Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.

Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.

Fimmtudaginn 15 desember ætlum við að halda aðventuhátíð.  Hittumst kl 19:00 við Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og hjólum vestur í bæ í Klúbbhúsið okkar.  Þar munum við kveikja á kertum og gæða okkur á heitu súkkulaði og öðru munngæti.  Við áætlum að lenda á Brekkustíg 2 kl 20:00 og þeir sem sjá sér ekki fært að taka þátt í (h)jóla-lestinni geta hitt okkur þar.

Eftir aðventuhátíðina fær húsnefndin jólafrí og opnum aftur á nýju ári.

Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 27. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Frá byrjun maí hefur Fjallahjólaklúbburinn boðið upp á léttar og skemmtilegar hjólaferðir á hverjum þriðjudegi líkt og við höfum gert í yfir áratug. Við hjólum saman, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum  sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með  öruggum hætti.

Við þökkum afar góðar móttökur við tilraun okkar til að efla hjólamenninguna á Menningarnótt þar sem sjálfboðaliðar frá hjólreiðar.is spjölluðu við gesti Menningarnætur um hjólreiðar og gáfu nýju bæklingana sem fara yfir kosti hjólreiða og tækni samgönguhjólreiða, ásamt Hjólhestum og fleira efni frá okkur.

Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 20. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins. Fjallahjólaklúbburinn hefur lengi veitt aðstoð sína á þessum skemmtilega degi og þetta er mikilvægur þáttur í fjáröflun klúbbsins. Áhugasamir um þáttöku í þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í sambandi við Árna, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm 862 9247.

Þriðjudaginn 9 ágúst verður árvisst vöfflukaffi í Mosfellsbæ.  Hittumst í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum kl 19:30 og hjólum meðfram ströndinni heim til Geirs höfðingja, sem tekur á móti okkur í Barrholti 33.  Þó að hefðin segi að það eigi að vera löng ferð þriðja þriðjudag í hverjum mánuði, þá gerum við stundum undantekningar. 

Þriðjudagskvöldið 16 ágúst mun öðlingurinn Mona taka á móti okkur í Norska skálanum í Heiðmörk.  Svo það verður löng ferð báða dagana og nauðsynlegt að vera með vatnsbrúsa á hjólinu og smá orku í hjólatöskunni.

Helgarferðin um Skorradalsvatn um næstu helgi fellur því miður niður vegna forfalla.

-Ferðanefnd

Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir ferð um Strandir þar sem haldið er í norður frá Hólmavík, í Norðurfjörð og suður eftir Trékyllisheiði. Endað að lokum í Hólmavík aftur.

Helgina 25. - 26. júní fer Fjallahjólaklúbburinn í helgarferð um Reykjanes. Hist við N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði kl. 10 og sameinast í bíla. Þaðan ekið til Sandgerðis og bílum lagt við Íþróttamiðstöðina.

Þórsmerkurferð með Fjallahjólaklúbbnum

Helgina 4.-5.júní næstkomandi er fyrirhuguð vorferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka næsta dag. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.

Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins halda áfram í sumar eins og hefð er fyrir. Brottför er kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir úr ferðum síðasta sumars.

Landssamtök hjólreiðamanna hafa vakið athygli Fjármálaráðuneytisins á því að tollnúmer virðast ekki greina nægilega vel á milli mismunandi tegunda vistvænna farartækja. Óskað var eftir því að tollnúmer verði lagfærð, þannig að þau greini með skýrum hætti á milli mismunandi farartækja eins og reiðhjóla, rafreiðhjóla með fótstigum, rafknúinna bifhjóla, rafknúinna hlaupahjóla og rafknúinna hlaupabretta.

Um áramótin voru felldir  niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármálaráðuneytinu haustið 2014 og óskaði eftir niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu.

Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hefur verið í vinnslu undanfarið ár og voru drög að endurskoðaðri reglugerð til umsagnar hjá Innanríkisráðuneytinu í ágúst s.l. Markmið yfirvalda var að uppfæra reglugerðina og var meðal annars höfð hliðsjón af reglugerðum nágrannalandanna. Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemdir við drögin á fyrri stigum og einnig á umsagnarstigi og viljum við meina að margt hafi verið fært til betri vegar. Reglugerðin hefur ekki verið gefin út í endanlegri mynd en síðustu drög  eru vel viðunandi fyrir okkur sem hjólum.

Fimmtudaginn 17 mars nk. verður Ingibergur Sigurðsson með myndasýningu frá hinum ýmsu pílagrímaferðum sem hann hefur farið um sveitir Spánar, en samtals hefur hann farið um 7000 km. um landið. Skemmtileg frásögn ásamt því að farið verður í praktísk atriði.

Kæri félagsmaður.  Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag til hagræðingar.  Biðja ykkur um að leggja félagsgjaldið beint inn á reikninginn okkar.  2500 krónur fyrir félagsmann, þeir sem eru með fjölskylduáskrift greiða 3500 krónur og unglingar 17 ára og yngri 1500 krónur.  Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399.  Óþarfi að senda okkur tilkynningu, við sjáum á yfirlitinu hver greiddi.  15 mars munum við stofna kröfur á þá sem hafa ekki lagt inn og þær má greiða í netbönkum eða hjá gjaldkera.

Arnaldur Gylfason og Lárus Árni Hermannsson úr Enduro Ísland munu kynna hvað Enduro Ísland stendur fyrir fimmtudaginn 3. mars. kl 20.

Fjallað verður um og sýnt frá atburðum síðastliðinna tveggja ára og kynnt hverju stefnt er að 2016.

Allir hjólarar sem hafa áhuga á að hjóla niður fjöll eru hvattir til að mæta.

Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið. Þetta verður 25. árgangur.