef ætlunin er að hjóla allt árið er ekki verra að eiga þokkalegt hjól en aðalatriðið er að kunna að búa það rétt þannig að hægt sé að fara á hjólið án þess að þurfa að klæða sig sérstaklega upp fyrir það,« segir Magnús Bergsson sem hjólar allra sinna ferða, bæði sumur og vetur. »Þegar farið er allra ferða sinna hjólandi er ekki nauðsynlegt að klæða sig meira en þegar maður er akandi á bíl. Þetta eru mistök sem flestir hjólreiðamenn gera, að klæða sig alltof mikið. Um leið og menn eru farnir af stað þá hlýnar þeim enda er það yfirleitt bara rétt þegar fólk fer af stað sem því er kalt. Það skiptir aðallega máli að hlífa höfði og puttum því flestir fara tiltölulega stuttar vegalengdir, kannski um fimm kílómetra og þá þarf ekkert að klæða sig óskaplega vel fyrir það. Góð húfa gerir þannig oft meira gagn en góð úlpa.

Þróunarverkefni í Hjólafærni lauk í Álftamýrarskóla vorið 2009. Þá hafði öllum nemendum í 4.-7. bekk skólans verið boðin þátttaka, völdum nemendum úr 8. bekk og foreldrum boðið til fræðslu. Viðhorfskönnun á meðal foreldra sýndi mikla ánægju með þetta námsframboð. Nemendur unnu í litlum hópum og kynntust hjólinu sínu, stilltu hjálminn og spáðu í fatnað til hjólreiða. Í framhaldinu var farið í hjólaleiki og alls kyns þrautir áður en farið var í flæði umferðar. Unnið var með umferð á stígum og gangstéttum og að lokum var farið yfir hjólreiðar í almennri umferð á rólegum umferðargötum. Breska hugmyndin úr Bikeability var færð til íslensks umferðarsamfélags og kennd sem Hjólafærni.

Þegar ný stjórn tók við á síðasta aðalfundi var rífandi gangur hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Metfjöldi félaga og dagskráin þétt og fjölbreyttari en nokkru sinni. Sú þróun heldur áfram og nú eru klúbbmeðlimir um 800. Árið byrjaði með viðburðum í klúbbhúsinu svo sem hefðbundnum myndakvöldum, viðgerðanámskeiðum, bíókvöldum, skemmtilegum kaffihúsakvöldum að ógleymdum fyrirlestri Beth Mason sérfræðingi í hjólauppsetningu (á ensku: bike fit). Ferðir hafa verið margar og mjög skemmtilegar.

Er þversögn í því að öryggi hjólreiðamanns sé best borgið á götunni? Hvað með gangstéttina? Þar er enginn á bíl – verða þá nokkur slys þar? Hvenær stuðar bíll hjól? Hvenær stýrir ökumaður ökutæki sínu á hjólreiðamann á reiðhjóli? Algengustu tilvikin eru þar sem hjól þvera veginn. Enginn fyrirvari – jafnvel skert útsýni. Búmm!

Eigum við þá að leggja hjólunum í geymsluna, skutla börnunum í skólann og skjótast á bílnum í sjoppuna en hjóla svo á góðviðrisdögum í Nauthólsvíkina og njóta þess að anda þá að okkur fersku lofti á ferð um borgina? Af hverju ekki að læra rétta staðsetningu reiðhjólsins á götunni og gera hjólið að samgöngutæki númer eitt á heimilinu?

Í haust voru málaðir svo kallaðir hjólavísar á nokkrar götur í Reykjavík. Það var á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og Einarsnes í póstnúmeri 107 og Langholtsveg og Laugarásveg í póstnúmeri 104.

Hvað eru hjólavísar?

Á ensku heita hjólavísar »Bike-and-chevron«. Þeir hafa verið notaðir víða um heim. T.d. í San Francisco og fleiri borgum í BNA, París í Frakklandi, Brisbane í Ástralíu, Zürich í Sviss og Buenos Aires í Argentínu. Hjólavísar eiga að gefa bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra.