Sumir eiga bíla og aka þeim, eins og þeim þóknast um landið. En við getum ekki öll átt bíla. Það er heldur ekki nauðsynlegt. Áætlunarbílar ganga um alla helztu vegi. En auðvitað fer áætlunarbíll aðeins þá leið, sem honum er ætlað að fara. Og ekki er hann að stanza, til að lofa okkur að skoða Dettifoss, Ásbyrgi, Dimmuborgir eða hellana við Ægissíðu. Og enn síður fer hann heim í hlað til allra kunningja, sem okkur langar til að sjá. Hann bíður heldur ekki þar til þokunni léttir, svo við getum séð Herðubreið eða Tindastól.

Förin "Hjóla sveitafélögin saman" hófst kl.12 við Sundlaug Seltjarnarness. Þar var hjólalögreglan mætt til að fylgja hópnum sem lagði upp í ferðina að Fjölskyldugarðinum ásamt fulltrúum úr sveitastjórn Seltjarnarness. Lesið frásögn Haraldar Tryggva og skoðið myndirnar sem hann tók hér fyrir neðan.

Ég vil þakka klúbbfélögum fyrir frábæran stuðning við þetta verkefni "Hjólum sveitafélögin saman". Það var vaskur ÍFHK hópur sem var kjarninn í ferðinni og lét ekki veðrið aftra sér. Margir fóru alla leið og aðrir styttri spotta, meira að segja með börnin á tengihjólum eða í kerrum.

Ég verð að segja það að ég var virkilega stolt af ykkur öllum og gaman að vera í forsvari fyrir svo samheldinn hóp sem hjálpaðist að við að vinna úr því sem upp á kom. Hvort heldur það var að aðstoða í umferðinni eða fylgja fólki og hvetja áfram þegar vindhviðurnar feyktu því frekar afturábak en áfram.

Stoltur formaður ÍFHK, Alda Jóns