Þriðjudags kvöldferðir
Opið hús
Helgarferðir
Nýjustu fréttir og pistlar
6.-7. júlí – Siglufjarðarskarð og Kolugljúfur - helgarferð
Helgina 6.-7. júlí förum við í helgarferð um Siglufjarðarskarð og Kolugljúfur.
Snæfellsnes – helgarferð – 3 dagar, 15.-17. júní
Við byrjum á að hjóla á laugardeginum 15 júní upp í Hítardal. Þar er gríðarleg náttúrufegurð, hjólaleiðin er að mestu á góðum malarvegi, en við munum líka hjóla einhverja slóða til að skoða nálæga dali. 40-50 km, erfiðleikastig 5 af 10. Gistum í...
Tweed Ride Reykjavík 2024
Hin árlega Tweed Ride Reykjavík skrúðreiðin sem Reiðhjólaverzlunin Berlin stendur fyrir var farin 8. júní. Aðalmálið er að klæða sig upp í gamaldags fín föt (sirka 1930 - 1960) og hjóla saman.
Þriðjudagskvöldferðirnar komnar af stað
Alla þriðjudaga í sumar leggjum við af stað frá Sævarhöfða 31. Á sama tíma leggja Reiðhjólabændur af stað, en við förum aðeins hægar yfir en þeir. Öll velkomin að taka þátt, börn yngri en 14 ára skulu þó vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.
Klúbbhúsið Brekkustíg kvatt á sumardaginn fyrsta
Við ætlum að kveðja Klúbbhúsið á táknrænan hátt með því að hjóla frá Brekkustíg 2 yfir að Sævarhöfða 31 og taka þar hefðbundið vöfflukaffi í nýju aðstöðunni okkar. Við reiknum með að leggja af stað kl. 14:00 25 apríl 2024. Vinsamlega merkið við...
Bifröst – Hreðavatn
Eurovision teitið verður í sumarbústað nálægt Bifröst, Borgarfirði. Við munum grilla eitthvað gott, horfa á söngvakeppnina, ræða landsins gagn og nauðsynjar, dýfa okkur ofan í heitan pott, það verður gleði og glaumur. Gítarar og harmonikkur...
Tyler Wacker – ævintýramaður á Ísafirði
Í Hjólhestinum sem kom út árið 2021 er grein eftir Tyler Wacker. Í henni lýsir hann leið sinni í skólann, þegar hann hjólaði frá San Fransiskó til Ísafjarðar. Hér á eftir kemur framhaldssagan. Tyler settist svo sannarlega ekki í helgan stein þó...
Reykjaneseldar
Þriðja eldgosið á Reykjanesskaganum hófst í júlí 2023. Þar eð ég komst bara einu sinni upp að gosinu í Meradölum árið 2022, þá fór ég eins oft og ég gat að þessu gosi, eða 5 sinnum. Fyrstu þrjár ferðirnar voru töluvert undir væntingum. Í fyrstu...
Siglufjarðarskarð
Siglufjarðarskarð. Nafngiftin ein og sér ýtir við manni. Skarð, hátt og tilkomumikið, torsótt, þrungið sögu, sorgum og sigrum. Nauðsynleg samgönguæð eitt sinn, alræmt veðravíti, tenging við umheiminn sem ávallt skyldi umgangast með tilhlýðilegri...
Hjólað til Rússlands
Það birtist frétt í vetur um straum flóttamanna frá Rússlandi inn í Finnland og flestir þeirra komu hjólandi að landamærunum. Þetta kallaði fram minningar um skemmtilega hjólaferð sem ég og Frosti Jónsson fórum 2010 frá Helsinki í Finnlandi, að...
Ísafjörður heimsóttur
Oft fer ég vestur á Ísafjörð, enda ættuð þaðan og tek iðulega reiðhjólið með. Það hefur margt breyst á Ísafirði síðan ég var krakki. Þá voru engar gangstéttar, allir deildu holóttum malargötum, akandi, gangandi og hjólandi. Engir voru hjálmarnir og...
Hvað er á dagskránni hjá okkur sumarið 2024
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur. Verkstæðið og klúbbaðstaðan á Sævarhöfða 31 er opin vikulega á mánudögum. Á þriðjudögum hjólum við um höfuðborgarsvæðið. Mánaðarlega er amk. ein skipulögð helgarferð og aldrei að vita nema fleira verði...
Leiðari úr Hjólhestinum 2024
Fjallahjólaklúbburinn og Reiðhjólabændur eru að hefja samstarf um samnýtingu á húsnæðinu að Sævarhöfða 31 um það leiti sem þessi Hjólhestur kemur út. Staðsetningin þykir heppilegri enda við miðpunkt höfuðborgarsvæðisins og kostnaður við leigu á...
