Alda Jónsdóttir

Eftir að hafa staðið vaktina með umsjón félagatalsins af alúð og elju síðan hún var formaður hefur hún Alda Jóns nú látið af því starfi. Við þökkum henni innilega fyrir frábært starf öll þessi ár. Það er ekki lítill tími sem hefur farið í að halda utan um þetta og nákvæmnisverk að halda í góðu horfi. Eins og allt í Fjallahjólaklúbbnum þá er þetta starf unnið kauplaust af hugsjón í sjálfboðavinnu. Fyrstu árin sá Magnús Bergsson um félagatalið, síðar tók undirritaður við í nokkur ár en Alda hefur staðið vaktina lengst í 22 ára sögu klúbbsins.

Fimmtudaginn 24. mars, er komið að búnaðarkynningu í klúbbhúsinu á vegum Fjallakofans. Þá mæta Fjallakofamenn með það nýjasta í fatnaði fyrir hjólafólk. Kaffi á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Húsið opnar klæ 20 eins og venjulega. Verið velkomin á Brekkustíg 2. Nefndin.

Ágætu félagar. Loksins er komið að kompukvöldi Fjallahjólaklúbbsins, í kvöld, 10. mars nánar tiltekið. Félagar mæta með ýmislegt úr kompunni, allt frá reiðhjólapumpum upp í heilu stellin, fatnað af ýmsu tagi, dekk og fleira - og síðan byrjar prúttið. Þarna er hægt að gera ágætis kaup í notuðum hlutum sem ekki lengur gagnast eigandanum. 

Kaffi og kruðerí á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni.

Verið velkomin í kvöld kl. 20 á Brekkustíg 2.

Nefndin.

hest-haus.pngGömlu félagsskírteinin renna út í enda þessa mánaðar og því ekki seinn vænna en að endurnýja. Félagsmenn fá svo á næstunni sendan heim nýjan Hjólhest sem tölti í prentsmiðjuna í dag. Rukkun fyrir félagsgjöldunum ætti að vera komin í heimabankann hjá flestum en ef ekki látið okkur þá vita og látið kennitöluna fylgja. Listi yfir aðila sem veita félagsmönnum afslátt má finna hér . Og þau ykkar sem ekki eruð enn gengin í klúbbinn, nú er tíminn.

Helgi Berg ætlar að kíkja í heimsókn og spjalla um tækni. Hann mun og svara spurningum frá áhugasömum gestum sem flykkjast í félagsheimilið á Brekkustíg til að læra að hjóla fyrir sumarferðirnar. Undirritaður kemur með tvær bækur um fjallahjólatækni eftir Brian Lopes og Ned Overend auk DVD frá Skotlandi (Dirt School DVD).
Húsið opnar kl átta og fyrsti hálftíminn fer í að prófa espressoveigar úr kaffivélinni góðu.
Sjáumst. Arnaldur 

Hjólakerra klúbbsinsHér eru fyrstu myndirnar af kerru sem ÍFHK hefur fest kaup á. Þó það megi nota hana eins og hún er stendur til að útbúa han þannig að hægt verði að ferðast með allt að 16 reiðhjól og farangur. Það ætti að auðvelda verulega skipulagningu ferðlaga og bindum við miklar vonir um fjörugt ferðasumar. Ferðadagskrá sumarsins er komin á dagatalið okkar og verður kynnt betur á næstunni. Kerran verður notuð óspart í sumar í ferðum klúbbsins og þess á milli til leigu í aðrar ferðir félaga.

Alltaf er gaman að fá gesti í heimsókn á baðstofuloftið okkar í klúbbhúsinu. Góð mæting var sl. fimmtudagsvköld þegar Stefán Sverrisson sagði ferðasögu að norðan. Við höldum uppteknum hætti og  nk. fimmtudagskvöld er komið að kátum köppum frá einu nýjasta hjólreiðafélagi landsins, nefnilega Hjólreiðafélaginu Bjarti. Fulltrúar félagsins munu kynna félagið og drekka með okkur kaffi og spjalla. Bjartur samanstendur af félögum sem hafa það sameiginlegt að stunda heilbrigða hreyfingu. Þær íþróttagreinar sem eru efst á bugi eru hjólreiðar, hlaup og sund.
-Húsið opnar kl. 20. Að venju er viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Verið velkomin á Brekkustíg 2.

