Ég var búin að ákveða að fara ekki í þessa ferð, en þegar nær dró helginni og ég sá hversu góð spáin var, undirstakk ég systir mína að hafa litlu stelpuna og bróðir minn að sækja mig ef ég gæfist upp. Veðurblíðuna á laugardagsmorgninum stóðst ég auðvitað ekki, og ákvað að skella mér með manninum vitandi að blessaður gsm síminn virkaði og bróðir minn með kveikt á sínum. Það var mjög vel tekið á móti okkur á planinu (þó við værum í síðasta falli). Drifum við í því að græja okkur og leggja af stað.
Laugardagsmorguninn 20. maí rann upp með sólskini og hlýju veðri. Um klukkan 9:00 voru fjórir herramenn mættir galvaskir til ferðar frá Árbæjarsafni í fyrstu af 5 dagferðum klúbbssins í sumar.
Föstudagskvöldið var ekið í skálann í Jökulheimum þar sem hópurinn gisti. Laugardaginn ákvað hópurinn að fara upp að jöklinum og skoða sig um og eru flestar myndirnar teknar þar. Síðan var hjólað áleiðis í átt að Veiðivötnum en vegna rigningar var minna tekið af myndum þar og á sunnudeginum.
Skagfirska 8an er hjólakeppni í frábæru umhverfi. Hún er ekki haldin af klúbbnum en það er óhætt að segja að félagsmenn ÍFHK og einnig HFR fjölmenntu í keppnina og var fólk almennt mjög ánægt með keppnina. Ekki voru allir að keppa að titli heldur bara að taka þátt í ferðinni og hafa gaman af.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.