Forsagan

Frá því ég keypti CUBE-Fákinn vorið 2012 hefur fólk verið að hvetja mig til að mæta í Bláalónsþrautina. Sumir ætluðust jafnvel til að ég mætti tveimur mánuðum eftir að ég fékk hjólið. Ég var efinst þá en svo viðbeinsbrotnaði ég þannig að ekki þurfti að pæla mikið í því.

Ferðirnar með Fjallahjólaklúbbnum frá Reykjavík að Úlfljótsvatni hafa verið einstaklega góður undirbúningur fyrir Bláalóns keppnina þar sem maður verður að passa að sprengja sig ekki. Það var því ekki spurning um að mæta í keppnina 2013.

Helgina 21.-22.september 2013 var farin haustlitareiðhjólaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Hjólað var frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, gist í skála Útivistar og hjólað til baka. Nánar um ferðatilhögun hér.

Hér má sjá nokkrar myndir sem Ólafur Rafnar Ólafsson tók í ferðinni:

Hjólaleikfélagið heitir nýtt verkefni sem Arnaldur Gylfason stýrir með góðum samstarfsmönnum og starfar undir merkjum Fjallahjólaklúbbsins. Það stóð fyrir námskeiðum sem nefnast Hjólaleikni fyrir börn í þremur bekkjum í Vesturbæjarskóla í síðustu viku.

Að þessu sinni var hjóluð ríflega 50 km leið niður að Úlfljótsvatni, en við látum nafnið halda sér, hefðarinnar vegna.

Ljósmyndir: Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson - Maí 18, 2013

 Brellurnar er hópur kvenna sem flestar búa á Patreksfirði. Nafnið, sem rímar við gellurnar, er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Krístín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir.

Þær hjóluðu 640 km. Vestfjarðahringinn sumarið 2011 til styrktar Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur.  Aldur Brellnanna er  frá 25 – 46 ára eins og er og vonandi bætast fleiri í hópinn smátt og smátt.