vestfirdir2012hh.jpgHjólaferð til Vestfjarða, hjólaðir voru tvær dagleiðir úr Hjólabók Ómars Smára. Ljósmyndir: Hrönn harðardóttir

stiflisdalur-hh.jpgFrábær fjallahjólaleið í léttari kantinum um Stíflisdal 8. júlí 2012. Lagt var af stað kl. 13 frá vegamótum Þingvallavegar og Kjósarskarðsvegar. Vegalengd: 30 km.  Erfiðleikaflokkun: 6 af 10.

Viðey Svipmyndir úr árvissri ferð Fjallahjólaklúbbsins út í Viðey. Ljósmyndari: Hrönn Harðardóttir.

Smellið á myndina til að sjá allt myndagalleríið.

Þriðjudagskvöldferðirnar eru vikulegar fjölskylduvænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust. Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reiðhjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.

wow-cyclothon

Það er mikil gróska í hjólasportinu á Íslandi rétt eins og öðrum hliðum hjólreiða. Nú er nýlokið fjölmennustu hjólreiðakeppninni Bláalónskeppnin og að byrja sú lengsta WOW cyclothon sem nær hringinn í kringum landið.

Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012 var haldin með pomp og prakt. Grillaðar pulsur ofan í liðið, svo var spjallað um heima og geima fram eftir kvöldi. Þeir sem voru í þriðjudagskvöldferðunum ákváðu að mæta prúðbúnir til hófs, gleymdist bara að láta þau boð ganga áfram til annara félagsmanna, enda almennt ekkert dress-code í klúbbnum og gestir mega koma eins og þeir eru klæddir, nema kannski þeir séu naktir.

Jón Örn Bergsson

Jón Örn Bergsson ferðaðist með Fjallahjólaklúbbnum hér á árum áður og tók þá mikið af slidesmyndum. Hann mætti með þær eina kvöldstund í klúbbhúsið og skemmti okkur með þeim og sögum frá ferðalögum sínum.

Myndir tók Hrönn Harðardóttir (á Casio vél, já, ég veit ég ætti varla að nefna það...) 

Haukur Eggertsson Hálendið opnaðist óvenju seint sumarið 2011, og þurfti því að leita sér fanga víðar, skyldi stigið á sveif. Snemma júnímánaðar lögðum við frúin því af stað í fjögurra daga ferð um uppsveitir Mýrasýslu, Hnappadal, Heydali, Skógarströnd og Bröttubrekku. Margar þessara leiða sem við fórum finnast ekki á kortum og verandi ekki fjarri Reykjavík, gæti ýmsum þótt ferðasagan og leiðarlýsingin áhugaverð.

havardur-tryggvason.jpg Fyrir um ári síðan tók ég þá ákvörðun að hjóla á komandi sumri góðan hring um landið til að fagna 50 ára afmæli mínu og um leið láta eitthvað gott af mér leiða. Fyrsta hugmyndin var að hjóla hringveginn en eftir nokkrar vangaveltur og reynslutúra í kringum Reykjavíkursvæðið varð ég því afhuga vegna mikillar  umferðar og lélegra vegaxla. Þá datt mér í hug að skoða Vestfirðina og las m.a. tvær ferðasögur í Hjólhestinum sem kveiktu í mér og það varð ekki aftur snúið. Í byrjun var planið að tutla þetta einn með allt á hjólinu, en þegar konan mín Þórunn María Jónsdóttir bauðst til að trússa ferðina ásamt börnunum okkar tveimur, þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Þá hafði ég samband við Hollvini Grensás og bauð þeim að fara þessa ferð til styrktar verkefninu Á Rás fyrir Grensás, sem var þáð með þökkum. Ferðina tileinkaði ég frænda mínum og jafnaldra Kristjáni Ketilssyni, sem hefur verið lamaður eftir bílslys frá 17 ára aldri.