Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Þau eru óbreytt frá því löngu fyrir hrun, aðeins 2000 kr eða 3000 kr fyrir alla á heimilinu.
Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur bíður í prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni.