Haustið 1993 afhenti klúbburinn fulltrúum borgarinnar undirskriftalista um bætta aðstöðu til handa hjólreiðamönnum. Um svipað leiti sendi klúbburinn bréf til Dómsmálaráðuneytisins um að bæta við í umferðamerkjaflóruna merki sem varar bílstjóra við hjólandi umferð. Fljótlega upp úr áramótunum var stofnuð hjólanefnd innan borgarkerfisins sem átti að skila af sér tillögum um úrbætur fyrir kosningar. Fengu hagsmunasamtök fatlaðra og Fjallahjólaklúbburinn að koma með sínar tillögur.