mbl-111227.jpg Hrönn Harðardóttir lætur snjóinn og slabbið ekki aftra því að hún hjóli í vinnuna á degi hverjum. Á síðasta ári hjólaði hún 6000 kílómetra yfir árið en það jafngildir tæplega fjórum og hálfri ferð umhverfis landið. En talið er að þeir skipti hundruðum sem nýti sér þennan samgöngumáta að staðaldri.

jolahjolasveinn.jpg

Fjallahjólaklúbburinn býður til samkomu fimmtudaginn 15. desember næstkomandi til að fagna því að daginn fer bráðum að lengja.

Boðið verður upp á ungverska hjólasúpu að hætti Einars hjólahvíslara og óvæntum gestakokki.

Einnig verður boðið upp á kaffi, espresso og piparkökur ásamt vöfflum að hætti Árna "hjólapostula". Ef hugurinn leitar annað þá er ekki bannað að koma með eitthvað með sér. Hugsanlega má grípa í spil eða stoppa í gamla sokka.

Húsið opnar klukkan 19:15 og er opið gegnum og gangandi. Þetta verður afar ódýrt og líklega bara frjáls framlög í baukinn, 3-500 kr.

22. og 29. des verðum við í jólafríi og því verður ekki opið hús þá daga en við opnum aftur 5. janúar kl. 20 eins og venjulega.

Húsanefnd

Fimmtudaginn 8. des. verður kynning í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 á ljósum, t.d. nýju ljósi Urban 500 fra Light and Motion sem er ótrúlega öflugt miðað við verð. Allir áhugamenn eru hvattir til að mæta því að alvöru ljós þurfa alls ekki að kosta mjög mikið.

Nánar hér: http://www.bikelights.com/urban500.html

Húsið opnar kl. 20:00

Í næstu viku er svo fyrirhugað aðventukvöld í klúbbhúsinu. Nánar um það seinna en takið frá fimmtudaginn 15. des.

Kveðja,
Húsnefnd

Samhjól er hjólaviðburður sem er opinn öllum og ókeypis. Fjölmargir hjólahópar eru starfandi og þessi viðburður er hugsaður til að sameina litlu hópana í einn stóran það skiptið. Allir eru velkomnir óháð styrkleika

dscf1317ww.jpg Núna á fimmtudagskvöldinu verður kompukvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2. Kompukvöld er sölu og skiptimarkaður fyrir allt sem tengist hjólreiðum, búnaður og föt og jafnvel heilu hjólin. Undanfarin ár hafa þessi kvöld verið hin líflegustu og margir gert mjög góð kaup. Heitt á könnunni og léttar veitingar. Líflegt spjall og góður félagsskapur. Húsið verður opið kl 20:00 - 22:00.

Húsnefnd.

 

Núna er tími til að njóta fagurra haustlita í góðum félagsskap.  Hjóluð verður Nesjavallaleið yfir að Þingvallavatni, niður Grafninginn, framhjá Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og að Álftavatni, þar sem gist verður í góðum bústað.  Uppábúin rúm, heitur pottur, hægt að róa út á vatnið, grill og kósíheit. 

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þessar ferðir eru ekki ósvipaðar þriðjudagskvöldferðum Fjallahjólaklúbbsins á sumrin en áherslan er hér á samgönguhjólreiðar í borginni og mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

ífhkAðalfundur ÍFHK verður haldinn 27. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hjólaleiðir um EvrópuÍ síðustu viku bættust tvær leiðir við EuroVelo hjólaleiðirnar sem liggja um alla Evrópu. Nýju leiðirnar bæta 10.000 km við netið sem á að vera fullklárað 70.000 km árið 2020. Nú þegar eru 45.000 km tilbúnir og get ég heilshugar mælt með þessum hjólaleiðum um Evrópu eftir að hafa prófað nokkrar þeirra. Önnur nýja leiðin liggur eftir járntjaldinu gamla.

Félagar, Þá er komið að 9. og jafnframt síðustu sumarferð klúbbsins á þessu ári. Farið verður í fremur létta helgarferð upp í Árnessýslu nk. föstudag,  gist tvær nætur í Hólaskógi og hjólað eftir leyndum stígum og götum útfrá gististað.

Allar skráningar og upplýsingar eru hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ferðanefnd annast flutning á hjólum ef óskað er. Mæting er kl. 20 að Brekkustíg 2.

Endilega skráið ykkur sem fyrst

radstefna.jpg

Í upphafi samgönguviku í ár, þann 16. september, standa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar.  Ráðstefnan verður haldin í Iðnó.  Áhersla ráðstefnunnar er á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.

Þrír erlendir fyrirlesarar eru væntanlegir til landsins vegna ráðstefnunnar en auk þeirra munu íslenskir fyrirlesarar flytja erindi. Þar á meðal er innanríkisráðherra sem ávarpar ráðstefnuna og tekur þátt í pallborðsumræðum.

