Þetta er hjólaferð, svo takið hjólin með. Það verður hins vegar ekki ákveðið fyrr en á staðnum hvert verður hjólað, en dagleiðir verða léttar og stuttar. Fara eftir veðri, vindum og ásigkomulagi knapa. Gist er í góðum bústað í Brekkuskógi með heitum potti. Við munum elda og borða saman á laugardagskvöldinu. Í morgunmat á lau og sun er hafragrautur.