Árið 2012 var fyrsti Tweed Ride viðburðurinn haldinn í Reykjavík. Forskriftin kom frá samskonar viðburði sem haldinn var í London þrem árum fyrr og hefur verið að breiðast út um allan heim. Þessi viðburður átti að gera fólki kleift að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur í skemmtilegri hópreið. Þátttakendur voru hvattir til að koma í glæsilegum fötum, helst í anda 5. og 6. áratugs síðustu aldar og hjóla saman í rólegheitum, njóta borgarinnar, samverunnar, menningar og fallegs útsýnis.