Á síðasta ári opnuðum við verkstæði, söfnuðum gömlum hjólum og buðum hælisleitendum á Íslandi að koma og gera upp gömul reiðhjól til eigin nota. Rétt um 160 hjól fengu þannig framhaldslíf, komu aftur á götuna og fóru ekki í förgun hjá Sorpu, þar sem svo ótal reiðhjól enda árlega.

Hvað er Fjallahjólaklúbburinn? Er hann bara fyrir fólk með fjallahjól sem hjólar á fjöll? Nei, hreint ekki en samt líka, því hann er fyrir alla sem hjóla eða vilja „auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla“ eins og segir í lögum félagsins auk þess að „ÍFHK stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.“

Kæru félagar. Félagsskírteini endurnýjuð í lok mars og til að einfalda ferlið og minnka kostnað ætlum við að biðja ykkur um að leggja árgjaldið beint inn á reikninginn okkar. 2.500 krónur fyrir einstakling og 3.500 fyrir fjölskylduáskrift. Reikningurinn okkar er númer 0515-26-600691 og kennitalan 600691-1399.

Fimmtudaginn 15 febrúar verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Átt þú skemmtilegar hjólamyndir úr ferðum eða hjólatúrum sem þig langar að sýna öðrum og segja frá? Hefur þú gaman af að skoða skemmtilegar hjólamyndir?

Fimmtudaginn 8. febrúar bjóðum við upp á “opinn skjá” þar sem þeir sem vilja geta boðið upp á stutta myndasýningu frá skemmtilegum hjóladögum. Við ætluðum að hafa þetta 1. febrúar en frestum myndasýningunni um viku vegna veðurviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu 1. feb.

Í vetur verður opið fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði.  Frá 20:00 til 22:00  Það verður opið hús hjá okkur 16 nóvember og 7 desember.  Þá munum við halda aðventuhátíð.  Nánari upplýsingar um hana verða sendar út síðar.  Frá 8 desember verður lokað fram yfir áramót.  4 janúar fögnum við nýju ári i gamla góða Klúbbhúsinu okkar.

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 26. október 2017. Það var helst að frétta að rekstur félagsins gengur vel og við eigum gott starfsár að baki. Góðar ferðir voru farnar og voru öllum þáttakendum og skipuleggjendum færðar þakkir fyrir. Veglegt fréttablað ÍFHK, Hjólhesturinn kom út í vor. Þriðjudagsferðir voru farnar í allt sumar og vikulega var opið hús.

Hjólaðar eru dagleiðir í nágrenni Víkur. Við munum skoða Þakgil, Litlu Heiði og fleiri markverða staði á Suðurlandi. Dagleiðirnar eru stuttar, 30-40 km, að mestu á möl og það er töluvert um brekkur fyrri daginn.

Lagt af stað laugardaginn 13 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt.  Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg.  Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti.  Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki.  Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.  Sjónvarp á staðnum og þeir sem vilja geta fylgst með Eurovison.  

Hratt, bratt? Létt, slétt? Puð, stuð? Hjólaferðir Íslandsvina 2017

Árlega býður Ferðaskrifstofan Íslandasvinir upp á hjólreiðaferðir um erlendar grundir og í ár er úrvalið sérlega fjölbreytt og glæsilegt bæði hvað varðar þær slóðir sem farið er um og ekki síður breidd þess hóps sem þær eru hugsaðar fyrir.

Ert þú einn þeirra sem hefur dreymt um að ferðast á hjóli? Fjallahjólaklúbburinn býður til kvöldhittings fimmtudaginn 4. maí í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila okkar reynslu af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst er miðað við að spjalla um ferðir þar sem ferðast með allan farangur með á hjólinu og gist í tjaldi.

Núna í vetur standa Landssamtök hjólreiðamanna fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar telja reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óska samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu.

Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.

Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.

Fimmtudaginn 15 desember ætlum við að halda aðventuhátíð.  Hittumst kl 19:00 við Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og hjólum vestur í bæ í Klúbbhúsið okkar.  Þar munum við kveikja á kertum og gæða okkur á heitu súkkulaði og öðru munngæti.  Við áætlum að lenda á Brekkustíg 2 kl 20:00 og þeir sem sjá sér ekki fært að taka þátt í (h)jóla-lestinni geta hitt okkur þar.

Eftir aðventuhátíðina fær húsnefndin jólafrí og opnum aftur á nýju ári.

Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 27. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.