Það verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu í kvöld, 18 febrúar að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.  Fjölbreytt úrval ferða og erfiðleikastigið allt frá auðveldu yfir í grjóthart. Allir ættu að finna ferð við hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.

Kaffi og kruðerí í boði, en viðgerðaaðstaðan verður lokuð þetta kvöld, það verður sýning á ferðahjólum á neðri hæðinni.

Fimmtudaginn 11. febrúar kl 20:00 verður Fjölnir Björgvinsson með fyrirlestur í húsakynnum Íslenska fjallahjólaklúbbsins undir yfirskriftinni: Hjólað um Evrópu með börn. Sagt verður frá tveimur ólíkum hjólaferðum síðastliðinna tveggja ára um: Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Helgarferð um hávetur.  Nagladekk gætu verið nauðsynleg og taka þarf með skjólgóðan fatnað, ljós og endurskin.  Frá föstudegi til sunnudags.  Léttar dagsferðir á laugardag og sunnudag, 20-30 km.  Sameiginleg kvöldmáltíð á laugardag og morgunverður tvo daga.  Gist í góðum bústað með heitum potti.  Erfiðleikastig 5 af 10.  Verð 7.000 krónur.  Sameinumst í bíla og farþegi greiðir bílstjóra 2000 krónur fyrir sig og reiðhjól sitt.

Næsta fimmtudagskvöld (28 janúar) ætlar Egill Bjarnason að koma í Klúbbhúsið að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og segja okkur frá ferð sinni um Vestur Afríku í máli og myndum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Fimmtudaginn 3ja desember verður kósí stemming hjá okkur í byrjun aðventu. Kertaljós og klæðin rauð. Munngá og volgar veigar.

Húsið opnar kl 20:00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Við erum á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík

Þetta er hjólaferð, svo takið hjólin með.  Það verður hins vegar ekki ákveðið fyrr en á staðnum hvert verður hjólað, en dagleiðir verða léttar og stuttar.  Fara eftir veðri, vindum og ásigkomulagi knapa.  Gist er í góðum bústað í Brekkuskógi með heitum potti.  Við munum elda og borða saman á laugardagskvöldinu.  Í morgunmat á lau og sun er hafragrautur.

Við ætlum að vera með örnámskeið í að setja nagladekkin undir á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Sýnt verður hvernig á að taka hjól undan, skipta um dekk og setja það aftur undir og fullvissa sig um að allt sé í lagi.

Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 29. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Helgina 25-27 september munum við hjóla um sveitir Vesturlands.

Fyrri daginn munum við hjóla 30 km, hjólum frá Klapparholti yfir Hvítá, auðveldan hring í sveitinni og förum niður að Hvanneyri og tökum púlsinn þar.  Sameiginleg máltíð um kvöldið.  Gist er í góðum bústað með heitum potti, þar sem ljúft verður að láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðra vina hópi.  Bústaðurinn er 9 km norður af Borgarnesi.  Hjólaferð dagsins er að mestu á jafnsléttu og malbiki.

Ráðstefnan  Hjólum til framtíðar 2015 er með undirskriftina Veljum, blöndum & njótum! þetta árið og verður haldin í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september 2015 kl. 9 – 16

Þriðjudaginn 25. ágúst förum við í síðustu þriðjudagskvöldferðina í sumar. Við hjólum frá Húsdýragarðinum kl 19:30 í Klúbbhúsið að Brekkustíg 2 í lokahófið.  Kaffi og kaka verður í boði ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir bestu mætinguna í þriðjudagsferðirnar í sumar og farandsbikarinn skiptir um hendur. Mætum öll hress og kát í síðustu og jafnframt styðstu ferðina  í sumar. Það eru allir velkomnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur.

Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 22. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins.

Við ætlum að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, fimmtudaginn 13 ágúst kl 20:00 og skipuleggja helgarferð til Vestmannaeyja 14-16 ágúst.  Fólk er raunar á eigin vegum en um að gera að sameinast í bíla eins og hægt er.  Sumir gista i tjaldi, aðrir á gistiheimilum eða hótelum. 

Takið frá helgina 14-16 ágúst.  Þá ætlum við að herja á Vestmannaeyjar. 
 
Förum með hjól og farangur til eyja á föstudagskveldi og hjólum um eyjuna laugardag og sunnudag.  Til baka með síðustu ferð Herjólfs.  Gist verður í tjaldi og farið út að borða á laugardagskvöldið.  Annars er fólk á eigin vegum, en um að gera að sameinast í bíla eftir því sem hægt er.

Hjólaferðin hefst við Hjálparfoss í Þjórsárdal, laugardaginn 27 júní kl 12:00. Hjólað um línuveg og skógarslóða. Ca 25 km. Erfiðleikastig 5 af 10. Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi. Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug eða önnur sundlaug verði mátuð.

Minnum á fyrstu helgarferð vorsins, á laugardaginn kemur kl 11:00 Við ætlum að hjóla Nesjavallaleið, yfir Dyrfjöll, niður að Þingvallavatni og áfram niður að Úlfljótsvatni. Við munum gista í góðum bústöðum með heitum potti, elda saman um kvöldið og fá okkur hafragraut að morgni. Hjóla svo sömu leið til baka næsta dag. Dóti verður skutlað, taka þarf með nesti til tveggja dagsferða, en kvöldmaturinn er innifalinn í verði, sem er hlægilega lágt, 6000 krónur.

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Bæði er þetta skemmtilegur leikur og kjörið tækifæri til að hvetja vinnufélagana til að prófa að hjóla í vinnuna.

Skjárinn bíður félagsmönnum ÍFHK fría kynningaráskrift að Sportpakkanum sem inniheldur eftirtaldar stöðvar: SkjárSport, Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx. Sjá tilkynningu frá Skjánum:

Stjórn og nefndir ÍFHK vilja óska ykkur gleði og farsældar á nýju ári.

Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna eftir hátíðarnar og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.