Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra föstudaginn 14.12.12 kl 12:14.

Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum. Að sjálfögðu voru mættir fulltrúar frá ÍFHK og LHM og festi ljósmyndari klúbbsins Hrönn Harðardóttir viðburðinn á filmu.

Hvað er betra í upphafi aðventu en gíra sig niður í smá kósíheit og jólastemmingu með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum? Nokkrir félagar tóku harðjaxladæmið á þetta 30 nóv. og hjóluðu úr bænum Nesjavallaleið að bústaðnum við Úlfljótsvatn. Næsta dag var hjólað niður Grafninginn og í gegnum Þrastarskóg.

Tilraun tvö til að hjóla um þetta ægifagra landssvæði heppnaðist svona líka ljómandi vel. Í fyrra var svo brjálaður meðvindur að mér gekk illa að hemja fararskjótann sem endaði á að henda mér af baki og inn í bíl til Bjögga.

Sigurvegari að þessu sinni var Svanhildur Óskarsdóttir. Hjálmar mætti að vísu jafn oft, en varð að lúta í lægra haldi með hlutkesti.

Farandbikar og minjagrip gaf Hákon J. Hákonarson. Teitið var haldið í hjólaversluninni GÁP.

Myndir: Hrönn Harðardóttir, Geir Harðarson og Magnús Bergsson

landmannalaugar2012Hjólað var á tveimur dögum frá Landmannalaugum niður að Hellu með viðkomu í Dalakofanum.

Ljósmyndir í fyrsta mynda galleríi: Hrönn Harðardóttir og Marteinn Þór Sigurðsson

uxahryggirLogn og blíða, en smá rigning, rétt til að skola ferðarykið af reiðkjótum og hjólaknöpum. Myndir Hrönn Harðardóttir

vestfirdir2012hh.jpgHjólaferð til Vestfjarða, hjólaðir voru tvær dagleiðir úr Hjólabók Ómars Smára. Ljósmyndir: Hrönn harðardóttir

stiflisdalur-hh.jpgFrábær fjallahjólaleið í léttari kantinum um Stíflisdal 8. júlí 2012. Lagt var af stað kl. 13 frá vegamótum Þingvallavegar og Kjósarskarðsvegar. Vegalengd: 30 km.  Erfiðleikaflokkun: 6 af 10.

Viðey Svipmyndir úr árvissri ferð Fjallahjólaklúbbsins út í Viðey. Ljósmyndari: Hrönn Harðardóttir.

Smellið á myndina til að sjá allt myndagalleríið.

Þriðjudagskvöldferðirnar eru vikulegar fjölskylduvænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust. Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reiðhjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.