Pökkunarkvöld í Klúbbhúsinu Brekkustíg 2
Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt...
Kynningarfundur í aðstöðu Reiðhjólabænda 22. feb.
Kæra hjólafólk ! Fimmtudaginn 22. febrúar kl . 20 verður haldinn kynningarfundur í aðstöðu Reiðhjólabænda við Sævarhöfða 31. Þar er ætlunin að sýna meðlimum Fjallahjólaklúbbsins aðstöðuna.
Samstarfshugvekja frá Reiðhjólabændum
Samstarfshugvekja til hjólreiðafólks Í langan tíma hefur ótrúlega mikið og gott starf verið unnið við skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum Fjallahjólaklúbbsins. Margir hafa rétt klúbbnum hjálparhönd við ýmis tækifæri en mikið af innra starfi...
Aðventuhátíð 7 desember
Við ætlum að gera okkur glaðan dag fimmtudaginn 7 desember kl 20:00, drekka heitt súkkulaði, gæða okkur á kökum og kruðeríi. Komdu fagnandi í Klúbbhúsið okkar Brekkustíg 2 og gleðstu með okkur á þessum síðustu metrum ársins 2023.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins 11. janúar 2024
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
Ofsi hjól veitir nú félagsmönnum afslátt
Félagsmönnum bíðst nú 5% afsláttur hjá Ofsa hjól vefverslun. Fyrir neðan er kynning á fyrirtækinu og nánari upplýsingar á ofsi.is
Helgarferð - Eurovision – Húsafell
Samkvæmt hefð förum við í hjólaferð um Eurovision helgina. Í ár ætlum við í Húsafell, gistum þar í bústað með heitum potti. Við höfum bústaðinn fram á mánudag, um að gera að taka langa helgi ef hægt er.
Eldgos í Meradölum
19. september 2021 hjólaði ég upp á Langahrygg, horfði yfir eldstöðvarnar í Geldingadal og hugsaði „Þetta er búið...“ Já, eldgosinu lauk 18 september, en ég náði að fara 8 sinnum upp að gosinu á meðan það var virkt, þar af tvisvar með félögum úr...
Hjólhesturinn - tímarit Fjallahjólaklúbbsins
Atburðaalmanak
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
36 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
37 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
38 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
39 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
40 | 28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
Á Sævarhöfða er rúmgóð viðgerðaraðstaða og horn fyrir kaffi og spjall. Þar er opið frá kl 18 til 21 á hverju mánudagskvöldi, bæði fyrir Fjallahjólaklúbbinn og Reiðhjólabændur. Þá getur hver sem er komið í heimsókn til okkar, fengið aðstoð og góð ráð við viðgerðir á hjólinu sínu en gerir við sjálfur. Og það er alltaf tími fyrir spjall og jafnvel kaffibolla.
Þriðjudagskvöldferðirnar - yfir sumarmánuðina
Við ætlum að halda áfram með þriðjudagskvöldferðirnar, en nú verða þær í samstarfi við Reiðhjólabændur, sem hafa lagt af stað í sína hjólatúra á þriðjudögum, frá Sævarhöfða 31 . 19:00. Við ætlum líka að fara þaðan, á sama tíma, svo fólk getur valið hraðari eða hægari hóp.
Reiðhjólabændur fara oftast svokallaðan Reykjavíkurhring, hjóla stíginn meðfram ströndinni, æfa draft og allskonar.
Hægari hópurinn verður samkvæmt dagskrá, þar sem hraði miðast við 15 km/klst. á jafnsléttu.
Fyrsta ferðin verður þriðjudaginn 7. maí kl. 19:00 frá höfuðstöðvum Reiðhjólabænda og Fjallahjólaklúbbsins, Sævarhöfða 31.
Sjá líka viðburði á Facebook: https://www.facebook.com/fjallahjolaklubburinn/events
Til viðbótar við viðburði sem eru planaðir langt fram í tímann eru stundum farnar dagsferðir og jafnvel helgarferðir sem skipulagðar eru með stuttum fyrirvara.
Endilega skráið ykkur á póstlistann okkar á forsíðunni og fylgist með á Facebook.
Auk ferða hér á dagatalinu eru tvær ferðir á teikniborðinu í ágúst.
Önnur er utanlandsferð um Móseldalinn, hin er einhvers staðar á Íslandi. Veður, vindar, rigning og þess háttar ræður för. Gist á tjaldsvæði og hjólaðar 50-80 km dagleiðir.
Fjölnir Björgvinsson sér um að skipuleggja utanlandsferðina og kemur með leiðarlýsingu, gistimöguleika og þess háttar þegar nær dregur.
Þátttakendur í innanlandsferðinni sem Hrönn Harðardóttir sér um þurfa að vera á rafmagnshjólum eða í nógu góðu formi til að halda í við rafmagnshjól.