Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hafa uppgötvað hjólreiðar. Það eru til staðir á Íslandi sem eru til fyrirmyndar fyrir hjólandi og gangandi umferð. Víðidalurinn er einn af þessum stöðum. Allar aðstæður þar eru til fyrirmyndar. Göngustígarnir eru tvískiptir, annar helmingurinn fyrir hraða umferð og hinn fyrir hæga umferð. Þótt að landsmenn séu ekki allir búnir að uppgötva til hvers þetta strik er eiginlega þá er þetta spor í rétta átt. Það er meira að segja sér hestastígur. Hrifningin snarminnkaði hins vegar þegar ég komst í kast við hestamennina þar í fyrsta sinn. Hingað til hef ég ekkert haft á móti hestamönnum. Ég þekki meira að segja persónulega nokkra hestamenn og þeir eru ekkert verri en gengur og gerist.

Við sem hjólum að staðaldri þekkjum öll þá fordóma sem fylgja hjólreiðum. Hver þekkir t.d ekki setningar eins og: "Ertu alveg brjáluð/aður að hjóla í þessu veðri", eða: "Á ég ekki bara að skutla þér".
Fólk sem segir svona lagað veit greinilega ekki af hverju það er að missa. Það er einmitt tilgangurinn með þessari grein, að sýna fram á þessi undraverðu áhrif sem hjólreiðar hafa á líkamann og grufla aðeins í matarræðinu.

Að undanförnu hafa fjölmiðlar keppst um að kynna kostnaðarsamar framkvæmdir varðandi stofnbrautir í borginni. Þar er um að ræða breikkun Vesturlandsvegar og Miklubrautar, einnig mislæg gatnamót við Höfðabakka og Kringlumýri.

Sífellt er verið að gera umhverfi okkar ónáttúrulegra með meira malbiki og steinsteypu. Þessar framkvæmdir eru einungis til þess fallnar að auka hraða, slysahættu, hávaða og þar með fyrringu. Þessi umfjöllun í fjölmiðlum hefur verið afskaplega einhliða og virðist sem svo að ekki sé það spurning hvort af þessum mannvirkjahryllingi verður heldur hvenær af honum verður.