Nesjavellir 2007Á vordögum fór klúbburinn í hina árlegu Nesjavallaferð. Ferðin var í þetta skiptið farin undir forystu Magnúsar Bergssonar og var þátttaka góð. Vart hefði tímasetningin getað verið betri því sömu helgi voru alþingiskosningar og eurovision. Það var því ljóst þegar lagt var í hann að líklega myndu skapast líflegar umræður í heitapottinum um kvöldið.

Góður andi var í hópnum og við fengum fínt veður eins og sjá má á myndunum. Ferðin gekk í alla staði vel og vonandi sjáum við alla þá sem komu með aftur á næsta ári og fleiri til.