8788492 og losa! Búin að kaupa sólarhringsleigukort að og
París er mín. Svona einfalt er að ferðast um París fyrir 1 evru á dag.
Við sannreyndum það mæðgur á ferð okkar um borgina á dögunum. Fyrir
þessa einu evru vorum við með afnot af Velib’ hjóli í sólarhring og
komumst á einkar ánægjulegan hátt um alla borgina.
Stöðvarnar liggja þétt og við höfðum hvert hjól í 30 mín. í senn. Utan við húsið okkar í hverfi 9 voru 28 m í næstu hjólastöð. Þar biðu þau eftir okkur; u.þ.b. 20 hjól í röð sem við gátum valið á milli. Ég valdi alltaf hjól sem var með heilleg handföng og virtist í góðu standi. Einstaka sinnum mátti sjá hjól með slitna keðju eða laskað að öðru leyti. Hins vegar er líklegt að þau hafi verið fljótlega fjarlægð af starfsmönnum JCDecaux og einkennandi var hversu heilleg flest hjólin voru.