Um áramótin voru felldir niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármálaráðuneytinu haustið 2014 og óskaði eftir niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu.