Sumir eiga bíla og aka þeim, eins og þeim þóknast um landið. En við getum ekki öll átt bíla. Það er heldur ekki nauðsynlegt. Áætlunarbílar ganga um alla helztu vegi. En auðvitað fer áætlunarbíll aðeins þá leið, sem honum er ætlað að fara. Og ekki er hann að stanza, til að lofa okkur að skoða Dettifoss, Ásbyrgi, Dimmuborgir eða hellana við Ægissíðu. Og enn síður fer hann heim í hlað til allra kunningja, sem okkur langar til að sjá. Hann bíður heldur ekki þar til þokunni léttir, svo við getum séð Herðubreið eða Tindastól.