Dagskrá og skráning hér

 

Þriðjudaginn 6 september verður lokahóf þriðjudagsferða. Mæting eins og venjulega við Fjölskyldu og húsdýragarðinn kl 19:30, þaðan hjólað í grillpartý hjá GÁP og snæddar pylsur með öllu.  Það er tvísýnt hver er sigurvegari í ár, en gefandi mætingabikarsins er Hákon J. Hákonarson, sem einnig hefur gefið klúbbnum veglegan farandbikar.
Kv. Hrönn

8. sumarferð Fjallahjólaklúbbsins nk. sunnud. 4. sep. Nú verður sett í lága drifið og haldið áfam á sömu braut og þegar Svínaskarðið var hjólað fyrr í sumar. Krefjandi dagsferð um Skarðsheiði um 50 km leið. Hittumst við Ölver kl. 11. Hjólað verður bratt og gróft. Erfiðleikastig 8/10. Þetta puð hentar þeim sem vilja reyna rækilega á sig og hjólin.

spr3.jpgÞá er komið að 7. sumarferð IFHK sem að þess sinni er 2 daga fremur auðveld hjólaferð frá Landmannalaugum að Hellu. Gist verður á leiðinni, í Dalakofanum við góðan kost.
 
Ferðatilhögun er eftirfarandi:

Á fyrsta degi Evrópsku Samgönguvikunnar 2011, 16. September munu Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaráðstefnu í Reykjavík. Aðalþema ráðstefnunnar er efling hjólreiða og hvernig vinna má að hjólaframkvæmdum fyrir lítið fé.

Unnið er að því að fá 2 – 3 erlenda fyrirlesara til landsins en auk þess verður Þorsteinn Hermannsson ráðgjafi í Innanríkisráðuneytinu, Umferðastofa og fleiri innlendir aðilar með framsögu. Fundarstjóri verður Gísli Marteinn Baldursson.

Einar Þ. Samúelsson Einar Þ. Samúelsson mun hjóla í kringum landið dagana 2. - 16. júlí  til þess að safna áheitum fyrir aðstandendur Bjargar Guðmundsdóttur og bróður hennar Kristinn Guðmundssonar. Björg glímdi við MND en lést úr krabbameini 7. júní síðastliðinn. Kristinn glímir við MND sem er ólæknandi taugahrönunarsjúkdómur. Hægt er að heita á hjólagarpann með því að hringja eða senda sms í númerið 904 1407 og gefa þar með 1407 kr. Það samsvarar einni krónu fyrir hvern hjólaðan kílómetra en gert er ráð fyrir að hjóla fyrir Hvalfjörðinn og verður vegalengdin því 1407 km.  Verkefnið hefur fengið nafnið „Á sumu má sigrast“ og má finna allt um það á heimasíðunni: http://www.asumumasigrast.is einnig á www.facebook.com/asumumasigrast

raebbblarnir.jpgReiðhjólaunnendur nær og fjær.

Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív  sem var stofnað í fyrrasumar. Meira um Keðjuverkun hér: http://kedjuverkun.org/info/  -Uppfært- Keðjuverkun er til húsa ofarlega á Skólavörðustíg .

Við björgum hjólum sem eru á haugunum eða á leiðinni þangað og breytum þeim í einföld götuhjól eða gerum þau upp. Síðasta sumar fór fjöldi hjóla frá Keðjuverkun aftur á götuna sem annars hefðu lent í hjóla-grafreitnum, Eldhús Fólksins eldaði mat, hljómsveitir héldu tónleika og gestir lásu róttækar bókmenntir á Andspyrnu bókasafninu.

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar, þriðjudaginn 28.júní 2011.  Mæting við Viðeyjarferju, Skarfaklettum 3 ekki síðar en kl 19:00, brottför er 19:15.  Kaupa þarf miða í ferjuna (kr 1.000,00), og ef fólk vill fá sér vöfflukaffi í Viðeyjarstofu, þá er stundum tilboð í miðasölunni, sigling og vaffla.  Það verður hjólað um eyjuna, sagan skoðuð sem og hús og minjar.  Siglt aftur til baka kl 22:00

Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir fjölskylduferð umhvítasunnuhelgina. Farið verður á tjaldsvæðið Þórisstaði í Svínadal og tjaldað þar alla helgina og hjólað síðan út frá því tjalsvæði. Hægt verður að vera í bæði tjöldum og ferðavögnum. Þar sem gist verður á sama tjaldstæðinu allan tímann getur öll fjölskyldan komið með óháð því hvort allir vilji taka þátt í hjólaferðum eða ekki.

 

Nú styttist í stærstu hjólreiðahátíð ársins, hina árlegu Bláalónsþraut á fjallahjóli. Hátíðin fer fram sunnudaginn 12. júní og verður það í 16. skipti sem hún er haldin. Þátttökumet var slegið í fyrra en þá tóku 324 keppendur þátt.  Bláalónsþrautin er fyrst og fremst hjólreiðamót fyrir almenning og tilvalin fyrir fólk sem vill reyna aðeins á sig og njóta góðrar útiveru og fagurs landslags á Reykjanesi í leiðinni og njóta Bláa Lónsins að keppni lokinni.

Keppnin verður með svipuðu sniði og fyrri ár en tvær mikilvægar breytingar breytingar eru gerðar.