0401-forsida.jpgÞegar 1. tbl. fjórða árgangs Hjólhestsins kom út í mars 1995 virtist allt vera að gerast. Blaðið var stærra en nokkru sinni eða 24 síður. Félagsmenn fengu góða athygli þegar þeir mættu í sjónvarpsþátt Hemma Gunn. Á Alþingi var lagt fram frumvarp um að reiðhjólastígar yrðu hluti að vegakerfi landsins, Reykjavíkurborg var meðlimur í samtökunum Car free cities club og gerði í fyrsta skipti ráð fyrir hjólreiðamönnum á fjárhagsáætlun.

Stefán Sverrisson

 

Stefán Birnir Sverrisson kemur í klúbbhúsið næsta fimmtudagskvöld og segir frá hjólaferð sem farin var frá Svarfaðardal til Hóla í Hjaltadal seinasta sumar. Farið var yfir Heljardalsheiði sem var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr. Einnig kynnir hann fyrir okkur fyrirhugaða ferð sem fara á næsta sumar á Tröllaskaganum. 

Góð skemmtun fyrir ævintýramenn og þá sem velja krefjandi hjólaferðir. 

Einnig bendum við á að dagskrá næstu vikna er komin á vefinn. 

 

hest-haus.png

Eins og kom fram í síðasta pósti á póstlistann er stefnt að útgáfu fréttabréfs í byrjun mars og nú hefur verið ákveðinn skilafrestur til 14. febrúar svo nægur tími gefist til vinnslu blaðsins. 

Greinar má senda á netfang klúbbsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við erum þegar komin með tvær ferðasögur í fréttablaðið, tvo pistila og ábendingar um fleira á leiðinni. Við óskum hér með eftir efni frá ykkur eða ábendingar. Það mega vera ferðasögur, reynslusögur, pistlar eða fróðleikur. Það sem ekki kemst í blöðin er alltaf pláss fyrir á vefnum og einnig er alltaf gaman að fá myndir úr hjólaferðum enda er hægt að gefa þeim betra rými á vefnum en á pappír. Ritnefndin stefnir að því að vera snemma á ferðinni þetta árið með alla sína vinnu svo það er betra að fá efni fyrr en seinna. Jafnvel væri gott að láta okkur vita ef eitthvað er í vinnslu svo við getum gert ráð fyrir því í vinnslu blaðanna.

 

Núna á fimmtudagskvöldið 3. febrúar kl 20 gefst tækifæri til að læra á alvöru kaffivél.
Kennt verður á kaffivél klúbbsins sem er í klúbbhúsinu.
Mestur tíminn fer í espresso-gerð, allt frá baunum til bolla.
Allir fá tækifæri að spreyta sig.
Í lokin verður flóun mjólkur fyrir Macchiato/Cappuccino/Latte tekin fyrir.
Allir velkomnir

Hittumst í Ásvallalaug Hafnarfirði klukkan 09:30 (fjallahjól) Hjólum hring við allra hæfi.

sjá nánar hér --->

Örlygur Fjallahjólaklúbburinn stígur nú á bak hinum þæga en viljuga Hjólhesti í þriðja sinn í ár og kennir ýmissa grasa nú sem fyrr. Ferðasögur í blaðinu eru í algleymingi og tæknimálin fá sinn sess að ógleymdum greinum um samgöngur á reiðhjólum. Allt þetta stuðlar vonandi að auknum hjólreiðum, en það er einmitt markmið klúbbsins samkvæmt lögum félagsins. Nóg um það.

