Árviss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjarsafn 15. september kl. 12 og hjóluð Nesjavallaleið yfir Hengilinn og niður að Úlfljótsvatni. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vistvæna ferðamáta. Gist verður í góðum bústað með rúmum og svefnlofti, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka. Mestur hluti leiðarinnar er á malbiki og leiðin vel fær götuhjólum, þó ekki racerum. Það eru nokkrar brattar brekkur, svo fólk þarf að vera í sæmilegu hjólaformi, en þetta er ferð sem flestir sem hafa hjólað í klukkutíma eða meira samfleytt geta farið í.