Á Velo-City ráðstefnunni 2015 hafði ég tækifæri til að skoða hvernig borgaryfirvöld í Nantes telja hjólandi og gangandi vegfarendur, í kynningarferð á vegum fyrirtækisins Eco-Counter, sem framleiðir tæki og hugbúnað til að telja hjólandi og gangandi umferð. Teljurum er komið fyrir á helstu leiðum inn í miðborgina og í miðborginni sjálfri. Talningin er sjálfvirk og aðgengileg borgaryfirvöldum í rauntíma því teljararnir eru nettengdir. Örfáir þeirra eru tengdir skjá sem sýnir talninguna í rauntíma á talningarstaðnum.