Á liðnu starfsári klúbbsins var líf í tuskunum, farnar voru ferðir út á land, yfir Heljardalsheiði og um Veiðivötn auk þriðjudagsferðanna innan höfuðborgarsvæðisins. Í klúbbhúsinu við Brekkustíg sló hjarta klúbbsins hvern einasta fimmtudag þar sem voru haldin námskeið, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Að öðrum ólöstuðum hljótum við sérstaklega að geta fyrirlesturs Jóns Björnssonar um hjólaævintýri sín erlendis. Húsfyllir var á baðstofuloftinu og nýja kaffivélin sem keypt var í vetur fékk að vinna fyrir tilverurétti sínum. Á milli formlegra dagskrárliða á fimmtudögum var opið hús með viðgerðaraðstöðunni og til viðbótar var opið hvern dag í maí, er átakið Hjólað í vinnuna fór fram og leituðu margir aðstoðar klúbbsins vikuna þá. 

Rétt áður en menn belgja sig út af smákökum og öðrum kræsingum tengdum aðventunni er upplagt að fara í smá hjólatúr út fyrir bæinn.  Laugardaginn 27 nóvember  verður hjólað til Álftavatns, sem er í 65-75 km fjarlægð frá Reykjavík.  Eftir því hvort hjóluð er Nesjavallaleið eða í gegn um Mosfellsbæ, yfir heiðina og meðfram Þingvallavatni. 

Camino de Santiago – Via de la PlataFimmtudagskvöld kl. 20 mun Ingibergur Sigurðsson koma í klúbbhúsið Brekkustíg 2 og segir okkur frá ferð sinni um sveitir Spánar eftir leiðinni Camino de Santiago – Via de la Plata

Hjónin Ingibergur Sigurðsson og Helga Þormóðsdóttir fóru í maí 1000 km. á reiðhjóli um sveitir Spánar frá Sevilla til Santiago de Compostela.

Via de la Plata er ein lengsta pílagrímaleiðin á Spáni. Leiðin var endurvakin 1991 og skartar mörgum minjum frá tímum rómverja. Góður og ódýr valkostur fyrir þá sem vilja hjóla í sumarfríinu.  

Af aðalfundiAðalfundur ÍFHK var haldinn í gær, fimmtudaginn 28 okt. 2010. Tvær lagabreytingar voru samþykktar og þrjú komu ný inn í stjórn félagsins. Ný stjórn er því skipuð þeim Örlygi Sigurjónssyni formanni, Arnaldi Gylfasyni, og hinum nýkjörnu Hrönn Harðardóttur, Unni Bragadóttur  og Einari Kristinssyni. Varamenn eru Fjölnir Björgvinsson og Stefán B. Sverrisson.

Úr stjórn hverfa Ágerður Bergsdóttir gjaldkeri, Fjölnir Björgvinsson formaður  og Sesselja Traustadóttir varaformaður. Þeim eru færðar þakkir fyrir öflugt starf í þágu klúbbsins.
Nýr formaður lagði áherslu á að ÍFHK yrði áfram öflugur vettvangur hjólreiðafólks fyrir fræðslu, skemmtun og félagsskap. Einnig þyrfti að viðhalda og efla tengsl klúbbsins við önnur félög og vera almennt sýnilegur í samfélaginu og vinna að markmiðum klúbbsins, sem eru þau að efla hjólreiðar. Að öllu þessu hefur verið unnið af myndarskap innan klúbbsins og verður hvergi slakað á í þeim efnum.

ljósFimmtudaginn 30 september verður kynning á hjólaljósum frá fyrirtækinu Light and Motion. Albert formaður HFR kemur með allt það nýjasta í díóðuljósum og lætur gamminn geysa frá 20.00.
Nú er haustið skollið á og tími kominn að athuga með ljósabúnaðinn. www.bikelightingsystem.com
Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan að sjálfsögðu opin.

Fimmtudaginn 23 september verður kynning á hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Nú fer að hausta og er þetta kjörið tækifæri til þess að setja punktinn yfir iið á frábæru ferðasumri. Björgvin kemur með kynningarmynd um veiðivötn og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Þetta er trússferð með skálagistingu. Húsnefnd sér um kaffi og meðlæti og viðgerðaraðstaðan verður opin.

Nánar um ferðina í þessari frétt.

Ferðanefnd