raebbblarnir.jpgReiðhjólaunnendur nær og fjær.

Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív  sem var stofnað í fyrrasumar. Meira um Keðjuverkun hér: http://kedjuverkun.org/info/  -Uppfært- Keðjuverkun er til húsa ofarlega á Skólavörðustíg .

Við björgum hjólum sem eru á haugunum eða á leiðinni þangað og breytum þeim í einföld götuhjól eða gerum þau upp. Síðasta sumar fór fjöldi hjóla frá Keðjuverkun aftur á götuna sem annars hefðu lent í hjóla-grafreitnum, Eldhús Fólksins eldaði mat, hljómsveitir héldu tónleika og gestir lásu róttækar bókmenntir á Andspyrnu bókasafninu.

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 28.júní 2011.  Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15.  Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er stundum tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla.  Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar.  Siglt aftur til baka kl 22:00

Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir fjölskylduferð umhvítasunnuhelgina. Farið verður á tjaldsvæðið Þórisstaði í Svínadal og tjaldað þar alla helgina og hjólað síðan út frá því tjalsvæði. Hægt verður að vera í bæði tjöldum og ferðavögnum. Þar sem gist verður á sama tjaldstæðinu allan tímann getur öll fjölskyldan komið með óháð því hvort allir vilji taka þátt í hjólaferðum eða ekki.

 

Nú styttist í stærstu hjólreiðahátíð ársins, hina árlegu Bláalónsþraut á fjallahjóli. Hátíðin fer fram sunnudaginn 12. júní og verður það í 16. skipti sem hún er haldin. Þátttökumet var slegið í fyrra en þá tóku 324 keppendur þátt.  Bláalónsþrautin er fyrst og fremst hjólreiðamót fyrir almenning og tilvalin fyrir fólk sem vill reyna aðeins á sig og njóta góðrar útiveru og fagurs landslags á Reykjanesi í leiðinni og njóta Bláa Lónsins að keppni lokinni.

Keppnin verður með svipuðu sniði og fyrri ár en tvær mikilvægar breytingar breytingar eru gerðar. 

Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs (Svalvogahringurinn) verður hjóluð í annað sinn laugardaginn 16. júlí 2011.

Keppnin hefst á rásmarki við sundlaugina á Þingeyri og verður hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2k) þar sem keppnin verður gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Kvennaskarð (Kaldbakur), um 600m hækkun, niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), eftir ýtuvegi Elíasar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28k á grófum malarvegi,sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum  og frá flugvellinum um 2k á malbiki inn á Þingeyri.  Endamark er á sama stað og rásmark, við sundlaugina á Þingeyri. Heildarvegalengd er 55 km og heildarhækkun 1080m.

Ágætu félagar. Ferðandefnd þakkar góða þátttöku í fyrstu tveim sumarferðum klúbbsins og nú er komið að þeirri þriðju röðinni.

Nú verður sett í torfærugírinn því að þessu sinni verður hjólað yfir Svínaskarð. Grýttur og grófur vegur og brattur á köflum. Svínaskarðið er gömul þjóðleið og liggur á milli Móskarðahnjúka og Skálafells. Þetta er ekta fjallahjólaleið sem hentar þeim sem vilja óhreinka hjólið og reyna á dekk og dempara. Þegar komið er á háskarðið í um 600 m hæð liggur leiðin niður á Kjósarskarðsveg og er einstaklega fallegt og skemmtilegt að rúlla þangað niðureftir. Afgangurinn er auðveldur yfirferðar og liggur leiðin upp á Þingvallaveg og lýkur ferðinni á sama stað og hún hófst. Takið nesti til eins dags og umfram allt: hjálma.

Bæklingurinn Hjólreiðar - frábær fararmáti kom út í byrjun mánaðarins. Honum er ætlað að hvetja til hjólreiða og auka öryggi hjólreiðafólks með fræðslu um hvernig öryggast er að hjóla með þeirri tækni sem við höfum kallað Samgönguhjólreiðar. Einnig eru ábendingar til bílstjóra og sýndar skemmtilegar hliðar hjólreiða.

Opið hús fimmtudgainn 12. maí kl 20:00-22:00. Kynning á Nesjavallaferðinni (aka júróvisjónferðinni) og ferðaundirbúningsnámskeið í tengslum við hana og styttri/léttari ferðum allmennt. Farið verður yfir það helsta sem maður þarf að hafa með sér þegar skroppið er í ferðir með trússbíl (og án). Einnig varðandi hjólið; ástandsskoðun og æskileg verkfæri fyrir það helsta sem getur bilað - veikustu hlekkirnir kannaðir.

Nesjavellir – Eurovision

Ferðanefnd Fjallahjólaklúbbsins hefur ákveðið að halda í hefðina og fara til Nesjavalla 14 maí næstkomandi.  Að þessu sinni er um nokkurs konar lúxusferð að ræða, það verður gist í tveggja manna herbergjum á Hótel Hengli.  Uppábúin rúm, handklæði, tveggja rétta kvöldverður og morgunverður innifalinn.  Barinn verður opinn, gufa, heitur pottur, o.m.fl.  Hér má lesa nánar um hótelið og það sem það hefur upp á að bjóða.

Hjólað í vinnuna með kaffibolla

Á fimmtudagskvöldið ætlar hún Kristín Lilja í Hjólað í vinnuna verkefninu að líta í heimsókn í klúbbhúsið og
spjalla um verkefnið. Allir sem eru forvitnir að heyra frá forsvarsmönnum verkefnisins eru hvattir til að láta sjá sig.
Arnaldur verður við kaffivélina og býður gestum og gangandi gæða-kaffi-bolla.
Sjáumst.

 

 

Hjólað frá Brekkustígnum og haldið út að Gróttunni. Nesti og gaman. 30. apríl er síðasti dagurinn sem fara má út í Gróttu áður en svæðinu er lokað um varptímann. Kjörinn vettvangur fyrir þá sem hjóla með börnunum í aftanívagni, tengihjóli, eða á eigin hjóli. Lauflétt og fjölskylduvænt.  

Sólveig Lind Ásgeirsdóttir leiðir þessa ferð.  Hjólað verður frá klúbbhúsinu klukkan 11:00, út í Gróttu þar sem boðið verður upp á kókómjólk og kleinur. 

 

Fimmtudaginn 14. apríl verður viðgerðanámskeið í klúbbhúsinu kl 20 - 22. Farið verður yfir helstu atriði varðandi viðhald og stillingar á bremsum og gírum. Námskeiðið verður á fyrirlestrarformi, öllum opið og ókeypis. Heitt á könnunni að sjálfsögðu. Leiðbeinendur að þessu sinni eru Fjölnir og Garðar.

Hjólhesturinn

Hjólhesturinn sem kom út í mars og var fyrst sendur til félagsmanna er nú kominn á vefinn og má lesa hann hér. Á næstunni munum við svo setja greinarnar á vefinn, sumar í lengri útgáfum. Eldri Hjólhesta má finna á heimasíðunni undir Pistlar og greinar > Hjólhesturinn fréttablað

Endilega linkið á hann á facebook og sendið á vini. Hjólhesturinn þráir athygli.

Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá nýjasta fréttabréfið okkar og ný skírteini. Ef ekki athugið þá hvort þið eigið nokkuð eftir að borga félagsgjaldið í heimabankanum.ð byrja, vorið er á leiðinni og þá er gott að nýta sér þá afslætti sem hjólabúðirnar gefa okkur. Takið þátt og styðjið starfsemina. Sjá nánar hér .

Sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að skrá ykkur í klúbbinn. Þar þarf að koma fram: kennitala, nafn, heimilisfang, póstnúmer og staður, og gjarnan líka símanúmer.

Alda Jónsdóttir

Eftir að hafa staðið vaktina með umsjón félagatalsins af alúð og elju síðan hún var formaður hefur hún Alda Jóns nú látið af því starfi. Við þökkum henni innilega fyrir frábært starf öll þessi ár. Það er ekki lítill tími sem hefur farið í að halda utan um þetta og nákvæmnisverk að halda í góðu horfi. Eins og allt í Fjallahjólaklúbbnum þá er þetta starf unnið kauplaust af hugsjón í sjálfboðavinnu. Fyrstu árin sá Magnús Bergsson um félagatalið, síðar tók undirritaður við í nokkur ár en Alda hefur staðið vaktina lengst í 22 ára sögu klúbbsins.

Fimmtudaginn 24. mars, er komið að búnaðarkynningu í klúbbhúsinu á vegum Fjallakofans. Þá mæta Fjallakofamenn með það nýjasta í fatnaði fyrir hjólafólk. Kaffi á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Húsið opnar klæ 20 eins og venjulega. Verið velkomin á Brekkustíg 2. Nefndin.

Ágætu félagar. Loksins er komið að kompukvöldi Fjallahjólaklúbbsins, í kvöld, 10. mars nánar tiltekið. Félagar mæta með ýmislegt úr kompunni, allt frá reiðhjólapumpum upp í heilu stellin, fatnað af ýmsu tagi, dekk og fleira - og síðan byrjar prúttið. Þarna er hægt að gera ágætis kaup í notuðum hlutum sem ekki lengur gagnast eigandanum. 

Kaffi og kruðerí á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni.

Verið velkomin í kvöld kl. 20 á Brekkustíg 2.

Nefndin.

hest-haus.pngGömlu félagsskírteinin renna út í enda þessa mánaðar og því ekki seinn vænna en að endurnýja. Félagsmenn fá svo á næstunni sendan heim nýjan Hjólhest sem tölti í prentsmiðjuna í dag. Rukkun fyrir félagsgjöldunum ætti að vera komin í heimabankann hjá flestum en ef ekki látið okkur þá vita og látið kennitöluna fylgja. Listi yfir aðila sem veita félagsmönnum afslátt má finna hér . Og þau ykkar sem ekki eruð enn gengin í klúbbinn, nú er tíminn.

Helgi Berg ætlar að kíkja í heimsókn og spjalla um tækni. Hann mun og svara spurningum frá áhugasömum gestum sem flykkjast í félagsheimilið á Brekkustíg til að læra að hjóla fyrir sumarferðirnar. Undirritaður kemur með tvær bækur um fjallahjólatækni eftir Brian Lopes og Ned Overend auk DVD frá Skotlandi (Dirt School DVD).
Húsið opnar kl átta og fyrsti hálftíminn fer í að prófa espressoveigar úr kaffivélinni góðu.
Sjáumst. Arnaldur