Fyrir ári síðan þegar ég sagði fólki að ég ætlaði að hjóla í kringum
Ísland til styrktar krabbameinsrannsóknum fékk ég misjöfn viðbrögð.
Sumir voru spenntir, aðrir voru efins, enn aðrir vissu hreinlega ekki
hvernig ætti að bregðast við svona fréttum. Hins vegar voru flestir
sammála um að ég væri klikkuð. Ég hafði aldrei tekið þátt í, hvað þá
skipulagt eins míns liðs, svona stórt átak. Ég vissi ekki einu sinni
hvar ég átti að byrja!