Í reglum í skattmati er launagreiðendum gert kleift að borga launþegum að hámarki kr. 7.000.- á mánuði vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að því gefnu að undirritaður sé formlegur samningur um að launþegi nýti almenningssamgöngur eða vistvænan ferðamáta. Launþegum/stéttarfélögum er einnig heimilt að greiða allt að kr. 55.000.- fyrir heilsurækt skv. ákveðnum skilyrðum þar um. Þetta eru þær upphæðir sem eru undanþegnar skatti en upphæðir umfram það teljast skattskyldar.