Ég fann hvernig tárin hrukku af hvörmunum og vindurinn gnauðaði fyrir eyrunum á 45 km hraða niður af Herðubreiðarhálsinum. Sumri var tekið að halla og síðustu gönguhrólfarnir víðast hvar að renna út af hálendisbrúninni þetta árið. En hér var ég á fleygiferð á fjallahjóli ásamt þrjátíu 9. bekkingum úr Smáraskóla, í blábyrjun september 2009.

Ég vildi gjarnan deila með áhugafólki um hjólreiðar, ferð sem við fjölskyldan og tveir vinir fórum í sumar frá Reykjavík til Laugarvatns. Þetta er mjög létt og skemmtileg leið. Við höfðum ákveðið að leggja af stað í þessa ferð þann 16. júní. Þegar vika var til stefnu bentu veðurspár til þess að þennan dag yrðu 15-17 metrar á sekúndu og þó ég sé nokkuð vanur hjólreiðamaður finnst mér ekki gaman að hjóla í miklum vindi. Vegna veðurfars á Íslandi er oft gott að vera með plan B. Í okkar tilfelli breyttum við dagsetningunni í 17. júní og var því ferðin enn hátíðlegri en ella. Allir voru orðnir mjög spenntir og veðurspáin var frábær; logn og sól!!

Hjólaferð með 8. bekk 2009 Það var snemma að morgni fimmtudagsins 27. ágúst síðastliðinn sem vaskur 40 manna hópur 8. bekkinga í Norðlingaskóla (17 nemendur) og Kópavogsskóla (23 nemendur) lagði upp í tveggja daga hjólaferð um hálendi Íslands. Hvað Norðlingaskóla varðar var ferðin fyrsti liðurinn í því að innleiða metnaðarfulla útivistaráætlun í öllum árgöngum skólans. Fararstjóri ferðarinnar var Kristín Einarsdóttir sem meðal annars hefur átt veg og vanda að útivistarferðum Smáraskóla undanfarin ár. Rútufyrirtækið Snæland-Grímsson lagði af rausnarskap sínum til rútu, jeppa, kerrur og bílstjóra sem fylgdu krökkunum allan tímann en auk bílstjóranna og Kristínar voru þrír kennarar með í för, tveir frá Norðlingaskóla og einn frá Kópavogsskóla, auk hjálparsveitarmanns sem einnig þjónaði hlutverki hjólaviðgerðarmanns.

úr Skorradalsferðinni 2009Það var ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum var hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að Fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum.

Skoðið gallerí með myndum Magnúsar Bergssonar úr ferðinni hér.

Nesjavallaferð ÍFHK 2009Myndir Magnúsar Bergs úr hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli eru loksins komnar á netið. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.

Hjóla Hrönn með verðlaunabikar Eftir gott starf í allt sumar var lokaferð þriðjudagskvöldferðanna stutt. GÁP bauð okkur í glæsilega grillveislu. Búðin var opin og ýmis góð tilboð í boði þetta kvöld. Þriðjudagsbikarinn var afhentur; í ár var það Hrönn sem hlaut bikarinn sem Alhliða flutningaþjónustan gaf. Smellið á myndina til að að skoða myndir frá þessu skemmtilega kvöldi.

Stofnendur ÍFHK Þegar kúbburinn varð 20 ára í sumar héldum við upp á afmælið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Margir hafa starfað fyrir klúbbinn í gegnum tíðina og mættu margir þeirra ásamt nýrra fólki. Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af stemningunni þetta kvöld.

Hjólað berbaktÁ Menningarnótt í Reykjavík 2009 mættust glaðir hjólakappar kl. 15 á Miklatúni og rúlluðu þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Fólk var hvatt til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð eða að mæta í búningum eða skrautlegum fötum.

SjósundÍ þriðjudagsferðinni 11/8/2009 var farið kl 19 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum eins og venjulega í sumar. Stefnan er tekin á Gróttu sem er náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og útlit var fyrir þetta kvöld. Að þessu sinni var brugðið útaf vananum og er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni.

Startið í Lillehammer Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri, Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú, auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20 km í beit og var alveg að...