Framkvæmdir í Reykjavík
Eitthvað vafðist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkið borgaði nýju göngu og hjólabrúna yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaður en Ingibjörg Sólrún útskýrði það í grein til Morgunblaðsins 22.des 1995. „Vegagerð ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki.