Árviss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjarsafn 15. september kl. 12 og hjóluð Nesjavallaleið yfir Hengilinn og niður að Úlfljótsvatni. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vistvæna ferðamáta. Gist verður í góðum bústað með rúmum og svefnlofti, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka.  Mestur hluti leiðarinnar er á malbiki og leiðin vel fær götuhjólum, þó ekki racerum.  Það eru nokkrar brattar brekkur, svo fólk þarf að vera í sæmilegu hjólaformi, en þetta er ferð sem flestir sem hafa hjólað í klukkutíma eða meira samfleytt geta farið í.

Þriðjudaginn 17 júlí munum við hjóla út í Hafnarfjörð, skoða Hellisgerði og fara á kaffihús í miðbænum.  Fólk má búast við að ekki verði komið aftur í Höfuðborgina fyrr en kl 23:00, upplagt að hafa með sér vatn á brúsa og eitthvað að maula á leiðinni til að halda uppi orkunni.  Brottför frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 26.júní 2012.  Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15.  Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla.  Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar.  Siglt aftur til baka kl 22:00

Gott fólk.

Mig langar að bjóða ykkur í barna- og fjölskylduhjólaferð laugardaginn 16. júní kl. 10, frá aðalinngangi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Allir velkomnir óháð börnum og fjölskyldu. Leiðin verður a.m.k. einn hringur í Laugardal (2,5 km) fyrir þá allra minnstu. Eftir það, fyrir þá sem vilja, getum við haldið áfram að hjóla t.d. inn í Fossvogsdal, og/eða myndað eins konar hjólalest og fylgja þátttakendum áleiðis heim. Sjalfsagt er að stoppa við rólóin á leiðinni.

Með von um að sja sem flesta.

Bestu kveðjur, Ulla Zuehlke
Nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8497238.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2Kompukvöld verður haldið fimmtudaginn 14 júní  á Brekkustígnum. Kompukvöldin eru orðin nokkuð fastur punktur í starfsemi félagsins þar sem hjólafólk getur selt eða keypt ýmsan varning .. föt, dekk, gírskipta, styri, dempara og margt annað. Að þessu sinni ætlum við að bjóða fólki að koma með hjól til sölu af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið fyrir unga sem gamla að selja eða kaupa draumahjólið á viðráðanlegu verði. Að sjálfsögðu má prútta ! Kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin að venju.

Fyrirhugað demparanámskeið frestast um 2 vikur.

hjola-kaffi.jpgÞað er opið kvöld á fimmtudaginn. Viðgerðaraðstaðan verður að sjálfsögðu opin. Kaffikarlinn verður á staðnum og býður upp á kaffidrykki úr vélinni góðu.

Ágætu félagar. Það styttist í fyrstu helgarferð á vegum ferðanefndar sem er 23-24. júní. Hér er um að ræða 2 daga ferð upp að Snæfellsjökli, Fróðárheiði, Berserkjahraun og Vatnaleið. 100 km og nóg af niðurbruni, klifri, aur, snjó og malbiki allt í bland. Ferðatilhögun er lýst hér

fb-tweedrunreykjavik.jpgFyrirhuguð er skrúðreið um borgina þar sem fólk hjólar um í sínu fínasta pússi, helst tweed fatnaði eða álíka klassískum fatnaði. Fjölmennum og tökum þátt í þessum skemmtilega viðburði. Hér er kynningartexti af kynningarsíðu viðburðarins:

Tweed Run í Reykjavík. Laugardaginn 16.6.2012. Mæting Kl.14. Hallgrímskirkja

Árið 2009 tóku reiðhjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir óphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og jóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og irðuleg borgarhjól.

Nú er komið að Reykjavík

Klúbbhúsið Berkkustíg 2Næstkomandi fimmtudag  24 maí er vorhátíð fjallahjólaklúbbsins. Grillaðar pylsur og drykkir í boði klúbbsins og endilega taktu með þér gesti. Eins og fyrr er viðgerðaraðstaðan opin og verður Arnaldur með fullt af nyjum verkfærum.
Kætumst saman og höfum gaman.

Bíókvöld verður haldið fimmtudaginn 10 maí. Sýnd verður myndin Life Cycles sem er konfektmoli fyrir augu og eyru.

Við ætlum að poppa og hafa alvöru stemningu.

Viðgerðarastaðan verður opin sem áður og nú fjölmennum við.

Næsta fimmtudagskvöld ætlar hún Jóna Hildur, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, að kíkja til okkar í heimsókn, halda smá kynningu á Hjólað í vinnuna og spjalla við gesti.
Í kaffihorninu verða í boði espresso, macchiato, capuccino og latte.

Þá hefjast aftur þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins.  Brottför þriðjudaginn 1. maí kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.  Hjólað er í rólegheitum í gegn um Fossvogsdalinn, vestur í bæ og endað í vöfflukaffi í Klúbbhúsinu okkar á Brekkustíg 2.  Allir velkomnir.

Á fimmtudagskvöldið kemur Haukur Eggertsson í heimsókn og segir frá sjö ferðum yfir Arnarvatnsheiði og drögum að þeirri áttundu. Haukur er þaulvanur hjólaferðum á hálendinu og um að gera að njóta mynda, frásagnar og tækifæris til spurninga. Haukur á einnig afmæli þennan dag svo honum hefur verið lofað afmælisköku og góðu kaffi. Allir hvattir til að mæta og syngja afmælissönginn.

Páll Guðjónsson Fróðlegt er að skoða stórauknar hjólreiðar frá 2008 í ljósi mjög öflugs áróðurs- og fræðslustarfs okkar frá sama tíma. Í Hjólhestinum 2008 kynntum við fyrst tækni samgönguhjólreiða og hversu öruggar þær eru og áfram síðan þá með útgáfu blaða í samtals 42.000 eintökum með þessu. Einnig rekum við öflugar vefsíður og nýtum samfélagsmiðla. Frá 2010 höfum við svo dreift sérstökum hjólreiðabæklingum sem er ætlað að bæta ímynd hjólreiða, berjast gegn mýtum, fræða um kosti hjólreiða og auka öryggi með kennslu í tækni samgönguhjólreiða.

Páll Guðjónsson LHM hefur reynt að miðla fréttum af áformum um framkvæmdir fyrir hjólafólk á vef sínum lhm.is og hefur undanfarið frést af nýjum göngubrúm og stígum allt frá Mosfellsbæ að Grindavík og í kringum Mývatn. Stærstu áformin eru líklega hjá Reykjavíkurborg sem ætlar að leggja hjólastíg frá Hlemmi meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut og með nýjum brúm allt inn í Bryggjuhverfi. Framan af verður umferð gangandi og hjólandi aðskilin. 

Arni_Davidsson Skoðanakannanir sem eru gerðar í október ár hvert sýna mikla aukningu hjólreiða í Reykjavík frá 2008 en fjöldi hjólandi virðist hafa verið stöðugur frá um 2000. Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana eykst frá um 2% 2008 upp í rúmlega 5% 2011.

Páll Guðjónsson Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra;  Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%. Fæstir hjóluðu allt árið um kring í Breiðholti 7% og í Kópavogi  9%. Öll önnur hverfi voru með 10% eða meiri hlutdeild. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni frá 26. október til 6. desember 2011 höfðu 3,8% hjólað til vinnu eða skóla þann daginn.

Morten Lange Á stígum innan um gangandi fólk á að hjóla fremur hægt, ekki miklu hraðar en á gönguhraða þegar taka á fram úr eða mæta.

Rafmagnsreiðhjól munu einungis teljast reiðhjól ef þarf að snúa pedala til að fá aðstoð, krafturinn er að hámarki 250 W og dregur úr honum upp að 25 km/klst (Miðað við að Ísland taki upp tilskipun 2002/24 frá ESB)

Til er sjónarmið í umferðaröryggismálum sem tekur sérstakt tillit til jákvæðra áhrifa göngu og hjólreiða á lýðheilsu og umhverfi, og leggur áherslu á ábyrgð ökumanna þungra ökutækja. (Road Danger Reduction)

Páll Guðjónsson Reykjavíkurborg hefur stigið nokkur mikilvæg skref í átt að því að bæta aðstæður þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið til samgangna. Bæði hefur borgin útbúið og samþykkt Hjólreiðaáætlun og Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól sem vonandi tryggja að farið verði í að leggja a.m.k. 10 km af hjólastígum árlega og að þær hjólaleiðir uppfylli þarfir hjólreiðafólks, en oft hefur verið misbrestur á því. Nágrannasveitafélögin eru líka í startholunum með svipaða vinnu og er það vel.

Næsta fimmtudagskvöld er þriðja og síðasta viðgerðarnámskeiðið og verða bremsur teknar fyrir. Byrjað verður að fara yfir mismunandi tegundir bremsa og svo farið í stillingu og viðhald á gjarðabremsum.

Eftir kaffi verður svo litið á diskabremsur. Sýnt verður hvernig má liðka þær til og stilla. Eins og vanalega verður opið fyrir fjörugar umræður um þessi mál.