Um áramótin voru felldir  niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármálaráðuneytinu haustið 2014 og óskaði eftir niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu.

Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hefur verið í vinnslu undanfarið ár og voru drög að endurskoðaðri reglugerð til umsagnar hjá Innanríkisráðuneytinu í ágúst s.l. Markmið yfirvalda var að uppfæra reglugerðina og var meðal annars höfð hliðsjón af reglugerðum nágrannalandanna. Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemdir við drögin á fyrri stigum og einnig á umsagnarstigi og viljum við meina að margt hafi verið fært til betri vegar. Reglugerðin hefur ekki verið gefin út í endanlegri mynd en síðustu drög  eru vel viðunandi fyrir okkur sem hjólum.

Fimmtudaginn 17 mars nk. verður Ingibergur Sigurðsson með myndasýningu frá hinum ýmsu pílagrímaferðum sem hann hefur farið um sveitir Spánar, en samtals hefur hann farið um 7000 km. um landið. Skemmtileg frásögn ásamt því að farið verður í praktísk atriði.

Kæri félagsmaður.  Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag til hagræðingar.  Biðja ykkur um að leggja félagsgjaldið beint inn á reikninginn okkar.  2500 krónur fyrir félagsmann, þeir sem eru með fjölskylduáskrift greiða 3500 krónur og unglingar 17 ára og yngri 1500 krónur.  Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399.  Óþarfi að senda okkur tilkynningu, við sjáum á yfirlitinu hver greiddi.  15 mars munum við stofna kröfur á þá sem hafa ekki lagt inn og þær má greiða í netbönkum eða hjá gjaldkera.

Arnaldur Gylfason og Lárus Árni Hermannsson úr Enduro Ísland munu kynna hvað Enduro Ísland stendur fyrir fimmtudaginn 3. mars. kl 20.

Fjallað verður um og sýnt frá atburðum síðastliðinna tveggja ára og kynnt hverju stefnt er að 2016.

Allir hjólarar sem hafa áhuga á að hjóla niður fjöll eru hvattir til að mæta.

Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið. Þetta verður 25. árgangur.

Það verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu í kvöld, 18 febrúar að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.  Fjölbreytt úrval ferða og erfiðleikastigið allt frá auðveldu yfir í grjóthart. Allir ættu að finna ferð við hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.

Kaffi og kruðerí í boði, en viðgerðaaðstaðan verður lokuð þetta kvöld, það verður sýning á ferðahjólum á neðri hæðinni.

Fimmtudaginn 11. febrúar kl 20:00 verður Fjölnir Björgvinsson með fyrirlestur í húsakynnum Íslenska fjallahjólaklúbbsins undir yfirskriftinni: Hjólað um Evrópu með börn. Sagt verður frá tveimur ólíkum hjólaferðum síðastliðinna tveggja ára um: Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Helgarferð um hávetur.  Nagladekk gætu verið nauðsynleg og taka þarf með skjólgóðan fatnað, ljós og endurskin.  Frá föstudegi til sunnudags.  Léttar dagsferðir á laugardag og sunnudag, 20-30 km.  Sameiginleg kvöldmáltíð á laugardag og morgunverður tvo daga.  Gist í góðum bústað með heitum potti.  Erfiðleikastig 5 af 10.  Verð 7.000 krónur.  Sameinumst í bíla og farþegi greiðir bílstjóra 2000 krónur fyrir sig og reiðhjól sitt.

Næsta fimmtudagskvöld (28 janúar) ætlar Egill Bjarnason að koma í Klúbbhúsið að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og segja okkur frá ferð sinni um Vestur Afríku í máli og myndum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Fimmtudaginn 3ja desember verður kósí stemming hjá okkur í byrjun aðventu. Kertaljós og klæðin rauð. Munngá og volgar veigar.

Húsið opnar kl 20:00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Við erum á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík

Þetta er hjólaferð, svo takið hjólin með.  Það verður hins vegar ekki ákveðið fyrr en á staðnum hvert verður hjólað, en dagleiðir verða léttar og stuttar.  Fara eftir veðri, vindum og ásigkomulagi knapa.  Gist er í góðum bústað í Brekkuskógi með heitum potti.  Við munum elda og borða saman á laugardagskvöldinu.  Í morgunmat á lau og sun er hafragrautur.

Við ætlum að vera með örnámskeið í að setja nagladekkin undir á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Sýnt verður hvernig á að taka hjól undan, skipta um dekk og setja það aftur undir og fullvissa sig um að allt sé í lagi.

Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 29. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Helgina 25-27 september munum við hjóla um sveitir Vesturlands.

Fyrri daginn munum við hjóla 30 km, hjólum frá Klapparholti yfir Hvítá, auðveldan hring í sveitinni og förum niður að Hvanneyri og tökum púlsinn þar.  Sameiginleg máltíð um kvöldið.  Gist er í góðum bústað með heitum potti, þar sem ljúft verður að láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðra vina hópi.  Bústaðurinn er 9 km norður af Borgarnesi.  Hjólaferð dagsins er að mestu á jafnsléttu og malbiki.

Ráðstefnan  Hjólum til framtíðar 2015 er með undirskriftina Veljum, blöndum & njótum! þetta árið og verður haldin í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september 2015 kl. 9 – 16

Þriðjudaginn 25. ágúst förum við í síðustu þriðjudagskvöldferðina í sumar. Við hjólum frá Húsdýragarðinum kl 19:30 í Klúbbhúsið að Brekkustíg 2 í lokahófið.  Kaffi og kaka verður í boði ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir bestu mætinguna í þriðjudagsferðirnar í sumar og farandsbikarinn skiptir um hendur. Mætum öll hress og kát í síðustu og jafnframt styðstu ferðina  í sumar. Það eru allir velkomnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur.

Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 22. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins.

Við ætlum að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, fimmtudaginn 13 ágúst kl 20:00 og skipuleggja helgarferð til Vestmannaeyja 14-16 ágúst.  Fólk er raunar á eigin vegum en um að gera að sameinast í bíla eins og hægt er.  Sumir gista i tjaldi, aðrir á gistiheimilum eða hótelum.