Forsagan
Frá því ég keypti CUBE-Fákinn vorið 2012 hefur fólk verið að hvetja mig til að mæta í Bláalónsþrautina. Sumir ætluðust jafnvel til að ég mætti tveimur mánuðum eftir að ég fékk hjólið. Ég var efinst þá en svo viðbeinsbrotnaði ég þannig að ekki þurfti að pæla mikið í því.
Ferðirnar með Fjallahjólaklúbbnum frá Reykjavík að Úlfljótsvatni hafa verið einstaklega góður undirbúningur fyrir Bláalóns keppnina þar sem maður verður að passa að sprengja sig ekki. Það var því ekki spurning um að mæta í keppnina 2013.